Spámaður er nefndur Peter Gunter. Hann var prófessor við háskóla í Texas.
Peter var ómyrkur í máli þegar hann rýndi í framtíðina 1970:
„Lýðfræðingar eru nánast allir sammála um að framtíðin muni bera þetta í skauti sér: Um 1975 mun hungursneyð [vegna offjölgunar mannkyns] hefjast á Indlandi og mun neyðin aukast jafnt og þétt uns allt landið er undirlagt. 1990 hefst hungursneyð í Pakistan, Kína og í austurhluta Afríku. Í kringum árið 2000 eða jafnvel fyrr verður sultur í Suður- og Mið-Ameríku […] Eftir þrjátíu ár mun allur heimurinn að Vestur Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu undanskilinni svelta.“
Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu).
___ Peter hafði rétt fyrir sér.
___ Peter hafði rangt fyrir sér.