Færslur með efnisorðið ‘Rentukóngur’

Miðvikudagur 25.01 2017 - 16:21

Rentukóngurinn – Donald Trump

Ein tegund rentukóngs er sú sem á fasteignir miðsvæðis. Slíkir rentukóngar geta í krafti þeirra forréttinda verðlagt afnotin sér í vil. Ósjaldan hafa þeir fengið konungdæmið í arf frá foreldrum sínum. Donald Trump forseti Bandaríkjanna er slíkur erfðaprins. Manhattan-eyja, þar sem rætur viðskiptaveldis hans eru, er svæði sem afmarkast af náttúrulegum ástæðum (er tæpir 60 ferkílómetrar með um 850 þúsund fasteignum). […]

Föstudagur 19.08 2016 - 06:25

Rentukóngurinn – Amish áhrifin

Þegar rentukóngur hefur komið sér þægilega fyrir á markaði með vöruna sína tekur við lögmál sem kalla mætti Amish-áhrifin. Amish-áhrifin lýsa sér í því að vöruþróun hægir á sér eða stöðvar alveg, fjölbreytni minnkar, nýir aðilar geta ekki reynt fyrir sér, öldungaráð eða nefnd ákveður verð og ný lönd eru ekki numin. Það verður að taka skýrt fram […]

Föstudagur 12.08 2016 - 16:25

Rentukóngurinn – Festa über alles

Spurt er: Hefði Über getað orðið til á Íslandi? Svarið er nei, næstum örugglega ekki. Það er vegna þess að festan sem rentukóngurinn er svo duglegur að koma á hlutina er svo alltumlykjandi að nýjar hugmyndir fæðast ekki. Og þótt þær fæddust þá væri engin aðstaða til að þróa þær. Nú eru Íslendingar yfirleitt þjóða fyrstir að […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 01:18

Rentukóngar verða til

Greiðar samgöngur er grundvallarskilyrði fyrir gjaldeyrisöflun (verðmætasköpun) á Íslandi. Við slíkar aðstæður skila vörur sér hratt og örugglega milli seljenda og kaupenda; vörur sem oft og tíðum eru nauðsynlegar í fyrirtækjarekstri — til dæmis við framleiðslu útflutningsafurða. Ennfremur kemst fólk með verðmæta sérþekkingu fljótt til fundar við viðskiptavini hvar sem er á landinu. Þegar Loftleiðir var stofnað lýðveldisárið […]

Sunnudagur 19.06 2016 - 13:09

Vöxtur og viðgangur rentukóngsins

Búvörusamningarnir sem undirritaðir voru í vetur sýna að vöxtur og viðgangur rentukóngsins er í góðu meðallagi á Íslandi. Það er einkar ánægjulegt vegna þess að rentukóngurinn er eins og lúpínan og framræsluskurðirnir, ómissandi hluti af landslaginu. Rentukóngurinn á það sameiginlegt með beitukónginum að beygjast eins. Að öðru leyti eru þeir býsna ólíkir. En þótt rentukónginn sé […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur