Fimmtudagur 11.08.2016 - 15:18 - FB ummæli ()

Framboð í 1. sæti

Kæru félagar og vinir;

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir næstu Alþingiskosningar, en valið verður á lista flokksins á tvöföldu kjördæmisþingi í lok mánaðarsins.
Ég hef setið á Alþingi frá árinu 2013 fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður. Í störfum mínum hef ég m.a. lagt áherslu á heilbrigðismál, skattamál og málefni tengd öldruðum, og hef lagt fram frumvörp og þingsályktunartillögur þar um.
Þá hef ég verið formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins frá árinu 2013. Síðastliðið ár hef ég verið varaforseti ALDE (Alliance of Liberals and Democrats) innan ráðsins, auk þess að vera varformaður stærstu nefndar Evrópuráðsins, Stjórnmála- og lýðræðisnefndarinnar (Committee of Politcal Affairs and Democracy).
Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í núverandi ríkisstjórn, sem hefur náð ótrúlegum árangri í störfum sínum. Þannig hafa um 15.000 ný störf skapast frá árinu 2013, hagvöxtur er einn sá mesti í vestrænu ríki, atvinnuleysi er komið niður í um 3% og verðbólga mælist nánast engin. Þetta hefur leitt til betri lífskjara almennings.
Á næsta kjörtímabili þarf að byggja á þessum grunni – leggja þarf áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með stórauknum framlögum, bæta kjör aldraðra og öryrkja og styrkja innviði landsins, þ.m.t. samgöngur. Húsnæðismál ungs fólks verða einnig í forgrunni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur