Færslur fyrir flokkinn ‘Spaugilegt’

Fimmtudagur 26.05 2016 - 20:04

Vöggugjöfin X – Litgreining

Í óformlegri litgreiningu á afstöðu alþingismanna til bjórs frá u.þ.b. 1932 til 1988 kemur í ljós að bláir eru í afgerandi meirihluta með bjór, appelsínugulir eru í rúmum og bleikir í tæpum. Rauðu kallarnir eru í afgerandi meirihluta á móti bjór, en grænir í tæpum. Það kemur ekki á óvart að rauðu kallarnir eru hvað harðastir á […]

Miðvikudagur 18.05 2016 - 00:08

Vöggugjöfin IX – Bjór

Á vorþinginu 1988 dúkkaði enn upp frumvarp um að leyfa bjór, nú undir forystu Ólafs G. Einarssonar. Andstæðingar bjórsins reru orðið gegn straumnum því samkvæmt skoðanakönnunum vildi yfir helmingur landsmanna nú sjálfur getað sagt „nei takk“ við bjór rétt eins og honum var treyst til að segja „nei takk“ við léttvínsglasi og „nei takk“ við vodkastaupi. Sem betur fer var […]

Þriðjudagur 29.03 2016 - 02:02

Vöggugjöfin VIII – Hvítasta blóðkornið

Frumvörp um að leyfa bjór birtust eins og meinvörp á Alþingi á níunda áratugnum. Ónæmiskerfið stóðst sýkinguna 1984, en eitthvað var á seiði því varnarmátturinn fór þverrandi. Var þjóðarlíkaminn að helsýkjast eða voru þetta vaxtarverkir á þroskabrautinni? Vaxtarverkir ef eitthvað var að marka þá sem vildu treysta hverjum og einum fyrir sjálfum sér, en helsýkjast ef eitthvað var […]

Miðvikudagur 09.03 2016 - 17:06

Vöggugjöfin VII – Arsenik

Meðan bjórinn var bannaður með lögum var glæpur að brugga hann, glæpur að kaupa hann, gæpur að halda á flöskunni, glæpur að færa stútinn að vörunum, glæpur að súpa á honum og glæpur að kyngja honum. Hver einasti maður sem það gerði var sannkallaður glæpamaður, brotlegur við lögin í landinu. Á hinn bóginn var viskí á klaka […]

Mánudagur 29.02 2016 - 21:36

Öldrykkja barna

En þetta byrjaði allt 1932. Um vorið lagði Jón Auðunn Jónsson alþingismaður fram frumvarp um að leyfa bruggun, sölu og meðferð áfengs öls. Meðflutningsmenn voru Bergur Jónsson, Ólafur Thors, Lárus Helgason og Jónas Þorbergsson. Það sofnaði í nefnd. Sömu þingmenn lögðu frumvarpið aftur fram á næsta þingi. Á þessum árum var bjór og sterkvín bönnuð, en léttvín, svokölluð Spánarvín, höfðu verið á borðum landsmanna frá […]

Þriðjudagur 26.01 2016 - 04:56

Vöggugjöfin VI — Mungát?

Þá snúum við aftur að hörmung þeirri þegar mungát var aftur leyft í landinu eftir 75 ára yndislega fjarveru. Þrátt fyrir viðvaranir vitringa og snillinga var það á einhvern óskiljanlegan hátt leyft aftur. Þjóðin, mannlífið og menningin hefur ekki borið sitt barr síðan. Ef við viljum sporna við fótum og forðast frekari hnignun þjóðlífsins (til dæmis ef […]

Miðvikudagur 20.01 2016 - 04:46

Vöggugjöfin V — Kynvitrun

Stundum er sagt að reynslan sé besti kennarinn og er vitaskuld átt við að þín reynsla sé minn kennari. Það er að minnsta kosti mat snillinganna okkar, spakvitringanna, sem vita fyrir vitrun eða meðfædda gáfu — nema hvort tveggja sé — hvað okkur hinum er fyrir bestu, betur en okkur sjálfum. Fátt er göfugra og virðingarverðara en […]

Miðvikudagur 25.11 2015 - 16:42

Vöggugjöfin IV — Sykurvitrun

Kunningi minn kom að máli við mig og sagði að þótt að hann teldi sig vita manna best hvað öðru fullorðnu og sjálfráða fólki er fyrir bestu kannaðist hann ekki við að hafa fengið vöggugjöfina góðu í fæðingargjöf. „Hvernig stendur á þessu?“ sagði hann. Á þessu er einföld skýring. Þótt vöggugjöfin sé meðfædd er ekki þar með sagt að menn […]

Þriðjudagur 17.11 2015 - 06:15

Vöggugjöfin III — Einkaútvarp?

Skilvindan heldur áfram að snúast og greinir smátt og smátt að rjóma þessa lands og undanrennu þessa lands. Ert þú meðal hinna útvöldu sem veist fyrir meðfædda náðargáfu betur en ég sjálfur hvað mér er fyrir bestu? Ef þú telur að svo sé — þótt það sé ekki nema óljós fiðringur — taktu þá prófið. Þú gætir unnið bol. […]

Föstudagur 06.11 2015 - 05:06

Vöggugjöfin II — Öl?

Fékkst þú þá einstöku náðargáfu í vöggugjöf að vita hvað öðrum, betur en þeim sálfum, er fyrir bestu? Ef þú telur að svo sé — þótt það sé jafnvel aðeins óljós, kitlandi tilfinning — taktu þá snillingsprófið. Líkurnar á að þú sért snillingur og vitringur eru talsverðar vegna þess að hlutfall slíkra virtúósa á Íslandi er með því hæsta í […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur