Þriðjudagur 29.03.2016 - 02:02 - FB ummæli ()

Vöggugjöfin VIII – Hvítasta blóðkornið

Frumvörp um að leyfa bjór birtust eins og meinvörp á Alþingi á níunda áratugnum. Ónæmiskerfið stóðst sýkinguna 1984, en eitthvað var á seiði því varnarmátturinn fór þverrandi. Var þjóðarlíkaminn að helsýkjast eða voru þetta vaxtarverkir á þroskabrautinni? Vaxtarverkir ef eitthvað var að marka þá sem vildu treysta hverjum og einum fyrir sjálfum sér, en helsýkjast ef eitthvað var að marka spekinga og vitringa, ekki síst meðal lækna og vísindamana. Til dæmis sagði Þorkell Jóhannesson prófessor í lyfjafræði að það væri „óskhyggja að draga megi úr neyslu annars áfengis með áfengum bjór“ og Pétur Pétursson læknir sagði það sannfæringu sína að áfengt öl myndi auka áfengisneyslu ungmenna og dagdrykkju þjóðarinnar.

AlthingismennBanner6b1985 endurlagði Jón Baldvin Hannibalsson ásamt Guðrúnu Helgadóttur, Friðriki Sophussyni, Ellerti B. Schram og Guðmundi Einarssyni  fram bjórfrumvarpið frá þinginu áður. Í þetta sinn brugðust hvítu blóðkornin algerlega í neðri deildinni vegna þess að það komst alla leið í atkvæðagreiðslu.

Þessir afvegaleiddu þingmenn vildu samþykkja frumvarpið auk Jóns Baldvins og meðflutningsmanna hans: Stefán GuðmundssonSteingrímur HermannssonGuðmundur H. GarðarssonÞorsteinn PálssonEggert HaukdalGuðmundur BjarnasonGunnar G. SchramHalldór ÁsgrímssonHalldór BlöndalHjörleifur GuttormssonJóhanna SigurðardóttirKarvel PálmasonKristín HalldórsdóttirEinar K. GuðfinnssonÓlafur G. EinarssonPálmi JónssonGeir HallgrímssonKristín H. TryggvadóttirKristín S. Kvaran og Bragi Mikaelsson.

AlthingismennBanner7Þessir fyrirmyndarþingmenn voru á móti: Stefán ValgeirssonSteingrímur J. SigfússonSvavar GestssonSverrir HermannsonÞórarinn SigurjónssonAlexander StefánssonFriðjón ÞórðarsonGarðar SigurðssonGeir GunnarssonGuðmundur J. GuðmundssonGuðrún AgnarsdóttirÓlafur Þ. ÞórðarsonPáll Pétursson og Ingvar Gíslason.

BjorinnFelldurMeirihlutinn var afgerandi: 25 með, 14 á móti. Svo fór þó að lokum að stungið var á meininu. Frumvarpið varð ekki að lögum. Guðrún Helgadóttir taldi að þingmenn stjórnuðust af hræðslu við kjósendur, en til stóð á tímabili að láta þjóðina sjálfa kjósa um bjórinn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því var einnig hafnað sem eðlilegt var. Þjóðin var engan veginn í stakk búinn að taka ákvörðun um það sjálf hvort hún vildi að bjór yrði löglegur valkostur. Treysta þjóðinni? Uss, nei.

Snillingsprófið – fimmta spurning

Er bjórlaust Ísland betra land?

__ Já.

__Nei.

Ef svarið er „nei“ ertu sjúkdómseinkenni, ekki plástur.

Ef svarið er „já“ hefurðu enn og aftur staðfest að þú ert hvítasta blóðkornið í þjóðarlíkamanum.

Flokkar: Dægurmál · Spaugilegt · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur