Fimmtudagur 26.05.2016 - 20:04 - FB ummæli ()

Vöggugjöfin X – Litgreining

Í óformlegri litgreiningu á afstöðu alþingismanna til bjórs frá u.þ.b. 1932 til 1988 kemur í ljós að bláir eru í afgerandi meirihluta með bjór, appelsínugulir eru í rúmum og bleikir í tæpum.

Rauðu kallarnir eru í afgerandi meirihluta á móti bjór, en grænir í tæpum.

Það kemur ekki á óvart að rauðu kallarnir eru hvað harðastir á móti bjórnum. Mestu vitringarnir — vitringar vitringanna og snillingar snillinganna — eru meðal þeirra rauðu. Forsjónin virðist hafa gætt flesta þeirra brennandi áhuga og stálvilja til að hugsa fyrir aðra. En hafa þeir getuna? Það er stóra spurningin.

BjortaflaÞetta súlurit sýnir svo ekki verður um villst að ofurmannlegt innsæi, botnlausa djúphygli og óendanlega framsýni var síst að finna meðal blárra kalla. Þeir virtust vera mest utan við sig þegar kom að því að hugsa fyrir annað fullorðið, sjálfráða fólk. Þeir vissu minnst hvað mér var fyrir bestu og virðast hafa ætlast til þess að ég finndi útúr því sjálfur. Hvílík ósvífni!

Bjórunnendur á Íslandi ættu að lyfta krús næst þegar þeir fara á krána og skála fyrir aumingjaskap bláu kallanna, því án þessa einstaka afglapaháttar væri bjór trúlega enn ólöglegur. Innlendir bjórframleiðendur geta sömuleiðis lyft krús í þakklætisskyni við þá bláu. Þær eru ófáar milljónirnar í beinhörðum gjaldeyri sem bjórinn hefur skilað hagkerfinu síðan hann var leyfður. Áhugafólk um bætta drykkjusiði landans geta líka lyft glasi. Þeir hafa batnað. Áhyggjufólk um drykkju ungmenna geta andað léttar. Drykkja unglinga og barna hefur minnkað stórkostlega.

Villuráfandi kjósendur geta stuðst við þessa litgreiningu þegar þeir velja sér flokk til að merkja við á kjörseðlinum í næstu kosningum. Þeir sem vilja láta hugsa fyrir sig í stóru sem smáu, ættu að kjósa rauða eða græna kalla, en þeir sem vilja bera ábyrgð á sér og sínum ættu að kjósa appelsínugula eða bláa.

Flokkar: Dægurmál · Lífstíll · Spaugilegt · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur