Jú, bæði löndin eru með gjalmiðla sem enginn utan landsteinanna lítur við og gengið er ákveðið af gömlum stalínistum trotskyistum.
Annað sem löndin eiga sameiginlegt er að í báðum eru verksmiðjur þar sem framleiddar eru vörur til útflutnings sem seldar eru fyrir raunverulega peninga. Þeim gjaldeyri er svo skipt í innlenda gjaldmiðilinn og starfsfólkinu greidd launin í honum.
Getuleysi stjórnmálamanna við „hagstjórn“ hefur löngum verið talin helsta ástæða þess að krónan hefur hrapað í verðgildi eins og steinvala í urð Hafnarfjalls. En nú er kominn annar sökudólgur: Verkalýðsfélögin. Þau heimtuðu alltaf hærri og hærri laun óháð getu efnahagslífsins til að greiða þau.
Það er því kominn tvöföld ástæða fyrir því að hætta að berja höfðinu við steininn.