Mánudagur 27.05.2019 - 17:28 - FB ummæli ()

Heimsendaspámaðurinn Peter Gunter

Peter Gunter um það leyti sem hann rýndi með sinni skörpu greind og mikla innsæi inn í framtíðina.

Spámaður er nefndur Peter Gunter. Hann var prófessor við háskóla í Texas.

Peter var ómyrkur í máli þegar hann rýndi í framtíðina 1970:

„Lýðfræðingar eru nánast allir sammála um að framtíðin muni bera þetta í skauti sér: Um 1975 mun hungursneyð [vegna offjölgunar mannkyns] hefjast á Indlandi og mun neyðin aukast jafnt og þétt uns allt landið er undirlagt. 1990 hefst hungursneyð í Pakistan, Kína og í austurhluta Afríku. Í kringum árið 2000 eða jafnvel fyrr verður sultur í Suður- og Mið-Ameríku […] Eftir þrjátíu ár mun allur heimurinn að Vestur Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu undanskilinni svelta.“

Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu).

___ Peter hafði rétt fyrir sér.

___ Peter hafði rangt fyrir sér.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur