Eins og alþjóð veit, eða amk. ætti að vita, sömdu leigubílstjórar sjálfir frumvarp til laga sem færði félagsmönnum stéttarfélags þeirra, Hreyfli, einokunaraðstöðu á markaðnum. Með þessari stuttu og úthugsuðu ritsmíð skutu leigubílstjórar rithöfundum ref fyrir rass. Rithöfundum þessa lands sem maður fyrirfram hefði haldið að myndu beita stílfærni sinni og útsjónarsemi við að tryggja afkomu sína og velferð í harðri […]
Fljótlega eftir að bíllinn nam land á Íslandi fyrir alvöru 1913 voru sett „Lög um notkun bifreiða“. Í fyrstu var eitt almennt ökupróf. Um 1920 bættist meirapróf við. Þeir sem stóðust meirapróf gátu hafið útgerð leigubíla. (Alfreð Elíasson stofnandi og forstjóri Loftleiða var einn þeirra manna sem það gerði svo dæmi sé tekið). Þannig var það fram […]
Maður sem býr í útlöndum heimsótti Ísland nýlega. Hann var staddur í boði í heimahúsi síðla kvölds þegar einn gestanna bjóst til brottfarar og símaði á leigubíl. „Ég ætla að panta leigubíl í Flyðrufold 70, takk,“ sagði gesturinn. Maðurinn veitti þessu athygli og fannst hann vera horfinn á vit fyrri tíðar. Ástæðan fyrir því að honum þótti þetta […]
Spurt er: Hefði Über getað orðið til á Íslandi? Svarið er nei, næstum örugglega ekki. Það er vegna þess að festan sem rentukóngurinn er svo duglegur að koma á hlutina er svo alltumlykjandi að nýjar hugmyndir fæðast ekki. Og þótt þær fæddust þá væri engin aðstaða til að þróa þær. Nú eru Íslendingar yfirleitt þjóða fyrstir að […]