Færslur með efnisorðið ‘Loftleiðir’

Föstudagur 12.08 2016 - 16:25

Rentukóngurinn – Festa über alles

Spurt er: Hefði Über getað orðið til á Íslandi? Svarið er nei, næstum örugglega ekki. Það er vegna þess að festan sem rentukóngurinn er svo duglegur að koma á hlutina er svo alltumlykjandi að nýjar hugmyndir fæðast ekki. Og þótt þær fæddust þá væri engin aðstaða til að þróa þær. Nú eru Íslendingar yfirleitt þjóða fyrstir að […]

Fimmtudagur 04.08 2016 - 06:11

Rentukóngurinn – Festa á hlutunum

Einn helsti styrkur rentukóngsins er að hann kemur festu á hlutina. Innanlandsflugið fyrir 1952 er gott dæmi. Þar sem áður var opinn, ógnvænlegur, spennandi og krefjandi markaður var nú komin ein föst stærð með einum sællegum rentukóngi. Sama á við um mjólkurvörumarkaðinn. Þar er svo mikil festa á hlutunum að næstum hver einasta vara í mjólkurkælinum […]

Mánudagur 27.06 2016 - 09:32

Rentukóngurinn – Skotheld rök

Stundin rann upp. Fulltrúar Flugfélags Íslands voru mættir. Á miðju borðinu stóð glæsileg súkkulaðikaka. Einhver bið var eftir Loftleiðamönnum. Björn Ólafsson, óvilhallur flugmálaráðherra allrar þjóðarinnar, gekk í salinn með brasshúðaðan kökuhníf í hendi tilbúinn að skera kökuna í réttlátar og sanngjarnar sneiðar. Loftleiðamenn hlutu að birtast á hverri stundu. Það leið og beið. Ekkert bólaði á Loftleiðamönnum. Loks […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 01:18

Rentukóngar verða til

Greiðar samgöngur er grundvallarskilyrði fyrir gjaldeyrisöflun (verðmætasköpun) á Íslandi. Við slíkar aðstæður skila vörur sér hratt og örugglega milli seljenda og kaupenda; vörur sem oft og tíðum eru nauðsynlegar í fyrirtækjarekstri — til dæmis við framleiðslu útflutningsafurða. Ennfremur kemst fólk með verðmæta sérþekkingu fljótt til fundar við viðskiptavini hvar sem er á landinu. Þegar Loftleiðir var stofnað lýðveldisárið […]

Sunnudagur 19.06 2016 - 13:09

Vöxtur og viðgangur rentukóngsins

Búvörusamningarnir sem undirritaðir voru í vetur sýna að vöxtur og viðgangur rentukóngsins er í góðu meðallagi á Íslandi. Það er einkar ánægjulegt vegna þess að rentukóngurinn er eins og lúpínan og framræsluskurðirnir, ómissandi hluti af landslaginu. Rentukóngurinn á það sameiginlegt með beitukónginum að beygjast eins. Að öðru leyti eru þeir býsna ólíkir. En þótt rentukónginn sé […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur