Þriðjudagur 24.11.2015 - 16:23 - FB ummæli ()

Óttasleginn Pírati

Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati er afskaplega óttasleginn maður og hefur það margoft komið fram í umræðu á Alþingi. Síðast í dag lýsti hann yfir ótta sínum vegna þess að undirrituðum varð á að velta fyrir sér hvort ekki væri rétt að skoða hvort herða þyrfti landamæraeftirlit og skoða verkferla í ljósi atburða í nágrannalöndum okkar.

Nú er það svo að flest eða öll Evrópuríki eru að yfirfara slíkt eftirlit og reyna að bæta úr því sem betur má fara. Helgi Hrafn kýs að svara þessu svona: „Það að ætla að svara hryðjuverkaógninni með einhverskonar reiðdrifinni taugaveiklun, það er hættulegur barnaskapur,“ segir hann.

Það að athuga og bæta verkferla hefur ekkert að gera með „reiðidrifna taugaveiklun.“ Ummæli Helga Hrafns Gunnarsson bera hins vegar vott um slíkt, svo ekki sé meira sagt.

Píratar hafa náð athygli út á innantómar yfirlýsingar um landsins gagn og nauðsynjar. Enn einu sinni féll Helgi Hrafn í þá gryfju á Alþingi í dag.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur