Færslur fyrir flokkinn ‘Bloggar’

Fimmtudagur 04.06 2015 - 18:18

Norska þjóðin sagði Nei við ESB

Á síðasta ári fögnuðu Norðmenn 20 ára afmæli sigursins í þjóðaratkvæðagreiðslu 1994 þar sem aðild að ESB var hafnað í annað sinn. Í tilefni þess hefur einn af leiðtogum Nei til ESB-baráttunar, Dag Seierstad, skrifað bókina Folket sa Nei. Í bókinni er rakin barátta Norðmanna gegn ásælni ESB og svikulla valdablokka í Noregi til að troða landinu inn […]

Þriðjudagur 12.05 2015 - 17:49

Skrúfa saman ESB-sprengjur í íslenskum sveitum?

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er á móti því að Ísland gangi í ESB. Hann lýsir hér afstöðu sinni í örstuttu máli. Meðal ástæðna fyrir afstöðu sinni nefnir Haraldur óljósa og flókna lýðræðiskeðju í ESB, með öðrum orðum þann lýðræðishalla sem einkennir sambandið. Þá nefnir Haraldur að Evrópusambandið hafi margsinnis lýst því yfir að það muni í […]

Miðvikudagur 29.04 2015 - 23:09

Við höfum öll okkar ástæður fyrir því að vilja standa utan ESB

Ég er alþjóðasinni og hlynnt góðum samskiptum þjóða á meðal. Nú er ég tímabundið flutt til ESB-lands, Þýskalands, til að starfa þar. Vinnufélagar mínir eru alls staðar að úr heiminum, frá Kirgistan og Ástralíu, Perú og Síberíu, Singapore og Argentíu. Þeir sem koma frá löndum utan ESB þurfa eilíflega að standa í stappi við ,,kerfið“ […]

Föstudagur 13.03 2015 - 10:58

Umsóknin var dauð

Hún er undarleg uppákoman meðal sumra þeirra sem aðhyllast aðild að Evrópusambandinu eftir að utanríkisráðherra staðfesti í gær með bréfi til sambandsins hver er staða umsóknar Íslands frá 2009 um inngöngu í ESB. Það er eins og sumt fólk hafi aldrei áttað sig á því að það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gafst upp á […]

Sunnudagur 01.03 2015 - 08:30

Svíþjóð hefur tapað allt of miklu valdi til ESB

Svíþjóð á að gera eins og Holland, þ.e. að meta áhrif áranna í ESB og útbúa lista yfir þau atriði sem gera þarf til að færa völdin til Svíþjóðar aftur. Verði gerðir nýir samningar við ESB verður sænska þjóðin að taka afstöðu til þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í grein sem Hans Lindqvist birtir á […]

Miðvikudagur 21.01 2015 - 08:55

Vinstri græn vilja ekki í ESB

Á landsfundi vorið 2013 ályktaði VG um Evrópusambandsmálin að Íslandi væri best borgið utan ESB. Flokkurinn vildi setja aðildarviðræðum tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. Það ár er nú löngu liðið.  Á landsfundi flokksins árið 2011 samþykkti VG: „Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Landsfundurinn ályktar […]

Föstudagur 09.01 2015 - 15:53

Ísland frjálst utan ESB

Það að Ísland er umsóknarríki að ESB veitir ESB rétt til ýmissa afskipta af innanríkismálum hér á landi svo sem að vera hér með sérstakan sendiherra og reka áróðursskrifstofu eins og Evrópustofu sem annars væri ekki heimilt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, ritar og er birt […]

Laugardagur 29.11 2014 - 11:20

Stuðlar ESB að friði?

Því er haldið fram að Evrópusambandið stuðli að friði. Fátt er fjarri sanni. Vissulega var friður í Evrópu forsenda þess að ESB varð til. Sambandið hefur hins vegar ekki tryggt frið í Evrópu. Þvert á móti. ESB hefur stuðlað að ófriði, ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í fleiri heimsálfum, bæði í Afríku og Asíu. […]

Mánudagur 24.11 2014 - 18:11

Er Össur örvæntingarfullur vegna ESB-umsóknar?

Össur Skarphéðinsson virðist vera verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði  skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB. Hann […]

Þriðjudagur 18.11 2014 - 23:52

Evrusvæðið – Ísland: 0 – 3

Síðasti áratugur á evrusvæðinu hefur orðið að engu. Hve lengi getur þetta gengið þegar jafnvel Ísland hefur skotið svæðinu ref fyrir rass? Þannig spyr pistlahöfundur í Svenska Dagbladet, Per Lindvall, sem Gústaf Adolf Skúlason vekur athygli á – en pistillinn er hér í lauslegri endursögn. Per Lindvall minnir á að hagvöxtur á evrusvæðinu hafi á síðasta ársfjórðungi verið […]

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur