Uppkaup auðmanna og erlendra sjóða á landi og sér í lagi á laxveiðiám er alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar úr öllum flokkum sem og forysta ættu að þekkja viðskiptahættina þar sem forkólfar flokkanna hafa flestið þegið boð veiði eða veislur í boði erlendra milljarðamæringa og nú laxabænda víða um land.
Suma af þessum sjóðum þori ég ekki að nefna þar sem um era ð ræða vopnaframleiðendur jafnvel og stærstu sjálftökumenn í heiminum.
Lúxushótel var reist fyrir tilstilli Íslendings, sem aðstoðaði auðmenn í viðskiptum við kaup á íslenskum auðlindum. (Pikes t.d. lúxushótelið í Fljótunum er dæmi)
Blackstone er mjög umdeildur fjárfestingarsjóður og sá stærsti í heimi en Chad R. Pike kemur þar við sögu ef tengslanetið er skoðað grant því erfitt er að fela þá slóð sama hvað menn reyna.
“I don’t trust the Iceland banks financial statements even a LITTLE BIT. “
Skrifar einn af þessum milljarðamæringum í bréfi til umbjóðanda síns, sem með aðstoð háttsettra fjármálamanna á Íslandi og íslenskra banka, feðaþjónustuaðila hefur náð að sölsa undir sig miklar eignir og jafnvel lokað á aðgang að íslensku landi fyrir almennings að náttúruperlum. Hann á þetta hann má þetta-finnst stjórnvöldum.
Blackstone
Blackstone á um 3600 eignir t.d. bara í Phoenix Arizona.
10 milljónir manna misstu heimili sín í fjármálakreppunni í Ameríku en þessir sjóðir náðu eignum almennings til sín á verði langt undir verðmætamati, líkt og bankarnir hér hafa gert og sýna nú milljarða hagnað með ofur leiguverðir og fasteignaverði, líkt og við sjáum með leigufélög og fasteignafélög hér á landi. Hagkerfið fer á hvolf þegar fákeppnin myndast og yfirtökurnar.
Margir hafa þurft að byrja upp á nýtt vegna þessa yfirgangs sömu manna og nú sitja eins og ránfuglar í boði ríkisstjórnar sem er allt of hrædd við þá, skiljanlega, því þegar menn hafa þegið gjafir í skjóli þess valds sem þeir hafa inn í fjármálageirann þá eru þeir fastir í neti, neti sem herðir að þeim. Össur sagði að vísu við einn þeirra að hann vildi ekki gera Ísland að “Disney” landi segir einn þessara “Íslandsvina” og hvetur menn í bréfi til þess að ræða frekar við Steingrím !
Samskipti íslenskra viðskiptajöfra, með beinan aðgang inn í stjórnmálin einkennast af vonleysi um að íslenskt efnahagskerfi eigi eftir að lifa af þessar nýju innrásir.
Menn vilja aðeins skjótan gróða og frið til þess að nota stærð sína og þá um leið vald og sölsa undir sig meira og meira. Nú er samt komið nóg og ef þessi ríkisstjórn hættir ekki að fara með lagabálka sem fáir skilja, tala um ef til vill, kannski, sennilega seinna hvað þá að allir ættu að hafa sama rétt getum við lokað þessari búllu okkar. Þetta er ekki hrakspá því sama saga gerist nú víða um heim.
Úr Mogganum
“Á bænum Deplum, sem Orri (Vigfússon) og félag Pikes keyptu fyrir nokkrum árum, stendur til að reisa lúxusgistihús fyrir nokkur hundruð milljónir króna í vetur. Gistihúsið verður rekið undir merkjum Eleven Experience, sem er í eigu Pikes, en fyrirtækið býður upp á lúxusgistingu í hæsta gæðaflokki víða um heim.
Í skála fyrirtækisins í frönsku Ölpunum kostar nóttin fyrir tíu manna hóp frá 12.500 bandaríkjadölum eða 1,5 milljónum króna. Innifalið í verðinu er alls kyns þjónusta, s.s. skíðaferðir með þyrlum, matur o.fl.
Orri heitin Vigfússon sagði þegar hótelið í Fljótunum var opnað að “eftir eigi að ákveða endanlega hvernig aðkomu Pikes verði háttað og hversu mikla fjármuni hann leggi til. Nú til dags sé erfiðara fyrir Íslendinga að keppa um fjármagn en reiknað sé með því að Pike, eða félag í hans eigu, komi með peninga inn í landið í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans “
Við getum semsagt ekki keppt við fjármagnið um okkar eigið land ?
Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn
Eftirlitið þegir þunnu hljóði eða þá þeir skilja ekki hugarfar þessa manna.
Halda þeir að Blackstone (vopnaframleiðandi með meiru) sætti sig við annað en að eignast meira hér á landi ?
Líkt og Íslendingar byrgja sig af klósetpappír frá Costco þá byrgja þessi milljarðamæringar og sjóðir þeirra sig upp af eignum sem fólk hefur misst í gegnum bankana og það á útsölu, það er hagur þeirra að bankahrunið verði algjört aftur, meira ódýrt að kaupa.
“In one move, Blackstone bought 1,400 houses in Atlanta in a single day. As of November, Blackstone had spent $7.5 billion to buy 40,000 mostly foreclosed houses across the country. That’s a spending rate of $100 million a week since October 2012. “
Svona upplýsingar má lesa í virtum viðskiptatímaritum en sennilega eru stjórnvöld og eftirlitsstofnanir seinar í lestri.
Leigufélög milljarðamæringanna eru þau stærstu og þeir okra á leigu og setja allan húsnæðismarkað á hvolf, hér líka.
Morgan Stanley, Citigroup, Deutsche Bank, UBS, Bank of America, Goldman Sachs og auðvitað JP Morgan Chase eru allt nöfn sem við ættum að þekkja en svo virðist ekki vera. Öll eru þau í málaferlum við þessa milljarðamæringa og sjóði þeirra en semja alltaf um skaðabætur því bækurnar þola ekki dagsljósið hvað þá þegar mútur og svartir peningar eru notaðir.
An All-Cash Goliath er nú komin í feitt hér á landi í boði örfárra manna og kvenna sem myndu hvort eða er selja ömmu sína fyrir smáaura.
Gott væri að vita hverjir gerðu þessa sölusamninga fyrir landareigendur ? Það myndi útskýra margt.
“I went two years without selling to a black family, and that wasn’t for lack of trying,” says Alston, whose business is concentrated in inner-city neighborhoods where the majority of residents are African American and Hispanic. Instead, all his buyers — every last one of them — were businessmen. And weirder yet, they were all paying in cash.”
“You can’t compete with a company that’s betting on speculative future value when they’re playing with cash,” says Alston.
Það er engu líkara en að þessir menn hafi skipulagt hrunið sjálfir.