Þriðjudagur 30.08.2016 - 19:01 - FB ummæli ()

Lýðræðisást þegar hentar

Ég er í hópi 25 þingmanna sem lögðu í dag fram þingsalyktunartillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Flugvöllurinn getur aldrei verið einkamál borgarstjórnar Reykjavikur. Þetta er flugvöllur landsmanna allra, hvað svo sem misvitrir stjórnmálamenn segja.

Meirihlutinn í borgarstjórn, fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata, hafa hsft að engu vilja um 70 þúsund landsmanna sem skrifuðu undir áskorun um að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni.

Tveir þingmenn Vinstri grænna eru á tillögunni sem lögð var fram í dag – einn frá Samfylkingu en enginn frá Bjartri framtíð og Pírötum.

Þetta eru flokkar sem tala fjálglega um þjóðaratkvæðagreiðslur þegar hentar.

En það hentar greinilega ekki núna. Þetta er lýðræðisást þegar hentar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur