Þriðjudagur 22.4.2014 - 17:27 - FB ummæli ()

Enginn markaðsávinningur af evrusamstarfinu

Sérfræðingur á vegum Seðlabanka Grikklands hefur unnið skýrslu sem bankinn heffur birt þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að heildarávinningur af Efnahags- og myntsamstarfinu (evrusamstarfinu) frá upphafi sé enginn þegar litið er til þróunar fjármálamarkaðar. Ástæðan er sú að ávinningurinn sem varð af samstarfinu fyrstu árin sé jafn kostnaðinum sem fjármálakreppan frá 2007 skapaði.

Fram kemur í skýrslunni að fram til 2007 hafi samþætting fjármálamarkaða, þ.e. hlutabréfamarkaða og skuldabréfamarkaða, haft talsverðan ávinning í för með sér m.a. í formi lægri kostnaðar og aukinnar skilvirkni, en eftir að kreppan hóf innreið sína hafi sundurleitni verið ríkjandi bæði innan hvers evrulands og eins yfir svæðið í heild, kostnaður aukist og heildarávinningur þar með orðið enginn.

Núverandi staða hljóti að vera alls óásættanleg.

Eina leiðin til bjargar evrusvæðinu, segir höfundurinn, George T. Palaiodimos, er að ríkisfjármál evruríkjanna verði samþætt og auk þess verði eitt sameiginlegt bankaeftirlit sett upp í allri álfunni. Aðeins þannig verði hægt að stuðla að raunverulegu gjaldmiðlabandalagi.

Víða um Evrópu eru menn að gera sér betri og betri grein fyrir því á hvílíkum brauðfótum evrusamstarfið hefur hvílt.

Hér á landi er hins vegar hópur sem virðist ekki fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu og ætlar að stofna sérstakan flokk í kringum evruupptöku og annað sem því fylgir.

Því má svo bæta hér við að ef gerð yrði úttekt á heildarávinningi af veru okkar Íslendinga á EES-svæðinu er næsta víst að við kæmum út í mínus vegna þess mikla skaða sem varð mögulegur vegna þess að bankarnir gátu hreyft sig óhindrað innan EES-svæðisins og gátu þannig stækkað íslensku hagkerfi yfir höfuð með þekktum afleiðingum.

 

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 15.4.2014 - 17:11 - FB ummæli ()

Umsóknarferlið var á brauðfótum frá upphafi

HjorleifurUmsóknin um aðild Íslands að ESB 2009 var frá upphafi á brauðfótum. Á bak við hana stóð í raun aðeins einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, sem fékk forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til fylgilags við sig þvert ofan í yfirlýsta stefnu og kosningaloforð um að ekki yrði sótt um aðild. Umsókninni var þröngvað í gegn með naumum meirihluta á Alþingi og um leið hafnað að leggja spurninguna um hvort sækja ætti um aðild í dóm kjósenda í þjóðaatkvæðagreiðslu. Hugmyndir sem þáverandi ríkisstjórn kynnti um væntanlegt aðildarferli reyndust fjarri öllum sanni sem og væntingar þess efnis að um væri að ræða „samningaviðræður“ þar sem unnt væri að fá varanlegar undanþágur frá regluverki ESB. Ári seinna, 2010, féllu þessi leiktjöld þegar talsmenn ríkisstjórnarinnar viðurkenndu að um væri að ræða aðlögunarviðræður og fram voru dregnir IPA-styrkirnir sem greiða áttu fyrir aðlögun Íslands að leikreglum ESB á meðan á umsóknarferlinu stæði. ‒ Forysta VG kynnti aðildarumsóknina frá upphafi innan eigin raða á löngu úreltum forsendum, þ.e. að með umsókn Íslands yrði farið með svipuðum hætti og þegar aðild Noregs, Svíþjóðar og Finnlands var á dagskrá upp úr 1990. Jafnframt var af hálfu VG klifað á óljósum hugmyndum um þjóðaratkvæði, jafnvel áður en samningur lægi fyrir, til að geta leikið áfram tveim skjöldum. Einn þingmaður VG af öðrum féll fyrir borð í þessum skollaleik sem í reynd varð pólitískur banabiti ríkisstjórnarinnar. 

Svo segir í umsögn Hjörleifs Guttormssonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra, um þingsályktunartillögu um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, mál 340 á yfirstandandi þingi.

Umsögn Hjörleifs er aðgengileg hér í heild sinni:

Umsögn Hjörleifs Guttormssonar um mál 340

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 9.4.2014 - 12:38 - FB ummæli ()

Lýðræðið krefst afturköllunar á ESB-umsókn

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hvetur til þess að tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB verði samþykkt.  Það eru margvísleg atriði sem mæla með samþykkt  tillögunnar. Þau atriði varða m.s. lýðræði, siðferði, fullveldismál, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og efnahagsmál, svo nokkuð sé nefnt. Hér að neðan er greint frá þeim þáttum sem snerta lýðræðisleg rök fyrir Alþingi til að samþykkja tillöguna (umsögnin í heild er aðgengileg hér á vef Alþingis):

 

A.   Lýðræðisleg rök fyrir Alþingi til að samþykkja ofangreinda tillögu

A.1 Ferill umsóknar á Alþingi og í meðferð samninganefnda á kjörtímabilinu 2009-2013.

Alþingi samþykkti hinn 16. júlí 2009 með ályktun að fela þáverandi ríkisstjórn að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu (ESB). Tillagan var samþykkt jafnvel þótt annar stjórnarflokkanna hefði þá yfirlýstu stefnu að halda Íslandi fyrir utan ESB og ýmsir þingmenn annars stjórnarflokksins, svo sem Álfheiður Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir, lýstu því yfir við atkvæðagreiðslu að þeir vildu halda Íslandi utan ESB. Jafnframt hafði formaður annars stjórnarflokksins, Steingrímur J. Sigfússon, lýst því skýrt yfir fyrir kosningar að flokkur hans myndi fylgja þeirri stefnu sinni að stuðla ekki að því að sótt yrði um aðild að ESB.

Umsóknin um aðild að ESB var því á pólitískum brauðfótum, sérstaklega þegar haft er í huga að ESB gerir ráð fyrir því að lönd og ríkisstjórnir þeirra sem sækja um aðild vilji í raun og veru gerast aðilar.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði allt kjörtímabilið frá miðju ári 2009 til miðs árs 2013 til þess að ljúka samningum um aðild að ESB, enda var því heitið í upphafi að þetta ferli ætti ekki að taka lengri tíma en um það bil eitt og hálft ár. Komið hefur fram að hægt var verulega á umsóknarvinnunni í ársbyrjun 2013 að kröfu annars stjórnarflokksins, Vinstri grænna. Nýverið hefur hins vegar komið fram að umsóknarvinnan hafði í raun og veru steytt á skeri þegar árið 2011 og svo ítrekað árið 2012 þegar ljóst var að nauðsynleg gögn voru ekki lögð fram í ferlinu af hálfu samningsaðila vegna þess að ljóst var að um svo mikinn afstöðumun var að ræða í landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum að ekki gæti náðst samkomulag í þeim málaflokkum.

Þá þegar var það siðferðileg skylda þáverandi stjórnarflokka að upplýsa almenning á Íslandi um stöðu mála en það var ekki gert. Í staðinn var látið í veðri vaka í hátt á annað ár að vinnan við umsóknina gengi vel og væri í eðlilegum farvegi eða allt þar til hægt var á ferlinu í ársbyrjun 2013.

Ástæða þess meðal annars að viðræðurnar sigldu í strand voru þær að ljóst var að í þeim var ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem sett voru í ályktun Alþingis frá 16. júlí 2009 um umsóknina. Í ályktuninni sagði að við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skyldi ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram komu í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Á þetta minntu þingmennirnir Atli Gíslason og Jón Bjarnason tvívegis með því að leggja fram á Alþingi vorið og haustið 2012 ályktun um að viðræðum skyldi hætt af þessum ástæðum. Ályktanirnar hlutu þá ekki brautargengi.

Miðað við það sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar frá í febrúar 2014 og yfirlýsingum sérfræðinga sem unnu með stofnuninni er ljóst að ekki verður að óbreyttu haldið áfram með umsóknina þar sem ljóst er að ferlið uppfyllir ekki þau skilyrði sem sett voru. Heimildin sem Alþingi veitti til umsóknar var því ekki opin. Í greinargerðinni sem fylgdi með umsókninni var fjallað um þá meginhagsmuni sem ekki átti að gefa eftir í samningaviðræðum. Meðal skilyrða sem sett voru í greinargerðinni voru yfirráð yfir sjávarauðlindinni, samningsforræði vegna skiptingar á veiði úr deilistofnum og að stuðningi við landbúnað yrði ekki raskað með afnámi tolla.

Miðað við þetta er ljóst að mögulegt áframhald viðræðna við ESB kallar óhjákvæmilega á að fyrirliggjandi þingsályktun yrði breytt þar sem ljóst má nú vera að í slíkum viðræðum yrði að falla frá því að þeir meginhagsmunir sem að framan greinir séu óumsemjanlegir. Það er í samræmi við niðurstöður í skýrslu Hagfræðistofnunar þar sem fram kemur að engar líkur séu á því að við fáum varanlegar undanþágur í líkingu við það sem Alþingi taldi að yrðu að vera fyrir hendi eins og fram kemur í þingsályktun og greinargerð Alþingis frá 16. Júlí 2009.

Það er því alveg ljóst á þessu að fyrrverandi ríkisstjórn mistókst ætlunarverk sitt þótt hún hefði til þess rúman tíma. Umræðurnar sigldu í strand á miðju kjörtímabili en því var samt haldið ranglega að þjóðinni að viðræðurnar væru í eðlilegum farvegi – allt þar til hægt var á viðræðum í byrjun árs 2013. Þessi vinnubrögð verða að teljast ámælisverð í ljósi þess hvaða skilyrði voru sett með ályktun Alþingis frá 16. júlí 2009.

A.2 Niðurstaða kosninga, stefna núverandi ríkisstjórnar og verkefnaskrá hennar.

Þegar kom að kosningum vorið 2013 höfðu tveir flokkar, þ.e. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur samþykkt nær samhljóða landsfundarályktun og flokksþingsályktun um að Íslandi væri betur borgið utan ESB og að aðildarviðræðum skyldi hætt. Þúsundir félaga í þessum flokkum tóku þátt í að vinna þessar ályktanir. Í kosningunum hlutu þessir flokkar gott meirihlutafylgi og mynduðu ríkisstjórn þar sem samþykkt stefna beggja flokka í ESB-málum stóð skýrum stöfum. Þar stóð orðrétt:

„Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópu­sambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undan­genginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Síðasti hlutinn, um að ekki yrði lengra haldið í aðildarviðræðum án þjóðaratkvæðagreiðslu, var eins konar öryggisákvæði sem fyrr.

Núverandi ríkisstjórn steig skrefinu lengra en sú fyrrverandi og gerði formlegt hlé á viðræðum við ESB, enda var það í samræmi við stefnu stjórnarinnar og lýðræðislegar samþykktir flokkanna. Jafnframt tilkynnti stjórnin fljótlega að hún hygðist láta taka saman skýrslu um stöðu og þróun viðræðna og um þróunina í Evrópusambandinu.

Skýrsla Hagfræðistofnunar var birt í febrúar 2014 og rædd á Alþingi. Þar kemur skýrt fram að ekki er hægt að uppfylla þau skilyrði sem sett voru með samþykkt ályktunar um umsókn 26. júlí 2009, svo sem um undanþágur frá sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Núverandi ríkisstjórn hefur þá skýru stefnu að Íslandi beri að vera fyrir utan ESB og að því skuli viðræðum um aðild að sambandinu hætt. Það er því í eðlilegu samhengi við stefnu flokkanna, æðstu stofnana þeirra og niðurstöður kosninga vorið 2013 að núverandi ríkisstjórn slíti formlega þeim viðræðum sem fyrri ríkisstjórn hóf og að viðræðunum verði slitið með sams konar ályktun og lágu til grundvallar þess að þær voru hafnar.

A.3 Þjóðaratkvæðagreiðsla nú um framhald viðræðna?

Nú er því haldið fram af ýmsum að eðlilegt sé að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort viðræðum verði haldið áfram. Þeir sem halda þessu fram telja að það sé lýðræðislegt að spyrja þjóðina um framhaldið. Slíkt er mikil rökleysa sem sést þegar málið er skoðað.

Í fyrsta lagi var þjóðin ekki spurð að því þegar fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að leggja til við Alþingi að samþykkt yrði ályktun um að sækja um aðild að ESB. Ýmsir kröfðust þess þá og lögðu til að málið yrði lagt fyrir þjóðina en því hafnaði fyrrverandi ríkisstjórn ítrekað. Þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2009 um mögulegar viðræður hefðu þó verið eðlilegar þar sem ESB gerir ráð fyrir því að það ríki sem sækir um aðild hafi raunverulegan áhuga á því að ganga í sambandið. Af þessum sökum er ekkert sem mælir með því að það fari fram um það þjóðaratkvæðagreiðsla nú hvort halda skuli viðræðum áfram hvað þá um þá tillögu sem nú liggur fyrir Alþingi og hér er rætt um.

Í öðru lagi er með samþykkt þeirrar tillögu sem liggur fyrir Alþingi aðeins verið að staðfesta það að viðræður hafa ekki skilað árangri eins og sést á árangursleysi fyrrverandi ríkisstjórnar á heilu kjörtímabili.

Í þriðja lagi væri það algjörlega á skjön við eðlilegar vinnureglur að ríkisstjórn sem hefur þá skýru stefnu að halda Íslandi fyrir utan ESB láti fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda beri áfram viðræðum.

Í fjórða lagi má halda því fram með rétti að krafan um þjóðaratkvæði nú sé siðlaus brella þeirra aðildarsinna sem ekki gátu komið Íslandi í ESB á síðasta kjörtímabili. Þessir aðildarsinnar tóku ekki í mál árið 2009 að spyrja þjóðina þá. Að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu til reyna að koma í veg fyrir eðlilega niðurstöðu af því lýðræðislega ferli sem felst í kosningum, stefnu og stjórnarsáttmála núverandi stjórnarflokka er því ekkert annað en pólitískt siðleysi.

 

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 4.4.2014 - 12:59 - FB ummæli ()

Evrópubúar óánægðir með þróun ESB og Norðurlandabúar vilja fremur norrænt bandalag en ESB

Helmingur Dana, Svía og Finna vilja fremur sjá aukið norrænt samstarf en evrópskt. Þá eru tveir af hverjum þremur Evrópubúum ósáttir við þá þróun sem átt hefur sér stað innan ESB. Einna mest er óánægjan með ESB á Ítalíu og í Frakklandi þar sem þrír af hverjum fjórum telja að ESB hafi þróast í vitlausa átt. Í Bretlandi og Svíþjóð vilja einnig tveir af hverjum þremur annað hvort að ríkin yfirgefi ESB eða að völd ESB verði minnkuð. 

Þetta kemur fram í niðurstöðum tveggja kannana sem eru nýbirtar.

Í annarri könnuninni voru þátttakendur spurðir annars vegar um afstöðu til norræns sambands Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar sem hefði sameiginlega stefnu á ýmsum sviðum svo sem í umhverfismálum og utanríkismálum og auk þess með viðskiptasamning við ESB og fleiri lönd. Spurt var hvort fólk myndi fremur vilja slíkt bandalag eða að vera áfram í ESB.

Í öllum þremur löndunum sem könnunin var gerð, þ.e. í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, vildi um helmingur fólks fremur vera í norrænu sambandi. Aðeins þrír af tíu vildu heldur vera í ESB.

LaveBroch

Lave Broch, frambjóðandi Folkebevægelsen mod EU í Danmörku til ESB-þings.

– Þessar kannanir sýna að það er breiður stuðningur meðal almennings í þessum löndum við nánari samvinnu Norðurlanda og enn fremur að stuðningur við ESB-aðild er fremur lítill, segir Lave K. Broch sem er varaforseti ESB-lýðræðissinna og frambjóðandi til ESB-þings fyrir dönsku Þjóðarhreyfinguna gegn ESB.  Ásamt Bretlandi gætu Norðurlöndin krafist þess að vald ESB yrði fært aftur til aðildarríkja, en það sem væri enn betra að Bretland og Norðurlöndin yfirgæfu ESB og sameinuðust um fríverslunarsamning við ESB, sagði Broch enn fremur af þessu tilefni.

Sjá hér frétt um þetta í finnska blaðinu Vasabladet. Þar kemur meðal annars fram að 3/4 jafnaðarmanna vilja fremur norrænt samband en evrópskt. Sjá enn fremur frétt í sænska blaðinu Sydsvenskan, vefritinu Europaportalen og enn fremur hjá dönsku Þjóðarhreyfingunni gegn ESB.

Í annarri könnun kemur fram að tveir af hverjum þremur íbúum Evrópu eru ósáttir við þróunina í ESB. Könnunin er gerð meðal átta þúsund íbúa í tíu ESB-ríkjum. Þetta sýnir að það er nokkuð almenn óánægja með ESB meðal þjóða sambandsins. Jafnvel þótt nokkur hluti Evrópubúa vilji að völd ESB verði aukin þá sýna þessar tölur að lítil sátt er um ESB í aðildarríkjum. Þetta kemur fram á vefritum svo sem hér og enn fremur hér

Búist er við því að flokkar sem eru gagnrýnir á ESB muni ná talsverðu fylgi í kosningum til ESB-þings í vor. Í Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð gera um 56-60 prósent kjósenda ráð fyrir því að andstæðingar ESB muni sigra í kosningum til ESB-þingsins en kosningarnar verða haldnar 25. næsta mánaðar.

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 31.3.2014 - 17:43 - FB ummæli ()

Halldór Ármannsson: ESB og sjávarútvegur á Íslandi

Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátaeigenda á Íslandi, flutti áhugavert erindi á ráðstefnu Nei við ESB um þar síðustu helgi. Hann greindi í upphafi frá því að hann hefði svo sem enga fyrirfram mótaða skoðun og að hann hefði notað tækifærið þegar skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kom út til þess að skoða málið gaumgæfilega.

 

Halldór Ármannsson fomaður Landssambands smábátaeigenda

Halldór Ármannsson fomaður Landssambands smábátaeigenda

Halldór rakti í erindi sínu nokkur mikilvæg atriði með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar og setti fram fjölmörg efnisatriði sem máli skipta. Við höfum fengið leyfi Halldórs til þess að birta þessi efnisatriði og viljum hvetja lesendur til þess að skoða þau vegna þess að þau segja mikla sögu um þróun og stöðu mála. 

• Í heildina séð er sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB samkvæmt skýrslunum. Þá séu núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti, frelsi til að veita þjónustu og frjálsum fjármagnsflutningum ásamt stjórn á sameiginlegum fiskistofnum ekki í samræmi við réttarreglur ESB.

• Sjávarútvegsstjórinn boðaði refsiaðgerðir í lok árs 2010 í kjölfar þess að samningaviðræður höfðu engan árangur borið.

• Margir viðmælendur skýrsluhöfunda telja að Evrópusambandið hafi viljað setja opnunarviðmið vegna sjávarútvegskaflans sem fram kæmi í rýniskýrslu.

Menn þorðu ekki að „kíkja í pakkann“

• Eins og kemur fram í skýrslunni þá hafa nokkrir kaflar ekki verið opnaðir ennþá og þar á meðal er kaflinn um sjávarútveg. Það hefur legið fyrir nokkuð lengi að það þyrfti að opna þessa kafla til þess að hægt yrði að „kíkja í pakkann“ eins og margir orða það en aldrei hefur komið að þeim tímapunkti að það væri gerlegt.

• Sé miðað við opnunarviðmið sem lögð voru fram vegna kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun má ætla að slíkt hefði kallað á gerð tímasettrar aðgerðaráætlunar Íslendinga um hvernig og hvenær þeir hygðust aðlagast löggjöf og stefnu Evrópusambandsins.

Ísland gat ekki komið með áætlun um aðlögun að stefnu ESB í sjávarútvegsmálum 

• Óvíst er hvað það hefði haft í för með sér ef slíkt opnunarviðmið hefði verið sett fram, en ef haft er í huga hve ólíkar áherslur eru í stefnu Íslands og Evrópusambandsins er vandséð hvernig Ísland hefði getað komið með áætlun um aðlögun að stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum.

• Þá má nefna að í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis er sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að halda þeim möguleika opnum að Íslendingar haldi áfram að veiða hvali.

Engar undanþágur vegna hvalveiða 

• Hjá Evrópusambandinu falla hvalveiðar undir kaflann um umhverfismál. Í ljósi þess að mikil andstaða er við hvalveiðar í Evrópusambandinu og að þýska þingið ályktaði sérstaklega að sett skyldi það skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hættu að veiða hvali, er ljóst að litlar líkur eru til að hægt hefði verið að semja um undanþágur frá hvalveiðibanni.

• Mitt mat á þeirri stöðu er að heildstæð stefna í sjávarútvegsmálum hefur ekki legið fyrir hérna á Íslandi, vegna afstöðu stjórnvalda til þess hvernig haldið skuli á málum í þessum efnum. Það hafa verið lögð fram frumvörp á alþingi sem að ekki hafa náð fram að ganga og því er stefna stjórnvalda varðandi fiskveiðar við Ísland, í lausu lofti til lengri tíma litið.

• Líkt og ítarlega er fjallað um í Viðauka III eru heimildir Evrópusambandsins til að setja löggjöf í sjávarútvegmálum mjög víðtækar og fer sambandið með óskipt vald yfir varðveislu auðlinda í sameiginlegri fiskveiðistefnu. Varðveisla nær ekki einungis yfir reglur um leyfilegan hámarksafla og tæknilegar verndarráðstafanir, heldur til stjórnunar í víðari skilningi, s.s. til markaðsmála og skiptingu kvóta milli aðildarríkja.

ESB tæki yfir gerð þjóðréttarlegra samninga 

• Þá er ljóst að Evrópusambandið hefur eitt vald til að vera í fyrirsvari og gera þjóðréttarlega samninga við ríki utan sambandsins er snerta fiskveiðar, sem og aðra samninga er varða alþjóðleg hafsvæði.

• Reynsla af inngöngu annarra þjóða sýnir að erfiðlega hefur gengið að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur.

• Hugsanlega væri hægt að hugsa sér að Ísland yrði skilgreint sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins, en hvaða þýðingu það hefði fyrir stjórn fiskveiða hér við land er óljóst, m.a. vegna þess að stjórnunin sjálf væri þá háð Evrópureglum. Eftir stendur að þau lönd sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu og allar breytingar á henni í framtíðinni verða einungis ákveðnar á vettvangi sambandsins.

• Almennt má segja að stækkunarferlið sem Ísland gekk inn í einkennist af auknum skilyrðum fyrir inngöngu, sé miðað við það sem áður tíðkaðist. Þrátt fyrir bjartsýni um annað virðist hafa verið lítil ástæða til að ætla að Ísland fengi aðra meðferð í umsóknarferli en þau önnur lönd sem voru að sækja um aðild á sama tíma. Þegar hlé var gert á viðræðum við Evrópusambandið höfðu 27 kaflar verið opnaðir og 11 þeirra lokað til bráðabirgða. Þá höfðu 6 kaflar ekki enn verið opnaðir en samningsafstaða lá fyrir í tveimur þeirra, þ.e. kafla um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði og kafla um dóms- og innanríkismál.

• Samningsafstaða lá ekki fyrir í fjórum köflum, þ.e. landbúnaðarkafla, sjávarútvegskafla, kafla um frjálsa fjármagnsflutninga og kafla um staðfesturétt og þjónustufrelsi. Það verður að teljast óheppilegt við mat á stöðu viðræðnanna nú að ekki tókst að opna þessa kafla.

ESB hefur vald til að setja lög í fiskveiðimálum 

• Stofnanir Evrópusambandsins hafa vald til þess að setja afleidda löggjöf í fiskimálum sambandsins í mjög víðtækum mæli. Þá fer Evrópusambandið eitt með óskiptar valdheimildir yfir varðveislu auðlinda í sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins.

Hefðum ekki fengið að veiða makríl í ESB 

• Þá er enn ósamið á milli ESB og Íslands um deilingu makrílstofnsins og óljóst hvernig hægt verður að ná samkomulagi þar um. Þar tel ég að við séum í betri stöðu vegna þeirrar sérstöðu sem að við erum í að makríllinn er að ganga í meira mæli inní okkar lögsögu og skapa þannig meiri gjaldeyristekjur fyrir okkur með auknum veiðum okkar á honum. Ef við hefðum verið komin inn í Evrópusambandið áður en makríllinn hefði verið farinn að ganga í þessu magni inn í okkar lögsögu þá værum við ekki að horfa á Íslensk skip veiða makrílinn fyrir framan bæjardyrnar hjá okkur. Þá stæðum við frammi fyrir því að vera með örlítið brot af þeim veiðiheimildum sem að við getum þó veitt í dag. Þar værum við smábátasjómenn í þeirri stöðu að þurfa að horfa á þennan fisk synda með ströndum landsins og sópa í sig æti og gætum ekkert gert í þeim efnum til þess að reyna að veiða þennan fisk.

• Orðin varðveisla auðlinda eru skýrð vítt og ná ekki aðeins til reglna um leyfilegan hámarksafla og tæknilegar verndarráðstafanir heldur einnig til reglna um markaðsmál og skiptingu kvóta milli aðildarríkjanna og fleiri atriða. Af því leiðir að aðildarríkin fara ekki með sjálfstætt vald á þessu sviði og nálægðarreglan gildir ekki.

• Samkvæmt ákvæðum sambandsréttarins hefur sambandið eitt vald til að vera í fyrirsvari og gera þjóðréttarsamninga við ríki utan þess, hvort sem um er að ræða rétt aðildarríkja sambandsins til fiskveiða í lögsögu þriðju ríkja eða rétt þriðju ríkja til veiða í lögsögu sambandsins.

• Þessu til viðbótar fer sambandið með vald til að gera samninga um alþjóðleg hafsvæði. Aðildarríkin fara almennt ekki með umræddar heimildir eftir inngöngu í sambandið.

Engar varanlegar undanþágur 

• Skoðun nokkurra helstu aðildarsamninga leiðir í ljós að nýjum aðildarríkjum hefur ekki tekist að fá varanlegar undanþágur frá hinni sameiginlegu stefnu Evrópusambandsins í fiskimálum þrátt fyrir tilraunir í þá átt.

• Sú staðreynd að stofnunum sambandsins hefur verið falið víðtækt vald til lagasetningar á tilteknu sviði útilokar að jafnaði vald aðildarríkjanna að sama skapi. Það leiðir því af almennum reglum sambandsréttar að lagasetningarvald um sjávarútveg er hjá sambandinu en ekki aðildarríkjunum en telja verður að þau hafi afsalað sér rétti til að setja reglur á þessu sviði, a.m.k. í öllum aðalatriðum. Varðveisla líffræðilegra auðlinda fellur undir óskiptar valdheimildir ESB. Orðasambandið, varðveisla líffræðilegra auðlinda er hins vegar túlkað vítt og nær t.d. til reglna um leyfilega hámarksafla, tæknilegra verndarráðstafana og skiptingu kvóta milli aðildarríkjanna.

Allir við sama borð og ESB ræður í sjávarútvegsmálum

• Ástæðan er einfaldlega sú að öll aðildarríkin eiga að mati Evrópusambandsins að sitja við sama borð. Með öðrum orðum eiga leikreglurnar að vera þær sömu fyrir þau öll. Það á auðvitað alveg sérstaklega við um málaflokka þar sem tekin hefur verið upp sameiginleg stefna og sambandið fer að verulegu leyti eitt með vald eins og í landbúnaðar- og fiskveiðimálum.

• Niðurstaða: Umræddur málaflokkur er í aðalatriðum á valdi ESB.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 27.3.2014 - 13:11 - FB ummæli ()

Erindi Josefs Motzfeldts á ráðstefnu Nei við ESB

Josef Motzfeldt, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forseti grænlenska þingsins, hélt skemmtilegt erindi á ráðstefnu Nei við ESB um síðustu helgi um baráttu Grænlendinga við að komast út úr ESB. Hann lýsti sögu Grænlands og hvernig hún fléttaðist saman við sögu Norðurlanda og Evrópu. Enn fremur lýsti Josef því hve fiskveiðihagsmunir stórþjóða Evrópu höfðu mikil áhrif á gang mála. Grænlendingar voru þvingaðir inní EB með Dönum árið 1972 en þeim tókst að segja skilið við sambandið 1985.

Josef Motzfeldt

Hér fer á eftir ræða Josefs Motzfeldts sem hann flutti á dönsku: 

Heimssýn – 22. marts 2014

Reykjavik

Josef Motzfeldt

Skeptikerne stiller gerne spørgsmål som, ’hvorfor skal Grønland nu ønske en større selvstændighed, eller det der i deres øjne er endnu værre, suverænitet?

Det bedste svar på den slags spørgsmål er, hvorfor ikke.

For ethvert individ og ethvert folk besidder trangen og behovet for selvstændighed.

Emnet i dag er os i nordatlanten og EU. Den politiske og økonomiske union af indtil nu 28 europæiske lande repræsenterende over 500 mio borgere.

Helt aktuelt synes først fællesskabets og nu unionens oprindelig mål om fællesskab i al fordragelighed til at være mere eller mindre at være under nedsmeltning, hvor ekstremt nationalistiske kræfter er under kraftig mobilisering på bekostning af de proklamerede fællesskab. Flere medlemsstater diskuterer nu hvorvidt unionen skal overrule medlemslandenes lovgivninger på flere og flere områder. Er det nu også så et attraktivt fællesskab?

Det vender jeg nok tilbage til senere.

For at forstå Grønlands flugt ud af det daværende EF over hals og hoved, har jeg tilladt mig at gå lidt tilbage i historien.

Grønlands historie i landets forhold til andre nationer er en spændende og absolut ingen kedsommelig historie.

I forhistorisk tid fra for ca 4000 år siden startede de første invasioner vestfra. Den sidste invasion vestfra er den nuværende befolknings forfædre som kom til landet næsten samtidig med Eirik den Rødes landnam. Det skete for ca 1200 år siden.

Da var der ikke tale om kolonister og koloniserede. De to grupper levede mere eller mindre hver for sig. Bønder og fangstfolk. Bofaste og nomader.

Mens den norrøne del af befolkningen kæmpede med strømninger fra fastlands Europa, både med de kristne overhoveder i Bremen, Hamburg, Lund og siden Nidaros og endelig Skálafos på den religiøse del, og med diverse konger her og der på den mere verdslige del,levede inuit befolkningen mere i isolerede små samfund med deres åndelige ledere og med deres tro på deres ’ledestjerner’ som nok ikke var langtfra landnamsfolkenes østfra.

Først omkring 1260 indtraf en begivenhed af større politisk rækkevidde – ja, som endog har fået betydning for situationen i dag. Den norske konge Håkon Håkonssøns saga beretter, at grønlændingene frivilligt gav ind under kongens overhøjhed. Da var kong Håkon i gang med sine bestræbelser på at samle alle norrøne nybyggerområder i Nordatlanten til et rige – Norgesvældet.

Den kulminerede i 1262, da den islandske Althingi hyldede kongen som herre, mod at han på sin side forpligtede sig til blandt andet at sende mindst seks skibe med forsyninger til Island hvert år.

Efter Islands kapitulation havde grønlændingene vel næppe noget valg. At holde sig uden for Norgesvældet ville være ensbetydende med at afskære sig fra alting.

Overgangen fra fristat til norsk ’skatland’ indebar næppe større omvæltning. Nu var også Grønland et ’skatland’ under Norgesvældet, og da Norge hundreder af år senere forenedes med i en union med Danmark, fulgte Grønland med for at forblive ved Danmark, også efter at unionen med Norge var ophævet efter Napoleonskrigene i 1814.

Se kære venner, så begrebet union er absolut næppe af gammel dato også her i vores region. Ser vi så om i regionen, er det efter min mening ikke alene vore landes, Norges, Føroyars, Islands og Grønlands beliggenhed, ved grænsen til det Arktiske Ocean, som afholder os fra at melde os under det blå flag med disse foreløbigt 28 stjerner.

Alle vore 4 lande kender til den situation at være og at have været underlagt en anden nations administration og forvaltning. Ganske vist har Norge ikke oplevet en egentlig status som koloni, men landets handlefrihed var stærkt begrænset. Norge var først i union med Danmark fra 1380-1814 og siden med Sverige frem til 1905, hvor Norge opstod som selvstændigt land som monarki.

Så bortset fra de efter murens fald i 1989 opståede republikker i øst- og mellemeuropa er Norge den yngste suveræn nation i fastlandseuropa. Efter dette hurtige blik i Norges historie indtil blot 89 år inden den hidtil sidste norske folkeafstemning om landets forhold til EU, er det højest sandsynligt, at begrebet union for mange nordmænd var en historisk belastet ord?

Det samme var sikkert tilfældet med erindringen fra anden verdenskrig, hvor modstanden mod besættelsesmagten kostede ikke færre end 10.000 borgere livet. Ved folkeafstemningsøjeblikkene er det sikkert at denne unge nation havde denne erindring som om det var i går, dette skete.

Nu er jeg så fremme ved Norges forhold til EU. Ved første folkeafstemning tilbage i 1972 stemte godt 53 % nei med en valgdeltagelse på 79,2 %. Så 22 år senere 1994 skulle nationen atter tage landets stilling i forhold til den europæiske union. Denne gang stemte faktisk den samme procentdel nei med en rekordhøj valg deltagelse på 89 %. Dette til trods for visheden om at blive det eneste land i fastlandeuropa udenfor unionen. Er dette en løben risiko i suverænitetens navn? Er det en reaktion mod risikoen for at stå i unionens randzone? Er det et forsvar for nærdemokrati og medbestemmelse?

Dette norske nei så umiddelbart efter nabolandedes, Sveriges og Finlands ja, har utvivlsomt affødt manges forundring. Man kan naturligvis forfalde til at spekulere over hvilke grunde der mon kunne være for dette nei for anden gang. Men de førnævnte kendsgerninger i Norges historie har uden tvivl haft deres indvirkning.

Når vi skal sammenholde Norges nei og Føroyars, Island og Grønlands fortsatte afstandtagen til direkte medlemskab til EU er der et par forhold vi skal have in mente.

For det første er alle fire lande stærke fiskerinationer med et stort havområde, som utvivlsomt virker stærkt dragende for visse EU medlemsstaters tidligere storhed på fiskeriet i Nordatlanten, DeutcheHochseeFleet samt portugisiske og spanske i Grønland velkendte torskefiskere på bankerne udfor Grønlands vestkyst blot for at nævne de største.

Efter dette, måske lidt langtrukne historiske sidespring, må jeg hellere komme til mit emne: Grønland og EF/EU:

Grønlands vej gennem historien er som bekendt først som rendyrket koloni fra 1721 frem til ændringen af den danske grundlov i 1953. Ved denne grundlovsændring blev Grønland indlemmet det danske rige – som en slags amt. Men dette var mere iscenesat politisk trick for at kunne tilfredsstille De Forenede Nationers interesse om hvordan det nu forholder sig med DK og kolonien Grønland.

Så fra 1953 gik forholdene fortsat deres skæve gang, med et landsråd uden lovgivningsmyndighed med den danske landshøvding som formand og to pladser i det danske folketing.

Danmark med Føroyar og Grønland gik til folkeafstemning 2. januar 1972.

I Grønland stemte knap 75 % i mod medlemskab, men grndet Grønlands fortsatte status i dette ingenmandsland, betød Danmarks medlemskab fra 1. januar 1973, at Grønland blev slæbt med ind i EF.

Det Færøske Hjemmestyre besluttede, at Færøerne ikke ønskede at være medlemmer af EF, så den danske tiltrædelse kom efter dette ønske ikke til at gælde for Føroyar.

Dette gav genlyd i det grønlandske samfund, ikke mindst blandt den yngre del af politikerne.

Så takket være EF kom der grøde om at følge Færøerne. Et udvalg blev nedsat som skal forberede det næste skridt mod større autonomi. Dette udvalgs arbejde fortsatte i et fælles grønlandsk/dansk Hjemmestyrekommission. Kommissionen nedkom så med sin betænkning 1978, som gik til folkeafstemning. Også denne gang stemte ca 75 % af befolkningen for Hjemmestyrets indførelse. Dette blev en realitet 1. maj 1979.

Hvad er så mere naturligt end at tage det næste skridt mod udmeldelse af EF. De mere borgerlige politikere var da stærkt opsat på Grønlands fortsatte medlemskab, med egnsudviklingsbevillinger som klingende lokkemad. Mens den mere venstreorienterede del gik i gang med at mobilisere arbejdet med at melde landet ud af EF. Dette var uset, uhørt og som ingen havde forestillet sig nogensinde skulle forekomme. Velvidende at kampen bliver som David mod Goliat, gik begge lejre, både for og imod, i gang med en kampagne med en rejseaktivitet til alle beboede steder, hvor der blev afhold stærkt besøgte folkemøder i alle beboede steders forsamlingshuse, skoler og biblioteker.

Fortalere for udmeldelse efter 3 års hjemmestyre ligesom allerede havde fået smag på egen lovgivningsmyndighed på ganske vist begrænsede hjemtagne forvaltningsområder. Fiskeriområdet fyldte meget, hvilket ikke var overraskende med de allerede indhøstede erfaringer med EF-medlemslandenes fiskeres boltren sig i Grønlands farvande.

Nejsiden havde den nyfødte situation i at være mere herre i eget hus og fiskeriet som deres væsentligste skyts. For fortsat medlemskab ville uvægerligt medføre ikke ubetydeligt bureaukrati med i stedet for egen lovgivningsmyndighed at skulle behandle direktiver fra Bruxelles og Strasbourg.

For allerede da var det tydeligt at fællesskabet bestod af to klasser. Tyskland, Frankrig og Benelux landene talte åbent om en stærk samling af europas forenede stater.

Styrke i fællesøkonomi og fællesforsvar i en stærk europæisk union var interessant for de stærke medlemslande. Mens de, mere eller mindre, nødtvungne medlemmer naturligt nok er bange for en mere tvivlsom tilpasser status i unionens randzone.

Efter en hektisk og stærkt engageret kampagne så var det den 23. februar 1982 atter en dag for en afstemning i spørgsmålet om Grønland skal fortsat bibeholde sit ganske vist ufrivillige medlemskab af EF som en del af det danske kongerige.

Der var spænding til det sidste, for der var naturligvis tydeligt at materielle lokkemidler havde gjort indtryk på menigmand, hvilket er da ganske naturligt reaktion for os mennesker i almindelighed.

Resultatet blev 47 % ja 53 % nej. Altså, et flertal tilkendegav, at der ikke var grund til et grønlandsk ja begrundet i de materielle lokkemidler. Et flertal følte derimod, at Grønland har råd til at stemme nej med hjertet.

Fiskeriet og fiskeindustrien, havde ingen grund til at begræde dette nej.

Vi følte at dette nej talte for et forstærket samarbejde i Nordatlanten. Flertallet i befolkningen talte om, at vi udmærket kunne starte med fiskeri, sæl- og hvalfangst samt arktisk forskning.

Umiddelbart efter folkeafstemningen igangsattes det helt store maskineri med forhandlingen med den kæmpe mastodont, kommissionen. Den danske regering så sig nødsaget til at sætte dele af sin administration med flere ministerier til rådighed for at assistere det unge hjemmestyre med forhandlingerne, som først og fremmest omfattede ændringer af traktater og besværlige ratifikationsprocedurer.

Begge sider af forhandlingsbordet tog arbejdet seriøst for at imødekomme Grønlands ønske om udtræden den 1. januar 1985, uden at nogen af parterne åbenbart viste udtryk for helt at kappe alle bånd for evigt.

Grønland havde fortsat interesse i EF’s pengetank i en vis overgangsperiode. Flere store medlemslande havde til gengæld fortsat interesse for en overgangsperiode at have fortsat adgang til at give medlemsstaternes fiskeriflåde i vore farvande.

Der blev indgået en fiskeriaftale fisk for penge og Grønland fik toldfrihed for sin eksport af fisk til EF. I starten af marts 1984 forelå et forhandlingsresultat til underskrift under et rådsmøde. Dette skulle så følges af en ratifikationsrunde i samtlige medlemslandenes regeringer

Siden har de skiftende regeringer i Grønland og de skiftende kommissioner i EF/EU genforhandlet denne aftale. Mængden af kvoter for de forskellige arter har hele tiden været afstemt med Grønlands fiskerikapacitet og den løbende biologiske rådgivning. I dag udgør EU’s kvoteandele kun ca halvdelen af hvad der var i starten og det samme gælder for EU’s betaling for det stærkt nedsatte kvoteandele.

Jeg nåede så mens jeg sad som minister for udenrigs- og finansområdet at forhandle med kommissionen om et såkaldt budgetsamarbejde, det var tilbage i 2005-06. Det dengang opnåede resultat er fortsat gældende, hvor EU bevilger over 200 miokr årligt som fortsat er møntet på uddannelsesområdet.

I forbindelse med Grønlands udmelding fik vi så samtidigt status som oversøisk territorium, som omfatter medlemsstaternes tidligere kolonier, i Pacific Ocean, Atlanten, Carribien og det Indiske Ocean. Vi er i alt mellem 15 og 20 såkaldte OCT lande.

Under hele udmeldelses processen var jeg minister for handel og trafik. Vi fulgte ratifikationsprocessen med spænding. For selvom Tyskland havde fået meget af sine meget yderligtgående krav på vegne af sin Hochsee Flåde, var der fortsat vis uro og utilfredshed blandt medlemsstaterne. Men den største hindring for at opfylde vort krav om udtræden pr 1. januar 1985 blev forpurret fra helt uventet medlemsstat, Irland. Jeg husker ikke helt årsagen hertil. Så der var ikke megen jule- og nytårsfred vi fik dengang. Efter et vist tovtrækkeri kunne Grønland endelig slippe for sit medlemskab fra 1. februar 1985.

Taget Grønlands på daværende tidspunkt begrænsede fiskerikapacitet i betragtning, var det tilfredsstillende sejr, og endnu er der ingen andre, som har vovet at følge denne uforskammethed at forlade den højtprofilerede union.

Hvad var mere naturlig efter denne kamp, end at rette blikket mod det nordiske samarbejde, Nordisk Råd. Samme år 1985 blev Grønland indlemmet i Nordisk Rådets samarbejde. Dette blev Grønlands første spæde skridt i det internationale politiske samarbejde.

Europa er langtfra hele verden, slet ikke de 28 EU medlemsstater.

Flere lande i det fjerne østen stormer frem i vilde stormskridt. Island har indgået aftale med Kina. Færøerne har Rusland og flere afrikanske lande som gode afsætnings markeder for bl a makrellen, den kære fisk.

I henhold til Rio erklæringen kan lande i et nabolag stå for forvaltning af bl a havområdet i regionen. Her er vi forsamlet, som har denne myndighed takket være Heimssýns. Det ville være rart, hvis et nordatlantisk helhjertet samarbejde på forvaltning og udnyttelse af vore biologiske rigdomme kunne virkeliggøres, ikke blot som noget man blot tager frem ved højtidelige skåltaler. Norge, Føroyar, Island og Grønland.

Vi kunne udgøre en misundelsesværdig og attraktiv partnerskab af supermagts kaliber, ikke på grund af vores militære styrke, men snarere på grund af vores placering midt hele planetens spisekammer, takket være de store naturressourcer både til lands og til havs.

Den almindelige opfattelse i internationalteori er, at små stater eller isolerede samfund har små interesser.

Tja gode venner, nogle store stater eller store handelslande kan måske tillade sig at isolere sig selv.

Grønland har på den anden side ikke råd til at isolere sig selv og bygge barrierer mod resten af verden, slet ikke vore nærmeste naboer.

Det som Grønland har bygget op gennem tiden er ønsket om at være fri og gøre brug af denne frihed. I dag deltager Grønland som et ligeværdigt medlem af det internationale samfund. Det eneste som kan begrænse denne situation er vores egen svaghed.

Mit budskab er derfor, at man ikke lytter til de, som påstår, at vi er for små til at have internationale ambitioner eller er for små til at gøre en forskel.

Hvis vi selv begynder at tro, vi er for små og ubetydelige, så vil den tro snart være selvopfyldende, og vi bliver små og ubetydelige.

Jeg har i flere forskellige fora, som Nordisk Råd og Vestnordisk Råd talt for ideen om, at invitere alle nationer med kystlinie til det Arktiske Ocean for at oprette et fælles Ishavs Råd.

Dette Ishavs Råd skulle udgøre den autoritet, der træffer beslutninger omkring alle emner og aktiviteter, der er relateret til det Arktiske Ocean, som bliver mere og mere isfri.

Rådet skulle beslutte udnyttelsen af både de levende og ikke levende naturressourcer.

Rådet skulle beslutte søfartsveje i det nye isfrie ocean. Udgiften for rådet skulle dækkes af alle medlemslande.

Med den seneste dybt beklagelige udgang af konflikten i Ukraine specielt og Krim halvøen i særdeleshed, skal vi være yderst vågne for den store nabo mod øst. Når dette store land kan nedstirre NATO, USA og andre internationale organisationer for fred og sikkerhed i spørgsmål som Iran, Syrien og nu Ukraine. Er det svært at prøve på at udelukke at lignende også kan ske i vores region, Nordatlanten.

Vi har to veje, vi kan vælge, når det gælder internationale relationer.

Den ene vej er konkurrence- og konfliktvejen og den anden er samarbejde og diplomati.

Som det blev udtrykt for FN’s årti for oprindelige folk for ca 15 år siden, at det nu var på høje tid at introducere et Aktivt Partnerskab.

Nok udgør vi hver for sig små samfund. Men vi er ikke mindre end, at vi også bekymrer os om miljøet og for at sikre den biologiske mangfoldighed.

Vi er ikke for små til at gøre en forskel.

Jeg er klar over, at jeg i mit indlæg har jeg bevæget mig på forskellige niveauer og i alle mulige retninger. Men dette er blot et udtryk for min fortsatte glæde over at være sluppet for medlemskab af EU, den mere og mere skrøbelige union.

Jeg er stolt af at være medlem af den Vestnordiske familie.

Her har vore rødder slået sig ned og holder om muld, basalt og granit.

Her bor alle vore forfædres drømme og gør os stærke.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 24.3.2014 - 11:54 - FB ummæli ()

Reynslusaga Ernu Bjarnadóttur úr aðildarviðræðum við ESB

 

Erindi Ernu Bjarnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, á ráðstefnu Nei við ESB og Nei til EU laugardaginn 22. mars 2014:

Reynslusaga af starfi fyrir hagsmunasamtök og samningahópa

Það voru átakatímar á Íslandi vorið 2009. Engum sem tók þátt né heldur áhorfendum gat dulist það. Fyrsta stjórn vinstri flokka um árabil var mynduð í skugga efnahagshruns og mikilla átaka á vettvangi stjórnmála.
Þessir merku atburðir eru greindir og raktir ítarlega í meistararitgerð Hollendingsins Bart Joahchim Bes frá árinu 2012. Ritgerðin er á ensku og ber heitið: Iceland’s Bid for EU Membership: An Offer You Cannot Refuse – An analysis on the role of party-politics within the decision-making process concerning Iceland’s application for EU membership.

Í lauslegri íslenskri þýðingu hljóðar aðalheiti ritgerðarinnar svo: Umsókn Íslands um ESB aðild: Boð sem þú getur ekki hafnað. Bart talaði við fjölmarga hér á landi, bæði stjórnmálamenn, stjórnmálafræðinga og fulltrúa hagsmunasamtaka. Honum fannst umsókn Íslands um aðild að ESB sérlega áhugaverð út frá flokkspólitík. Í ritgerðinni segir meðal annars í lauslegri þýðingu og endursögn:

Ekki þarf að fjölyrða um hve mikil áhrif efnahagshrunið hafði og vera kann að það hafi breytt landslagi íslenskra stjórnmála þannig að flokkar hlynntir ESB-aðild hafi fengið tækifæri til að gera grundvallarbreytingu á hefðbundinni ESB-gagnrýninni utanríkisstefnu. Hins vegar væri það viss ógnun við umboð flokka með þessa stefnu ef almenn eftirspurn myndaðist í þjóðfélaginu eftir því að Ísland sækti um ESB-aðild. Efnahagshrunið sýndi átakanlega hve viðkvæmt Ísland er fyrir breytingum á alþjóðlegu hagkerfi sem jók ákall á ESB-aðild til að auka efnahagslegan og peningalegan stöðugleika.

En síðar segir áfram:

Ekki virðist hafa orðið breyting á pólitískum valdahlutföllum hvað varðar stuðning og andstöðu við ESB aðild [í kosningunum 2009] per se, heldur virðast kjósendur frekar hafa verið að leita að einhverju nýju til að endurreisa íslenska hagkerfið og hafi þess vegna hafnað hinum áhrifamikla hægri flokki [Sjálfstæðisflokknum], sem hafði leitt landið inn í kreppuna og kosið vinstri flokka. Gamla Ísland hafði brugðist og tími var kominn fyrir nýja Ísland. Síðan segir áfram: Samsteypa þessara tveggja flokka (þ.e. Samfylkingar og VG) var eina leiðin til að mynda starfhæfa ríkisstjórn, nokkuð sem Ísland hafði mikla þörf fyrir til að leiða það í gegnum efnahagskreppuna. ESB-umsóknin var eina stóra málið sem aðskildi þessa flokka. Síðan segir: „…Vinstri grænir voru tilbúnir að gefa eftir til að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum þar sem jafnframt tækist að mynda fyrstu vinstristjórnina í sögu Íslands.“

Vinstri grænir fórnuðu stefnunni fyrir valdastóla
Í stað þess að vinna með öðrum flokkum sem voru sammála í eina málinu sem skildi VG og Samfylkinguna að gafst VG upp á afstöðu sinni í ESB-málinu. Leiðtogar VG kváðu þetta vera fórn sem þyrfti að færa til að mynda þessa ríkisstjórn.

Það að mynda meirihluta á Alþingi um málið sjálft reyndist hins vegar flókið. Tilraun var gerð til að koma á tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, en eins og segir í ritgerðinni: Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG dró sig út úr hópnum eftir að Jóhanna Sigurðardóttir þrýsti á hann að gera það því með því að greiða atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslu myndi hann ganga gegn grundvelli ríkisstjórnarinnar. Þessi aðferðafræði virkaði þar sem flestir þingmenn VG voru byrjendur á þingi og þrýst var á þá af forsætisráðherra sem hafði 35 ára þingreynslu. Enginn vildi verða valdur að því að eyðileggja fyrstu vinstri stjórnina á Íslandi. Mikið gekk á meðan á atkvæðagreiðslunni um tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðsluna stóð og þingmenn VG voru teknir afsíðis á eintal við forsætisráðherra áður en að þeim kom að greiða atkvæði. „Sumir komu út [úr atkvæðagreiðslunni] algerlega niðurbrotnir með tárin augunum“, er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni í ritgerðinni.

Þessar lýsingar eru í raun og sann ótrúlegar og áhugavert væri að vita hvort þessi ritgerð er þekkt meðal prófessora í stjórnmálafræði hér á landi og hvort þeir leggja sig fram við að kynna hana fyrir nemendum sem áhuga hafa á stjórnmálum samtímans.

Reynsla af samningastarfinu
En í kjölfar ESB umsóknarinnar var sett af stað umfangsmesta hópastarf á vegum íslenskra stjórnvalda sennilega fyrr og síðar. Tíu samningahópar voru settir saman um alls 35 samningskafla. Enn fremur var stofnaður sérstakur samráðshópur um utanríkisviðskipti sem var settur saman af fulltrúum fleiri samningahópa, m.a. um sjávarútveg og landbúnað þar sem víðtækir hagsmunir eru undir í utanríkisviðskipum. Alls tók ég þátt í starfi þriggja samningahópa auk fyrrnefnds samráðshóps um utanríkisviðskipti.

Eitt fyrsta verkefnið í tengslum við aðildarviðræðurnar var að svara víðtækum spurningum ESB um einstaka samningskafla til að greina mun á löggjöf ESB og Íslands í einstökum málaflokkum. Þar sem landbúnaður stendur alfarið utan EES-samningsins varð um umfangsmikið starf að ræða. Svörin voru margyfirfarin af starfsmönnum ráðuneyta og samningahópsins og síðan lögð fram í Brussel. Í kjölfarið voru svo haldnir rýnifundir sem utanríkisráðuneytið bauð fulltrúum í samningahópnum að fylgjast með um fjarfundabúnað.

Starf samningahóps um landbúnað einkenndist engu að síður mjög af því annars vegar hve fjölmennur hann var, eða 23 einstaklingar auk starfsmanna, en ekki síður af því hve sundurleitur hann var. Í hópunum áttu t.d. sæti fulltrúar frá Neytendasamtökunum, BSRB, ASÍ, BHM, Samtökum ferðaþjónustu, Landssamtökum sláturleyfishafa, Skógrækt ríkisins, Landgræðslunni og fjórum ráðuneytum, upphaflega fimm. Þetta var þrátt fyrir að í greinargerð með þingsályktun Alþingis lægi býsna skýrt fyrir hvaða markmið skyldi hafa að leiðarljósi í starfinu.

Bændasamtök Íslands þurftu þó að verja kröftum sínum á fleiri sviðum en í þessum samningahópi einum. Annað mikilvægt mál voru viðræður um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði. Afstaða Alþingis var skýr og tekin saman í erindisbréfi hópsins:

  •  að sækjast eftir tímabundinni eða varanlegri undanþágu frá markaðseftirliti með innfluttum matvælum vegna landfræðilegra aðstæðna, sökum kostnaðar;
  •  að tryggja vernd viðkvæmra bústofna;
  •  að tryggja sveigjanleika til að hafa öflugar sjúkdómavarnir;
  •  að viðhalda undanþágu vegna viðskipta með lifandi dýr;
  •  að tryggja áfram heilbrigði matvæla fyrir neytendur, hafa hliðsjón af vernd fæðukeðjunnar og
  •  að tryggja heilnæmi og sérstöðu afurða sem framleiddar eru í hefðbundnum búskap.

Hlutverk hópsins samkvæmt erindisbréfi var:

„Í því felst einkum innri greining regluverks ESB af Íslands hálfu svo og sameiginleg greining með ESB, undirbúningur tillagna um samningsafstöðu Íslands, viðræður við ESB um samningsafstöðuna og nánari mótun hennar eftir því sem viðræðunum vindur fram og tilefni er til. Hópurinn skal vera samninganefnd og aðalsamningamanni til ráðgjafar meðan á aðildarviðræðum stendur.“

Samningahópur sniðgenginn
Samninghópur um EES I sem þetta málefni kallast starfaði af kappi á árinu 2011. Fulltrúar í samningahópnum gátu fylgst með rýnifundum snemma á árinu 2011 og rýniskýrsla ESB um þetta mál barst í september. Eðlilega var næsta skref að ljúka við mótun samningsafstöðu á grundvelli greinargerðar með þingsályktun Alþingis samkvæmt erindisbréfi samningahópsins. En engir fundir voru boðaðir. Á vordögum 2012 urðu Bændasamtök Íslands (BÍ) þess hins vegar áskynja á fundi í samningahópi um landbúnað að mótun samningsafstöðu varðandi dýra- og plöntuheilbrigði væri langt komin.
Af því tilefni var m.a. eftirfarandi spurningum beint bréflega til formanns samningahópsins 14. maí 2012:

1. Hvenær hófst vinna við gerð samningsafstöðu fyrir þennan samningskafla?
2. Bændasamtökin hafa ástæðu til að ætla að hafinn sé undirbúningur að gerð samningsafstöðu fyrir umræddan samningskafla án þess að boðað hafi verið til fundar í samningahópnum. Bændasamtökin óska skýringa á þessu ásamt lýsingu á því hvaða undirbúningsvinna hafi þegar farið fram.

Svör, sem bárust reyndar ekki fyrr en eftir eftirgangsmuni, hinn 26. júní 2012, voru á þá leið að samningsafstaðan lægi meira og minna fyrir í greinargerð Alþingis og að hér væri um EES-kafla að ræða og því lítið til að fjalla um við mótun samningsafstöðu. Það verklag hefði skapast í hópnum að „Drög að samningsafstöðum eru unnin af formanni og viðeigandi sérfræðingum innan stjórnsýslu og utan og er jafnan um að ræða færustu sérfræðinga sem völ er á hverju sinni.“ En ekki þótti sem sagt ástæða til að kalla til fulltrúa Bændasamtaka Íslands í hópnum sem hefur áratuga reynslu af störfum í þessum málaflokki.

Drög að samningsafstöðu bárust svo 15. júní 2012. Gefin var slétt vika með þremur og hálfum virkum degi til að fara yfir þau fyrir næsta fund hópsins 21. júní. Drögin voru þar að auki á ensku en ekki íslensku. Bændasamtök Íslands töldu óásættanlegt að stjórnvöld kynntu fyrstu drög að samningsafstöðu í jafn viðmiklu og flóknu máli og þessu með þessum hætti. Bændasamtök Íslands mótmæltu þessum vinnubrögðum og skorti á að erindisbréfi hópsins væri fylgt eftir, bæði við fagráðherra málaflokksins og utanríkisráðherra eftir fundinn í samningahópnum 21. júní en á fundinum var af þeirra hálfu lögð áhersla á að drögin þyrftu endurbóta við. Á þeim fundi mættu heldur ekki sérfræðingar í öllum þeim málaflokkum sem unnið höfðu að samningsafstöðunni. Formaður hópsins lýsti því að hér væri um að ræða verklag sem ráðuneytið hefði komið upp. Einnig væri hér verið að fjalla um kafla sem félli undir EES-samninginn og mikil þekking væri á. Formaðurinn taldi því ekki ástæðu til að gefa mikinn tíma fyrir samningahópinn að fjalla um efni samningsdraganna og gaf einhliða frest til miðvikudagsins 27. júní til að skila inn skriflegum athugasemdum við fyrirliggjandi drög. Bændasamtök Íslands töldu það hins vegar ekki samrýmast erindisbréfinu að eftir margra mánaða hlé á fundum í samningahópnum væru einhliða lögð fram drög að samningsafstöðu.

Bolabrögð í fundarstjórnun
Við lýsingu á þessum vinnubrögðum er því að bæta að fulltrúi BÍ samningahópnum gerði athugasemdir við fundargerð fundarins 21. júní, bæði efnislegar og að ekki kæmi fram hverjir sátu fundinn m.a. í ljósi þess að tilfinnanlega vantaði sérfræðinga í tilteknum málaflokkum. Athugsemdum þessum var vísað frá. Þessi vinnubrögð voru á allan hátt afar sérstök en þegar þau eru sett í samhengi við hinn „bjúrókratíska“ veruleika kemur í ljós að á þessum tíma stóð fyrir dyrum ríkjaráðstefna um mánaðamótin júní/júlí. Það er freistandi að halda því fram að dagskipunin hafi verið að þennan kafla ætti að opna samningaviðræður um á þessum tíma en á sama tíma nöturlegt ef til þess þurfti að beita, að mínu mati, ólýðræðislegum vinnubrögðum.

Þessi tæplega fjögur ár sem viðræður um aðild stóðu yfir voru mikill reynsluskóli fyrir þá sem í þeim stóðu. Ég átti þess kost að bera mig saman við starfsmenn annarra bændasamtaka á Norðurlöndum meðan á þeim stóð. Því er ekki að leyna að skipan samningahóps um landbúnað vakti mikla athygli. Ekki einu sinni í Finnlandi var reynt að fara í slíka vegferð sem valin var hér á landi heldur voru málefni landbúnaðarins í samningaviðræðunum 1993-1994 rædd milli bænda og stjórnmálamanna. Engum þar hefði dottið í hug að kalla saman fulltrúa frá á öðrum tug samtaka launþega, neytenda og atvinnurekenda.

Ráðuneyti skiptir sér af störfum fulltrúa BÍ erlendis
Eftirminnilegastir á þessum vettvangi eru samt atburðir sem urðu á formannafundi Bændasamtaka á Norðurlöndunum (NBC) haustið 2012 í Finnlandi, nánar tiltekið í Torneå langt norður í Lapplandi. Á þeim tíma stefndi að því að starfsmaður finnsku bændasamtakanna kæmi til Íslands til að tala á fundum ESB-sinna. Sem fulltrúa íslenskra bænda á fundinum var mér falið að ganga á fund formanns finnsku bændasamtakanna og ræða við hann um Íslandsferðina. Morguninn eftir var hringt úr íslenska stjórnarráðinu í formann Bændasamtakanna og hann spurður hvort fulltrúi hans væri að gera allt vitlaust úti í Finnlandi! Það var ekki fyrr en síðasta haust sem það rann upp fyrir mér hvað hafði nákvæmlega gerst. Persónulegur vinur Olli Rehn sat nefnilega fyrrnefndan fund í Finnlandi – og afganginn geta áheyrendur sjálfir leitt getum að.

Góðir fundarmenn!
Flestum hefði mátt vera ljóst frá upphafi að viðræður um aðild Íslands að ESB myndu taka lengri tíma en þá 18 mánuði sem gengið var út frá í mati fjármálaráðuneytisins á kostnaði við verkefnið þegar þingsályktunartillagan sem öllu velti af stað var afgreidd. Þetta er afbragðsvel útskýrt í viðaauka Ágústs Þórs Árnasonar við skýrslu Hagfræðistofnunar. Aðferðin sem beitt hefur verið til að þoka viðræðunum áfram hægt og bítandi er hins vegar löngu heimsþekkt undir nafninu „spægipylsuaðferðin“. Hún felur í sér að búta risastórt verkefni niður í eins þunnar sneiðar og hægt er sem umsækjandi er síðan látinn kyngja sneið fyrir sneið. Þannig tekur enginn eftir neinu fyrr en allt í einu er bara einn biti eftir – öðru nafni erfiðu málin eins og t.d. forræði á auðlindum. Það er hins vegar innbyggt í alla sem að verkefninu koma að það þurfi að klára – og því er þessi eini biti gleyptur á endanum.

Að lokum:
Sú auðlind sem allra dýrmætust er – er þó hluti af hverri og einni einustu sneið. Sú auðlind heitir fullveldi og sjálfstæði og vonandi þurfum við ekki að tapa henni til að læra að meta hana til fulls.

 

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 20.3.2014 - 17:18 - FB ummæli ()

Ráðstefna um fullveldi þjóða og Evrópusamrunann

NEI við ESB á Íslandi og NEI til EU í Noregi halda sameiginlega ráðstefnu á Hótel Sögu laugardaginn 22. mars 2014 kl. 09:30 – 16:00. Heiti ráðstefnunnar er Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn. Margt góðra gesta hafa framsögu og má þar nefna fyrrverandi ráðherra, erlenda gesti sem hafa barist fyrir hagsmunum ríkja sinna utan ESB, þingmenn og formenn þeirra félaga sem mynda regnhlífarsamtökin NEI við ESB. Þess má geta að 16 manna sendinefnd kemur frá Noregi til þátttöku í ráðstefnunni. Ráðstefnustjóri er Jón Bjarnason og Helle Hagenau, en Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður og formaður Vestnorræna ráðsins stýrir lokaumræðum ráðstefnugesta.

Josef Motzfeldt flytur eitt aðalerindið á ráðstefnunni. Hann hefur sem þingmaður, ráðherra og forseti grænlenska þingsins og formaður Inuit Ataqatigiitflokksins lengi verið áhrifamikill í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. Josef hefur einnig verið formaður Vestnorræna ráðsins og verið sæmdur æðstu heiðursorðum Grænlendinga.

Erlendir framsögumenn eru:

  • Josef Motzfeldt, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forseti grænlenska þingsins.
  • Per Olaf Lundteigen, þingmaður Miðflokksins á norska Stórþinginu fyrir Buskerudfylki.
  • Odd Haldgeir Larsen, stjórnarmaður í Nei til EU og varaformaður í Fagforbundet, stærstu verkalýðssamtaka Noregs.
  • Helle Hagenau, sviðsstjóri alþjóðasviðs Nei til EU, varaborgarfulltrúi Oslóborgar og varamaður í stjórn  Forum for Kvinner og Utviklingsspörsmål (FOKUS).
  • Olav Gjedrem, formaður Nei til EU í Rogalandsfylki, bóndi og fyrrverandi varaþingmaður Kristelig Folkeparti og oddviti fylkisstjórnar Rogalands.

Innlendir framsögumenn eru:

  • Vigdís Hauksdóttir alþingismaður, formaður Heimssýnar, formaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
  • Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar – félags ungs fólks gegn ESB-aðild.
  • Haraldur Benediktsson, alþingismaður, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands.
  • Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður Heimssýnar.
  • Brynja Björg Halldórsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Ísafoldar.
  • Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátaeiganda.
  • Ásgeir Geirsson, formaður Herjans, félags stúdenta við Háskóla Íslands gegn ESB aðild.
  • Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
  • Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

 

Ráðstefnustjórar: Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Heimssýnar og Helle Hagenau, sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Nei til EU í Noregi.

Panel-umræðustjóri: Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður og formaður Vestnorræna ráðsins.

Allir velkomnir

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 16.3.2014 - 14:47 - FB ummæli ()

Það er hagkvæmara fyrir Íslendinga að vera utan ESB

Skýrsla Hagfræðistofnunar um ESB-málin greinir frá því að evrusvæðið sé óhagkvæmt myntsvæði sem haldi ríkjunum í spennitreyju myntsamstarfsins og að viðskiptajöfnuður sé fyrir vikið mjög ólíkur, atvinnuleysi víða mjög mikið, verðbólga mismunandi og vextir mjög mismunandi. Hér að að neðan eru nokkrir kaflar úr þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um efnahagsmál.

Á næstu árum benda hagvaxtaspár helstu greiningaraðila til að evrusvæðið og Evrópusambandið muni ná að auka hagvöxt sinn. Sú spá sem lýsir mestri bjartsýni er frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem reiknar með að hagvöxtur á evrusvæðinu verði komin í 1,7% árið 2015 og á sama tíma verði hagvöxtur Evrópusambandsins kominn í 1,9%. Allar stofnanirnar eru sammála um að hagvöxtur á evrusvæðinu verði neikvæður um 0,4% árið 2013 sem verður þá annað árið í röð sem hagvöxtur er neikvæður á þessu svæði. Þessi aukning í hagvexti sem reiknað er með fyrir evrusvæðið er ekki mikill í samanburði við hagvaxtarspár fyrir Bandaríkin. Árið 2013 er reiknað með hagvexti um 1,6-1,7% í Bandaríkjunum og hann talinn verða meiri en 3% árið 2015.

 

3.1.1.2 Maastricht skilyrðin

Það var ljóst frá upphafi að Evrópusambandið væri ekki hagkvæmt myntsvæði, mælt á hefðbundna mælikvarða þess hugtaks, þar sem efnahagsleg sundurleitni hinna ýmsu ríkja sambandsins væri mikil og hreyfanleiki vinnuafls væri ekki nægur til að jafna efnahagslegt ástand hinna ýmsu landa sambandsins. Á sama tíma var þeirri skoðun haldið á lofti að upptaka sameiginlegrar myntar myndi flýta fyrir efnahagslegum samruna.Við undirbúning á upptöku evrunnar var þó ljóst að þörf var á að samræma efnahagslíf ríkjanna til að lágmarka vandamál sem upp koma ef ástand í efnahagslífi landanna er mjög ólíkt.

 

3.1.3 Reynslan af evrusamstarfinu

Snemma kom í ljós að mörg lönd Evrópusambandsins ættu erfitt með að halda sig innan Maastricht skilyrðanna, sérstaklega hvað varðaði skuldastöðu og halla á rekstri ríkissjóða, þrátt fyrir samkomulagið um stöðugleika og hagvöxt. Portúgal rauf 3% múrinn árið 2001 og ári seinna voru það Frakkland og Þýskaland sem ekki héldu sig innan þeirra marka. Árið 2003 bættust Holland og Grikkland í hóp þessara ríkja og árið eftir Ítalía.62 Síðan þá hafa fjölmörg ríki bæst í þennan hóp. Einungis fjögur lönd í Evrópusambandinu hafa haldist innan samkomulagsins hvað varðar skuldastöðu og fjárlagahalla ef litið er allt til ársins 1998 en það eru Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð. Þá var ljóst að ýmis ríki höfðu gripið til ýmissa bókhaldsaðgerða til að fela eða lækka opinbera skuldastöðu, t.d. með því að styðjast við fjármálagjörninga sem síðan voru ekki skilgreindir sem ríkisskuldir með því að teygja alþjóðlega reikningsskilastaðla til hins ítrasta.

 

3.1.5 Evrukreppan

Evrukreppan byrjaði á árinu 2009 í kjölfar þeirra umbrota sem urðu á fjármálamörkuðum heimsins sem hófst með gjaldþroti Lehman bankans í Bandaríkjunum. Þessi vandræði eru í raun samspil nokkurra þátta og ber þar hæst skuldavanda einstakra ríkja, bankakreppa og að auki sú staðreynd að hagvöxtur er veikur víða á svæðinu og samkeppnishæfni fer versnandi. Um er að ræða flókna atburði og hér verður stiklað á stóru til að veita yfirlit um það hvernig þessir þættir vinna saman.

Ein afleiðing fjármálakreppunnar var sú að þegar skuldir hins opinbera og einstaklinga hækkuðu komust nokkur lönd á evrusvæðinu í þá aðstöðu að þau áttu erfitt með að fjármagna skuldir sínar eða endursemja um þær. Við þetta bættist að bankar á svæðinu hafa glímt við yfirvofandi lausafjárvanda. Evran átti að leiða til aukins samruna fjármálamarkaða og efnahagslífs á Evrusvæðinu.

Evrukreppan er afleiðing þess að hagkerfi álfunnar eru ólík en auk þess hefur þessi veikleiki aukið vandann af kreppunni. Hér að framan var fjallað um efnahagslega sundurleitni innan Evrópusambandsins. Sundurleitnin á evrusvæðinu lýsir sér meðal annars í því að þrátt fyrir að hin ýmsu lönd svæðisins búi við sömu mynt og sömu peningastjórn eru lánakjör til heimila og fyrirtækja mjög mismunandi eftir löndum.

 

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 8.3.2014 - 12:33 - FB ummæli ()

Füle og Össur um stækkunarferlið – hlustið vel

Lesendur eru beðnir að hlusta vel á orð Össurar Skarphéðinssonar og Stefans Füle um stækkunarferlið í myndbandi sem ná má í með því að smella á meðfylgjandi tengil, hugleiða orð þeirra og meta hvað þau merkja fyrir þá stöðu sem Ísland er í. Vinsamlegast smellið á tenginguna hér fyrir neðan og hlustið vel. Er einhver að segja ósatt um undanþágur?

http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8

Orðið ‘derogations’ í innleggi Füle merkir „það að víkja lögum að hluta til til hliðar“ (Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi, Örn og Örlygur 1991).

Flokkar: Dægurmál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur