Einn góðan veðurdag í Concord-borg í New Hampshire hóf ungur maður, Michael Fisher að nafni, að snyrta neglur í leyfisleysi á túninu fyrir framan Hárklippinga-, snyrtifræða- og fegurðarmálastofu ríkisins. Þetta var í fyrsta sinn sem Michael snyrti neglurnar á öðrum en sjálfum sér. Aðspurður af fréttamanni sem var á staðnum um hversvegna hann ákvað að byrja […]
Spurt er: Hefði Über getað orðið til á Íslandi? Svarið er nei, næstum örugglega ekki. Það er vegna þess að festan sem rentukóngurinn er svo duglegur að koma á hlutina er svo alltumlykjandi að nýjar hugmyndir fæðast ekki. Og þótt þær fæddust þá væri engin aðstaða til að þróa þær. Nú eru Íslendingar yfirleitt þjóða fyrstir að […]
Greiðar samgöngur er grundvallarskilyrði fyrir gjaldeyrisöflun (verðmætasköpun) á Íslandi. Við slíkar aðstæður skila vörur sér hratt og örugglega milli seljenda og kaupenda; vörur sem oft og tíðum eru nauðsynlegar í fyrirtækjarekstri — til dæmis við framleiðslu útflutningsafurða. Ennfremur kemst fólk með verðmæta sérþekkingu fljótt til fundar við viðskiptavini hvar sem er á landinu. Þegar Loftleiðir var stofnað lýðveldisárið […]
Búvörusamningarnir sem undirritaðir voru í vetur sýna að vöxtur og viðgangur rentukóngsins er í góðu meðallagi á Íslandi. Það er einkar ánægjulegt vegna þess að rentukóngurinn er eins og lúpínan og framræsluskurðirnir, ómissandi hluti af landslaginu. Rentukóngurinn á það sameiginlegt með beitukónginum að beygjast eins. Að öðru leyti eru þeir býsna ólíkir. En þótt rentukónginn sé […]