Sunnudagur 08.11.2015 - 12:07 - FB ummæli ()

Hver má eiga banka?

Hver er hæfur til að eiga banka á Íslandi?

Umræðan er farin að snúast um það að bankarnir megi ekki falla í hendur óvandaðra manna eða hreinlega siðleysingja. Gott og vel. Flest getum við verið sammála um það.

Spurningin er hins vegar þessi? Hverjum er treystandi til að eiga og og reka banka á Íslandi?  Hverjir standast siðferðis- og hæfisprófið? Sé mark takandi á umræðunni þá skal strax í upphafi loka á alla þá sem á einn eða annan hátt tengdust gömlu bönkunum fyrir hrun. Einnig flesta þá sem mögulega tengdust hrunmálum á annan hátt.

Eru lífeyrissjóðirnir hæfir eigendur?  Á sparistundum er oft deilt á mikil völd þeirra sem stjórna þessum sjóðum. Er rétt að margfalda völd þeirra með því að selja þeim bankana? Þá fyrst verða þeir ríki í ríkinu.

Kannski er niðurstaðan sú að þjóðin getur ekki sætt sig við neinn eiganda. Bloggari hér á eyjunni segir að litlar líkur séu á að bönkunum verði stjórnað af fólki með alvöru bankareynslu og að þetta verði fyrst og fremst vildarvinir lífeyrissjóða og stjórnmálastéttar. Hann skilgreinir hins vegar ekki hvað felst í „alvöru bankareynslu.“

Það er hins vegar rétt að sporin hræða og mikilvægt að vanda valið á nýjum eigendum. Mörg mistök hafa verið gerð við sölu ríkisfyrirtækja. Lærum af því.

Ríkið er í lykilstöðu þegar kemur að tveimur af þremur stóru bönkunum. Spurningin er þessi. Liggur nokkuð á að selja þessa banka? Af hverju má ekki flýta sér hægt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur