Þriðjudagur 06.09.2016 - 16:52 - FB ummæli ()

Auglýst eftir verðlækkun!

Ég auglýsi eftir verðlækkun á innfluttum vörum vegna styrkingar krónunnar og lækkunar á sköttum og gjöldum sem þessi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir- Hvar eru þessar lækkanir? Ég verð lítið var við þær.

Þannig bendir Alþýðusamband Íslands á að afnám vörugjalda á byggingavörur, lægri virðisaukaskattur og styrking krónunnar, hafi ekki skilað sér til neytenda Þvert á móti hefur vísitala byggingavara hækkað þrátt fyrir að ætla mætti að vörurnar hefðu getað lækkað umtalsvert.

Það er ekki langt síðan að ein evra var skráð á um 145 krónur. Í morgun var hún skráð á 129 krónur. Það er ekki langt síðan að dollarinn stóð í rúmum 130 krónum. Í morgun var hann í um 116 krónum. Pundið hefur síðan hrunið í kjölfar Brexit.

Og hvar eru verðlækkanir til neytenda?

Staðreyndin er sú að að skatta og gjaldahækkanir skila sér yfirleitt fljótt og vel út í verðlagið með hækkun vöruverðs. Skattalækkanir og styrking krónunnar seint og illa.

Aðgerðir, sem ekki síst eru ætlaðar eru til að styðja við heimilin í landinu, gagnast fyrst og fremst þeim sem stunda innflutning og smásölu.

Þannig sýndi kannanir að verðlækkanir á heimilistækjum vegna afnáms vörugjalda og lækkunar virðisaukaskatts á sínum tíma voru mun minni en gera mátti ráð fyrir.

Skilaði afnám tolla á fatnaði og skóm sér til neytenda? Ekki var það mikið.

Þetta er ekki bara spurning um viðhorf þeirra sem reka fyrirtæki. Þetta er líka dæmi um lítinn og óþroskaðan markað þar sem samkeppni er lítil.

Og í guðs bænum – höfum það hugfast að þó að excel skjalið segi okkur að verð á vöru og þjónustu eigi að lækka, þá er raunveruleikinn oftar en ekki allt annar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur