Færslur fyrir flokkinn ‘Menning og listir’

Þriðjudagur 23.10 2018 - 17:40

Leigubílstjórar og rithöfundar

Eins og alþjóð veit, eða amk. ætti að vita, sömdu leigubílstjórar sjálfir frumvarp til laga sem færði félagsmönnum stéttarfélags þeirra, Hreyfli, einokunaraðstöðu á markaðnum. Með þessari stuttu og úthugsuðu ritsmíð skutu leigubílstjórar rithöfundum ref fyrir rass. Rithöfundum þessa lands sem maður fyrirfram hefði haldið að myndu beita stílfærni sinni og útsjónarsemi við að tryggja afkomu sína og velferð í harðri […]

Föstudagur 02.02 2018 - 20:00

Morðingi æskulýðsins

Skelfilegar fréttir berast nú frá Bandaríkjunum. Ríkjasambandið er við það að hætta að amast við notkun marijuana! Kólóradó, Kalifornía, Alaska, Nevada, Oregon og fleiri hafa stigið það óheillaskref. Talið er að flest ef ekki öll fylgi í kjölfarið á næstunni. Það má ekki gerast! Ég vona svo sannarlega að engum detti í hug að hætta að […]

Miðvikudagur 25.05 2016 - 01:07

Skautað á Austurvelli 1940

Þessa skemmtilegu ljósmynd frá 1940 rakst ég á í myndalbúmi frænda míns, Duane Champlain. Faðir hans Daniel Dolph Champlain (1916-1989) gegndi herþjónustu á Íslandi á stríðsárunum. Hann kynntist móðursystur minni Áróru Björnsdóttur Hjartar (1922-2009) vil ég trúa á Borginni og felldu þau hugi saman. Þau eignuðust tvö börn, áðurnefndan Duane (1944) og Deborah (1948-1997). Daniel […]

Miðvikudagur 18.05 2016 - 00:08

Vöggugjöfin IX – Bjór

Á vorþinginu 1988 dúkkaði enn upp frumvarp um að leyfa bjór, nú undir forystu Ólafs G. Einarssonar. Andstæðingar bjórsins reru orðið gegn straumnum því samkvæmt skoðanakönnunum vildi yfir helmingur landsmanna nú sjálfur getað sagt „nei takk“ við bjór rétt eins og honum var treyst til að segja „nei takk“ við léttvínsglasi og „nei takk“ við vodkastaupi. Sem betur fer var […]

Miðvikudagur 09.03 2016 - 17:06

Vöggugjöfin VII – Arsenik

Meðan bjórinn var bannaður með lögum var glæpur að brugga hann, glæpur að kaupa hann, gæpur að halda á flöskunni, glæpur að færa stútinn að vörunum, glæpur að súpa á honum og glæpur að kyngja honum. Hver einasti maður sem það gerði var sannkallaður glæpamaður, brotlegur við lögin í landinu. Á hinn bóginn var viskí á klaka […]

Þriðjudagur 17.11 2015 - 06:15

Vöggugjöfin III — Einkaútvarp?

Skilvindan heldur áfram að snúast og greinir smátt og smátt að rjóma þessa lands og undanrennu þessa lands. Ert þú meðal hinna útvöldu sem veist fyrir meðfædda náðargáfu betur en ég sjálfur hvað mér er fyrir bestu? Ef þú telur að svo sé — þótt það sé ekki nema óljós fiðringur — taktu þá prófið. Þú gætir unnið bol. […]

Föstudagur 06.11 2015 - 05:06

Vöggugjöfin II — Öl?

Fékkst þú þá einstöku náðargáfu í vöggugjöf að vita hvað öðrum, betur en þeim sálfum, er fyrir bestu? Ef þú telur að svo sé — þótt það sé jafnvel aðeins óljós, kitlandi tilfinning — taktu þá snillingsprófið. Líkurnar á að þú sért snillingur og vitringur eru talsverðar vegna þess að hlutfall slíkra virtúósa á Íslandi er með því hæsta í […]

Fimmtudagur 29.10 2015 - 04:25

Vöggugjöfin I — Mjöður?

Íslenska þjóðin er einstök fyrir það hve marga snillinga hún á. Snillinga sem fengu þá náðargáfu í vöggugjöf að vita miklu betur en ég hvað mér sjálfum er fyrir bestu. Og ekki bara mér, heldur öllum! Raunar væri nær að tala um gáfur frekar en gáfu vegna þess að vöggugjöfin samanstendur af nokkrum haganlega innpökkuðum bögglum sem innihalda […]

Sunnudagur 07.12 2014 - 17:21

Hvað hefði Alfreð gert?

Alfreð Elíasson stofnandi og forstjóri Loftleiða áttaði sig snemma á því að með lágu fargjaldi og betri sætanýtingu væri hægt að skapa jafn mikil eða meiri verðmæti en með háu fargjaldi og verri sætanýtingu. Sú stefna gerði Loftleiðir m.a. að stærsta fyrirtæki landsins á sínum tíma. Loftleiðir „aflaði“ t.d. meira en íslenski togaraflotinn samanlagður 1968. Ímyndum […]

Mánudagur 10.11 2014 - 17:02

Gamla konan í vagninum

„Ertu í yfirstétt, millistétt eða lágstétt?“ spurði gömul kona sem sat við hliðina á mér í strætisvagninum. „Ertu að tala við mig?“ spurði ég. „Já, ég er að tala við þig,“ sagði hún og endurtók spurninguna. „Ég veit það ekki,“ sagði ég. „Er stéttskiptingarhugtakið ekki bara gamall misskilningur sem hefur enga raunverulega merkingu?“ „Öðru nær,“ sagði […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur