Michael Lewis sem svo eftirminnilega var dreginn á asnaeyrunum í Íslandsheimsókn sinni skömmu eftir hrunið er hálfgerður seppi þeirra sem sáu þetta sama hrun fyrir. Svo mikill að hann skrifaði heila bók um þá, The Bigh Short. Efniviður bókarinnar var síðar notaður í samnefnda kvikmynd sem naut mikilla vinsælda. Ef Michael Lewis hefði verið sagt í heimsókn […]
Andstæðingar Davíðs Oddssonar mega eiga það að þeir komu einni ranghugmynd á legg sem reynst hefur langlíf. Hún er sú að hann hafi nánast verið einræðisherra á Íslandi. Af því draga margir þá ályktun að fyrst hann var svona voldugur þá hljóti a) bankahrunið á Íslandi að vera honum að kenna og b) hinum vestræna heimi líka. […]
Eins og öllum ætti að vera orðið ljóst studdi Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi fyrsta Icesave-samninginn sem hinn alóreyndi samningamaður Svavar Gestsson gerði sumarið 2009, en hann var langversti samningurinn af þeim sem gerðir voru. Með honum hefðu níðþungar byrðar verið lagðar á Íslendinga, ekki síst vegna vondra vaxtakjara á „láni“ sem Bretar og Hollendingar tóku upp […]