Laugardagur 15.09.2018 - 14:47 - Lokað fyrir ummæli

Nýr prestur í Hveragerði.

Presturinn okkar er greinilega með húmor og augljóslega einlægur og án sjálfsupphafningar. Það eru góðir tímar framundan.
Andlegt heimili okkar kristinna manna er kirkjan okkar. Mitt andlega heimili og fjölskyldan mín, í Jesú, verður þar í bænum mínum. Það skiptir mig miklu máli að eiga andleg heimili. Fara í kirkju alla sunnudaga, lofa Guð og þakka honum magnað líf sem ég hef átt. Yndislegt líf í fullri gnægð.

Ég bið Guð um að lyfta Hveragerði upp andlega, það er nauðsynlegt að lifa í andanum.

Ég vil deila með trúarfjölskyldu minni gleði og sorg, leita ráða hjá vitru fólki, hlægja með og njóta lífsins líkt og Jesús kennir okkur að gera.

Nýr prestur byrjar vel.

Gunnar Jóhannesson

“Kæru Hvergerðingar ?
Nú er rúm vika liðin síðan ég tók við embætti sóknarprests í Hveragerðisprestakalli. Dagarnir hafa liðið hratt og það tekur tíma að átta sig á nýjum aðstæðum og hitta fólk og kynnast. Það eru forréttindi að fá að koma hingað og ég hlakka til að kynnast bænum og fólkinu hér.

Einhverjir hafa væntanlega fengið frá mér vinabeiðnir á facebook – sem ég dældi út þangað til facebook stoppaði mig af ? Það er góð leið til að koma sér inn í hringiðuna. Ég vona að enginn hafi orðið fyrir ónæði af því ?
Nú er komið að fyrstu messunni minni hér, á sunnudaginn kemur kl. 11 – minni fyrstu á Íslandi í þó nokkurn tíma.
Gaman væri að sjá þig þar ásamt öðrum. Að messa er ekki nýtt fyrir mér, en að messa í Hveragerðiskirkju hef ég auðvitað ekki gert áður og eru það forréttindi að fá að gera það.

Nú eru nokkur ár liðin síðan ég messaði síðast á íslensku, en það mun vafalaust ganga vel – og getur ekki gengið verr en þegar ég messaði í fyrsta skipti á norsku (þar sem ég skildi sjálfur ekki nema örfá orð í prédikuninni sem ég flutti ?).
Allir eru hjartanlega velkomnir, ungir sem eldri, og eru fermingarbörn vetrarins sérstaklega boðin velkomin til messunnar ásamt foreldrum sínum, og til samtals eftir messuna.

Nú eru nokkur ár liðin síðan ég messaði síðast á íslensku, en það mun vafalaust ganga vel – og getur ekki gengið verr en þegar ég messaði í fyrsta skipti á norsku (þar sem ég skildi sjálfur ekki nema örfá orð í prédikuninni sem ég flutti ?).
Allir eru hjartanlega velkomnir, ungir sem eldri, og eru fermingarbörn vetrarins sérstaklega boðin velkomin til messunnar ásamt foreldrum sínum, og til samtals eftir messuna.

Nú er komið að fyrstu messunni minni hér, á sunnudaginn kemur kl. 11 – minni fyrstu á Íslandi í þónokkur tíma.
Gaman væri að sjá þig þar ásamt öðrum. Að messa er ekki nýtt fyrir mér, en að messa í Hveragerðiskirkju hef ég auðvitað ekki gert áður og eru það forréttindi að fá að gera það.”

Lofar góðu Hvergerðingar. Það er engin messa án kirkjugesta.

Flokkar: Blogg

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Jónína Ben


er þekkt fyrir skrif sín, ræður og rit. Hún er háskólamenntuð í heilbrigðisvísindum, íþróttafræðum en stundaði meistaranám í hagfræði í tvö ár en skrifaði ekki lokaritgerð. Jónína er bæði elskuð og umdeild í íslensku samfélagi. "Mest þó elskuð" segir hún. Hún kemur skoðunum sínum, hugsjónum og gagnrýni til almennings og hefur mikil áhrif á líf margra með festu og þekkingu. Jónína kynnir sér mál og dregur svo ályktanir. "Ég les hratt og skrifa hratt, er fljót að sjá hvað skiptir heildina máli en svo meiga allir lifa í sínu einkalífi eins og þeir velja, kemur mér ekki við. Ég get virt allt fólk en mest þá menn sem halda í hugsjónir, trú og stefnufestu sína. Fólk sem lætur ekki "falsfréttir " eða tilfinningtengdan áróður villa sér sýn.

 
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar