Föstudagur 10.04.2015 - 19:37 - FB ummæli ()

Hvað verður um kröfuhafa og börnin?

Stjórnarandstaðan hefur miklar áhyggjur af örlögum kröfuhafa bankanna, nú þegar tilkynnt hefur verið að að svokallaður stöðugleikaskattur verði lagður á vegna afnáms gjaldeyrishafta. Þessi skattur mun  væntanlega skila þjóðarbúinu hundruðum milljarða króna.

Viðbrögðin minna einna helst á skólastjórann í þekktri sögu eftir Pétur Gunnarsson sem brást við morðinu á Kennedy með því að spyrja hvað yrði nú um Jackie og börnin.

Það má umorða þetta og spyrja: Hvað verður nú um kröfuhafana og börnin?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur