Fimmtudagur 12.9.2019 - 08:57 - FB ummæli ()

Skattalækkun: Efling vill ganga lengra

Eftirfarandi er umsögn Eflingar-stéttarfélags um fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar stjórnvalda, sem er athyglisverð og sýnir skýra stefnu til framtíðar:

 

„Efling lagði mikla áherslu á umbætur í skattamálum fyrir lágtekjufólk í tengslum við kjarasamningana á síðasta vetri.

Meðal annars lét Efling vinna ítarlega úttekt á stöðu og þróun skattbyrðar lágtekjufólks og tillögur um breytingar í átt til sanngjarnara skattkerfis (sjá skýrslu Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar, Sanngjörn dreifing skattbyrðar). Sýnt var hvernig fjármagna mætti umtalsverðar breytingar á skattkerfinu án þess að raska fjárhagsstöðu hins opinbera, og auðfær leið að 20.000 krónu lækkun skatta á mánuði fyrir lægstu tekjur útlistuð.

Í skýrslunni var einnig áréttað að arður, leigutekjur og hagnaður af spákaupmennsku njóta hér óvenju mikilla skattafríðinda. Í raun væri „eina réttláta viðmiðið“ að skattleggja fjármagnstekjur „eins og aðrar tekjur“. Skattaívilnunin sem ríkt fólk býr nú við sé enda „í raun mun verðmætari en það sem ríkið greiðir t.d. í barna- og vaxtabætur til almennings.“

Á grundvelli þessarar vinnu var farið fram á umtalsverða lækkun á skattbyrði láglaunafólks, sem hluta af lífskjarasamningi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. ASÍ sameinaðist síðar um kröfu í sama anda sem þó gekk ekki jafn langt og tillögur Eflingar hvað kostnað og umfang skattalækkana til lægri hópa varðar.

Nú hafa stjórnvöld kynnt efndir sínar á loforðum um skattalækkanir í fjárlögum fyrir næsta ár.

Í megindráttum er komið til móts við kröfur verkalýðsfélaganna um lægra fyrsta álagningarþrep sem færir þeim tekjulægstu um 10.000 króna skattalækkun á mánuði þegar allt verður fram komið, þ.e. á næstu tveimur árum. Skattalækkunin er mest hjá þeim sem hafa mánaðartekjur á bilinu 325.000 til 375.000 króna, en fjarar svo út með hærri tekjum. Þeir sem fá mest fá nálægt 120.000 krónum á ári í lækkun tekjuskatts.

Stjórnvöld höfðu áður, þann 19. febrúar 2019, kynnt hugmyndir sínar um skattalækkun, að hámarki 6.750 krónur, sem kæmi til framkvæmda á þremur árum.

Verkalýðshreyfingin náði því betri niðurstöðu en útlit var fyrir í febrúar. Því má fagna. En lengra þarf að ganga.

Tvöfalt skattkerfi

Tillögurnar í fyrrnefndri skýrslu Stefáns Ólafssonar og Indriða H. Þorlákssonar gerðu ráð fyrir því að lækka skatta umtalsvert meira fyrir lág- og millitekjuhópa. Það mætti fjármagna að hluta með því að hækka álagningu á hæstu tekjur og að skattleggja fjármagnstekjur til jafns við launatekjur, eða að minnsta kosti jafn mikið og að meðaltali á hinum Norðurlöndunum.

Einnig voru útfærðar í skýrslunni margvíslegar umbótatillögur um eðlilegri skattheimtu, svo sem með því að draga verulega úr skattaundanskotum.

Við höfum búið við tvöfalt skattkerfi, þar sem eignafólk hefur notið mun lægri álagningar á fjármagnstekjur en launafólk og sloppið við að greiða útsvar af þeim. Auk þess hefur álagning á hæstu tekjur verið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.

Stjórnvöld hafa á síðustu áratugum einnig reynt ítrekað að færa skattbyrði af þeim sem fá háar tekjur og eiga mikinn auð yfir á þá sem vinna fyrir lægst laun. Ekki er tekið á þessu í fyrirhuguðum skattkerfisbreytingum núna.

Sú niðurstaða sem nú er orðin sýnir þó að hægt er að ná umtalsverðum árangri í að lækka skattbyrði láglaunafólks án þess að raska fjármálum hins opinbera á nokkurn hátt – og það jafnvel á samdráttartíma eins og nú er.

Ef farið hefði verið að tillögum Eflingar um frekari tekjuöflun með hátekjuskatti, eðlilegri fjármagnstekjuskatti, auðlegðarskatti, hærri auðlindagjöldum og virkari aðgerðum gegn undanskotum þá hefði vissulega mátt ganga mun lengra í að bæta kjör lægri og milli tekjuhópa.

Efling leggur áherslu á að þetta verði áframhaldandi verkefni í skattaumbótum á komandi árum og mun leggja sitt af mörkum til að ná því fram. Efling hafnar einnig öllum hugmyndum um nefskatta, svo sem veggjöld, og aukna greiðsluþátttöku í velferðarkerfinu, sem leggst alla jafna með mestum þunga á þá sem hafa lægri tekjur. Með réttlátu skattkerfi er hægt að efla velferðarkerfi fyrir alla og stemma stigu við samfélagi sem býður hágæða þjónustu fyrir hálaunafólk, en lágmarksþjónustu fyrir þau tekjulægstu.

Nú hefur náðst áfangi á þessari leið, sem eflir trú okkar á að hægt sé að ganga mun lengra í átt til sanngjarnara skattkerfis fyrir alla. Útrýma þarf sérstökum fríðindum til tekjuhárra og eignamikilla einstaklinga eins og núverandi kerfi býður upp á.“

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 1.9.2019 - 20:53 - FB ummæli ()

Orkan okkar tapar orrustunni – en vinnur stríðið

Ég held að Frosti Sigurjónsson og félagar hans í Orkunni okkar hafi rétt fyrir sér um orkupakkamál Evrópusambandsins.

Þó ímynd Miðflokksmanna sé mjög neikvæð eftir Klausturmálið þá hafa þeir einnig að mestu rétt fyrir sér um orkupakkana.

Orkupakkar 1 og 2 fóru í gegn án umræðu, í skjóli sinnuleysis. En þeir voru skaðlegir hagsmunum íslensku þjóðarinnar (sjá hér).

Almenningur hafði takmarkaðan skilning á málinu og fjölmiðlar stimpluðu andstæðinga þessara tilskipana frá ESB fljótlega sem “íhaldssama” og “gamaldags”.

Það gerði baráttuna erfiðari.

Menntamenn eru margir mjög hlynntir Evrópusambandinu og telja sér trú um að alþjóðavæðing óheftra markaðshátta sé “frjálslynd” og “framsækin”.

Það er hins vegar mikil blekking.

Alþjóðavæðing óheftra markaðshátta er skipan sem þjónar fyrst og fremst hagsmunum þeirra allra ríkustu, fjárfesta og braskara, en sniðgengur að miklu leyti hagsmuni almennings.

Bæði hér og erlendis.

Hættan á því að við töpum forræði yfir auðlindum okkar er mikil. Þetta mun smám saman verða flestum Íslendingum ljósara.

Sinnuleysi almennings er þó enn alltof mikið – en það mun breytast þegar málið skýrist betur.

 

Sinnuleysið sigrar á morgun

Stór meirihluti þingmanna mun á morgun samþykkja innleiðingu tilskipanar ESB um 3ja orkupakkann.

En þau sem það gera munu einungis fagna sigri í einni orrustu, því stríðinu er ekki lokið.

Það heldur áfram og málið verður skýrara og andstaðan árangursríkari þegar fjórði orkupakkinn kemur á dagskrá – og enn frekar þegar sá fimmti lítur dagsins ljós.

Markmið ESB er að samþætta orkumarkaði allra Evrópuríkja, með tengingum milli landa og einkavæðingu opinberra orkufyrirtækja, í nafni óheftra markaðshátta og gervisamkeppni – undir forræði evrópskrar stjórnsýslustofnunar.

Ef við festumst í þessu neti mun orkuverð til heimila og smærri fyrirtækja hér á landi hækka mikið.

Framvinda málsins á meginlandi Evrópu mun smám saman skýra hvað er í húfi.

Aþjóðavæðing óheftra markaðshátta hefur almennt gengið of langt – meðal annars á vettvangi Evrópusambandsins.

Gallar þeirrar þróunar munu smá saman verða öllum ljósari.

Frosti og félagar munu því hrósa sigri í stríðinu – þó síðar verði.

 

Síðasti pistill: Eignarhald banka: Sjálfstæðismenn gegn þjóðinni

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 6.8.2019 - 10:43 - FB ummæli ()

Eignarhald banka: Sjálfstæðismenn gegn þjóðinni

Sjálfstæðismenn keyra nú á þeirri stefnu sinni að selja Íslandsbanka að fullu og einnig meirihluta ríkisins í Landsbankanum. Vilja drífa í þessu áður en fólk áttar sig á hvað er að gerast.

Sjálfstæðismenn vilja að ríkið verði einungis áhrifalítill minnihlutaeigandi Landsbankans.

Þjóðin er á allt annarri skoðun.

Í könnum sem nefnd fjármálaráðherra um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lét gera í fyrra kom fram að um 81% almennings eru jákvæð gagnvart ríkiseign banka (sjá hér).

Í könnun Fréttablaðsins sem birt var í síðustu viku kemur fram að um 60% almennings vilja auka eða halda óbreyttu eignarhaldi ríkisins á bönkunum.

Einungis um 5,1% vilja að ríkið selji alla hluti sína í bönkunum og rétt rúmlega þriðjungur vill minnka hlut ríkisins eitthvað (sjá hér).

Þetta er skýrt: Stór meirihluti almennings vill að ríkið eigi áfram eða auki eignarhald sitt á bönkunum.

 

Reynslan: Mikil áhætta af einkaeign banka

Þetta er skynsamlegt hjá þjóðinni.

Því Íslendingar hafa óvenju slæma reynslu af einkaeign banka.

Ríkið átti Landsbankann farsællega í 117 ár, fram til 2003 er hann var að fullu einkavæddur.

Það tók einkaaðilana þá um 5 ár að reka Landsbankann og bankakerfið nær allt í risagjaldþrot – með gríðarlega neikvæðum afleiðingum fyrir lífskjör almennings.

Nú segir nýfrjálshyggjumaðurinn Óli Björn Kárason að „ríkið eigi ekki að taka áhættu af því að eiga bankana“.

En áhætta ríkisins af einkaeign bankanna er miklu meiri!

Miklu meiri!

Það kennir tíu ára gömul reynsla okkar af hruninu.

Ríkisrekinn Landsbankinn er þar að auki að skila betri rekstrarafkomu nú en hinir tveir bankarnir, þar á meðal hinn einkarekni Arion banki (sjá hér).

 

Mikill ábati er af ríkiseign banka.

Þjóðin fær ekki einungis meira öryggi af ríkiseign banka.

Hún hefur fengið um 207 milljarða í arðgreiðslur af eignarhaldi sínu á Landsbankanum og Íslandsbankanum á síðustu 5 árum (til 2018).

Pælið í því!

Pælið aftur í því!

Sjálfstæðismenn vilja nú koma þessum mikla arði af ríkisbönkunum í vasa einkaaðila, fárra auðmanna sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanlegir og sem munu styrkja flokkinn sérstaklega fyrir vikið.

Um þetta snýst málið.

Þjóðin þarf að grípa í taumana og gæta hagsmuna sinna.

Það er ekki bara í orkupakkamálinu sem Sjálfstæðisflokkurinn gengur gegn vilja og hagsmunum þjóðarinnar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 29.7.2019 - 15:19 - FB ummæli ()

Ömmi stóð gegn landakaupum erlendra auðmanna

Þegar Ögmundur Jónasson var innanríkisráðherra setti hann reglugerð sem takmarkaði heimildir útlendinga til landakaupa hér á landi.

Skilyrðið var að viðkomandi landakaupandi gæti sýnt fram á búsetu eða áform um atvinnurekstur hér á landi.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda á ný (2013) afnam eftirmaður Ögmundar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, reglugerð hans umsvifalaust. Sagði hana hafa verið á gráu svæði (sem var þó auðvitað út í hött – sjá hér).

Síðan þá hafa hér átt sér stað viðamikil uppkaup erlendra auðmanna á landi, ekki síst tengt veiðihlunnindum (sjá hér). Margir hafa áhyggjur af þessari þróun (sjá hér).

Breski auðmaðurinn Jim Ratcliffe hefur á stuttum tíma keypt um 1% af Íslandi! Sumt af slíkum eignum er skráð í draugafélögum í skattaskjólum.

 

Stefnubreyting?

En nú segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að ríkisstjórnin vilji innleiða slíkar takmarkanir á ný. Um það sé „þverpólitísk samstaða“.

En vilja Sjálfstæðismenn það eitthvað frekar nú en áður?

Þeir hafa alltaf verið andvígir því að takamarka frelsi auðmanna, hvort sem er til landakaupa eða til að braska með fjöregg þjóðarinnar…

Spurningin er því hversu langt Katrín fær að fara með þessu áfrom sem hún talar um.

Nær hún að fara jafn langt og Ögmundur gerði í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms?

Ástæða er til að ætla að Sjálfstæðismenn muni vilja þynna málið út og gera að sýndarbreytingu sem engu máli skiptir …

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 3.7.2019 - 12:16 - FB ummæli ()

Óráðshjal alþingismanns um lífeyrismál

 

Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar æsta grein í Morgunblaðið í dag um það sem hann kallar “tímasprengju” í lífeyrismálum (sjá hér).

Þar leggur hann út af þeirri lýðfræðilegu staðreynd að hlutfall eldri borgara muni fara vaxandi á Íslandi á næstu áratugum – líkt og í öðrum nútímalegum samfélögum.

Segir hann þjóðina ekki hafa efni á svo mikilli fjölgun eldri borgara.

Fólk verði að vinna lengur til að vega á móti þessu. Að öðrum kosti verði að skerða lífskjör þeirra sem eru á vinnumarkaði – eða hækka skatta stórlega.

Allt er þetta hin mesta firra.

Þessar ályktanir Óla Björns eru ýmist á sandi byggðar eða alveg út í hött!

 

Ellilífeyrisþegar framtíðarinnar borga sinn lífeyri sjálfir

Fyrir það fyrsta er fjölgun eldri borgara ekkert sérstakt vandamál hér á landi, því þeir greiða nú þegar stærstan hluta lífeyris síns sjálfir, með söfnun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðunum.

Á næstu áratugum mun sá skyldusparnaður sem í lífeyrissjóðunum er standa undir langstærstum hluta útgjalda þjóðarinnar til ellilífeyris.

Eldri borgarar framtíðarinnar munu að mestu borga sjálfir sinn lífeyri.

Það þarf engar skattahækkanir vegna fjölgunar eldri borgara.

Því síður þarf að skerða kjör vinnandi fólks vegna þessa.

Þetta tal þingmannsins um tímasprengju í opinberum útgjöldum er því alveg út í hött.

Það getur einungis átt við um samfélög þar sem lífeyrir er að mestu fjármagnaður með gegnumstreymiskerfi sem byggir á skattlagningu samtímatekna og þar sem starfsævin er almennt mun styttri en hér á landi.

Öldrunarvandi er nefnilega miklu minna mál á Íslandi en annars staðar.

Sjóðasöfnun lífeyrissjóðakerfisins leysir þann vanda að mestu leyti.

 

Byrði ríkisins af ellilífeyri er minnst á Íslandi meðal OECD-ríkjanna

Það er annað sem þingmaðurinn ætti frekar að huga að í þessu sambandi.

Það er óeðlilega lítið framlag hins opinbera til greiðslu ellilífeyris í gegnum almannatryggingakerfið.

Hvergi í OECD-ríkjunum ber ríkið minni byrðar vegna ellilífeyrismála en á Íslandi.

Ástæðan er óhóflegar skerðingar í almannatryggingakerfinu vegna greiðslna lífeyris úr lífeyrissjóðum.

Þegar lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna hækka (vegna aukinna réttinda nýrra lífeyrisþega) þá lækkar framlag almannatrygginga, líka til lágtekjufólks. Sú skerðing er alltof mikil (sjá t.d. hér).

Þetta er stór ástæða þess að lífskjör núverandi lífeyrisþega eru ófullnægjandi.

Hinar óhóflegu skerðingar almannatryggingakerfisins gera það að verkum að útgjöld ríkisins til ellilífeyrisgreiðslna eru jafn lág og raun ber vitni.

Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, sem sýnir útgjöld hins opinbera til ellilífeyris meðal OECD-ríkjanna.

Mynd 1: Útgjöld hins opinbera til ellilífeyrisgreiðslna, sem % af landsframleiðslu 2015 til 2017.

 

Ísland (rauða súlan) er með langlægstu útgjöldin, eða rúmlega 2% þegar meðaltal OECD-ríkjanna er 7,5% og fer hæst í um 16%.

Þegar þróun útgjalda ríkisins til ellilífeyris er skoðuð yfir tíma þá hefur hlutfallið rokkað í kringum 2% af vergri landsframleiðslu (sbr. Hagstofa Íslands).

Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun eldri borgara á síðustu tveimur áratugum þá hefur byrði ríkisins af slíkum útgjöldum ekki aukist að neinu ráði.

Allt tal um mikla byrði ríkisins af framfærslu eldri borgara í dag og hræðsluáróður um mikla aukningu slíkrar byrði á næstu áratugum er því út í hött.

Íslendingar vinna lengur fram eftir aldri en aðrar þjóðir – svo um munar. Ræða má um hækkun lífeyristökualdurs samhliða hækkun meðalaldurs – en í allt öðru samhengi en Óli Björn gerir.

Ellilífeyrisþegar borga þegar stærstan hluta eigin ellilífeyris sjálfir og munu gera það í enn ríkari mæli á næstu áratugum.

 

Nýfrjálshyggjuórar eða leiftursókn gegn lífskjörum?

Spyrja má hvað þingmanninum gengur til með svo villandi málflutningi?

Óli Björn Kárason er þekktur sem talsmaður nýfrjálshyggju í Sjálfstæðisflokknum.

Er þetta hluti af einhvers konar herferð til að skerða kjör lífeyrisþega eða launafólks, líkt og einkennt hefur hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar á liðnum áratugum?

Kanski eldri borgarar í Sjálfstæðisflokknum ættu að lesa Óla Birni pistilinn og koma honum á réttara ról?

——————————————

Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og starfar í hlutastarfi sem sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 22.5.2019 - 10:04 - FB ummæli ()

Vextir lækka: Allt samkvæmt áætlun

Seðlabankinn tilkynnti í dag lækkun stýrivaxta um 0,5 prósentistig (sjá hér).

Það var ein af forsendum Lífskjarasamningsins að vextir myndu lækka, til hagsbóta fyrir skuldara.

Mat aðila samningsins var að með útfærslu samningsins væru skapaðar forsendur er gætu stuðlað að lækkun vaxta.

Það hefur nú gengið eftir.

Í stíl við tíðarandann má segja að þetta sé „allt samkvæmt áætlun“!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 8.5.2019 - 15:04 - FB ummæli ()

Óheillaþróun frá orkupökkum ESB til HS Orku

Í umræðum um orkupakka 3 er oft sagt að hann skipti litlu máli á meðan ekki er lagður strengur til orkuútflutnings frá Íslandi til Evrópu.

Þetta er villandi málflutningur.

Orkupakki 3 er hluti af lengri tíma þróun skipanar orkumála, sem einkum stefnir að aukinni markaðsvæðingu og einkavæðingu opinberra orkufyrirtækja. Þetta er meðal annars fært í þann búning að um sé að ræða aukna samkeppni sem styrki stöðu heimila og fyrirtækja, sem eigi svo að koma fram í betri og ódýrari þjónustu.

Sá hængur er þó á þessari stefnu Evrópusambandsins að einkum er um að ræða gervisamkeppni, sem mun litlum ábata skila til neytenda. Verðhækkanir á orku til almennings eru líklegasta afleiðingin hér á landi.

Hins vegar er mikil ágóðavon falin í þessari stefnu fyrir einkafjárfesta sem fá tækifæri til að eignast hluti í opinberum orkuveitum.

Þegar tilskipun ESB um nýja skipan orkumála frá 1997 var innleidd í lög á Íslandi með raforkulögum árið 2003 voru flestir forsvarsmenn raforkufyrirtækja landsins þeim andvígir (sjá t.d. hér).

Helstu rökin gegn þessari breytingu voru þau, að samlegðaráhrif myndu tapast, m.a. með tvöföldun yfirbygginga orkufyrirtækja, sem leiddi til aukins kostnaðar og hærra verðs fyrir notendur orkunnar.

 

Krafan um uppskiptingu opinberra orkufyrirtækja og einkavæðingu

Fyrstu merki hinnar nýju skipanar hér á landi komu fram í kröfum um uppskiptingu opinberra orkuveita (t.d. Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur).

Mest áberandi í fyrstu var uppskipting Hitaveitu Suðurnesja í HS orku og HS veitur.

Síðan komu einkafjárfestar að eign HS orku, með gleiðbrosandi braskgosann Ross Beaty frá Kanada fremstan í flokki. Hann var sagður hafa ætlað að koma með fé inn í reksturinn – sem reyndist blekking.

Hann fékk í reynd lánað fyrir kauverðinu frá seljandanum (Reykjanesbæ). Eignarhlut sinn setti hann inn í skúffufyrirtæki í Svíþjóð og þaðan var hann svo fluttur undir aðrar kennitölur, sjálfsagt með viðkomu í erlendum skattaskjólum – eins og háttur alþjóðlegra braskara er.

Markmið braskarans frá Kanada var aldrei annað en að eiga þennan arðvænlega hlut í einhvern tíma og selja hann svo aftur á mun hærra verði.

Það hefur hann nú gert og er um þessar mundir upptekinn af því að braska með gull (sjá hér).

Ekkert gott kom út úr þessu fyrir íbúa Suðurnesja. Reykjanesbær gaf frá sér þennan verðmæta eignarhlut  og varð af þeim arði er hann skilaði til erlenda braskarans – sem ekkert lagði af mörkum til starfseminnar.

Góðu heilli er HS orka nú komin í meiri mæli í eigu íslenskra lífeyrissjóða.

 

Orkupakki 3 gengur lengra í óheillaáttina

Orkupakki 3 og síðan Orkupakkar 4 og 5 eru framhald þeirrar þróunar sem við sjáum þegar í framkvæmd á Suðurnesjum og tengdist orkupökkum 1 og 2.

Eftirfarandi eru helstu þættir þeirra breytinga sem þessari orkustefnu ESB munu fylgja:

  • Aukin markaðsvæðing og einkavæðing raforkugeirans.
  • Aukin yfirbygging með uppskiptingu opinberra orkufyrirtækja og fjölgun einkafyrirtækja (með „frjálsum“ vindmyllugörðum og smávirkjunum).
  • Aukin aðkoma einkafjárfesta er vilja mjólka verðmæti og arð út úr starfseminni.
  • Aukin gervisamkeppni til að blekkja almenning.
  • Og loks hækkun orkuverðs til heimila og smærri fyrirtækja – sem mun ná hámarki með lagningu sæstrengs til Bretlands.

Hvers vegna ætti Ísland sem býr við lægsta verð á orku til heimila í Evrópu að vilja fara inn á þessa leið?

Höfum við svo góða reynslu af innkomu einkafjárfesta og braskara inn í framleiðslu og dreifingu orku hér á landi?

Höfum við ástæðu til að gefa eftir forræði okkar yfir framþróun á skipan orkumála í landinu til ESB eða til alþjóðlegra fjárfesta og braskara?

Engin þörf er á því að innleiða athugasemdalaust þessa tilskipun ESB um Orkupakka 3. Samningurinn um EES mun halda eftir sem áður.

Við erum að mestu í góðum málum með skipan orkumála í landinu og eigum sjálf að stýra ferðinni til framtíðar, á grundvelli góðrar reynslu og fyrirliggjandi þekkingar.

 

Síðasti pistill: Nú er komið að lífeyrisþegum

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 2.5.2019 - 10:46 - FB ummæli ()

Nú er komið að lífeyrisþegum

Í kjöl­far lífs­kjara­samn­ing­anna spyrja margir hvað verði um lífs­kjör líf­eyr­is­þega.

Mun líf­eyrir almanna­trygg­inga ekki taka sömu hækk­unum og launa­taxtar þeirra lægst laun­uðu?

Lífs­kjara­samn­ing­arnir færa þeim lægst laun­uðu mestu hækk­an­irn­ar, alls um 90.000 krónur á samn­ings­tíma­bil­inu – og svo hag­vaxt­ar­tengdar hækk­anir að auki.

Frá 1. apríl hækka lægstu taxtar um 17.000 krónur á mán­uði, síðan 24.000 þann 1. apríl 2020, þá 24.000 1. jan­úar 2021 og loks 25.000 1. jan­úar 2022.

Þetta eru þær hækk­anir sem óskertur líf­eyrir almanna­trygg­inga ætti einnig að taka – fyrsta hækk­unin komi strax frá 1. apríl eins og gildir um launa­taxt­ana. Hag­vaxt­ará­bat­inn á svo að bæt­ast við þetta, ef til kem­ur.

Það launa­fólk sem er með yfir­borg­an­ir, álög eða bónusa fær minni hækk­an­ir, eða sam­tals um 68.000 krónur á samn­ings­tíma­bil­inu. Hið sama gildir um lág­marks­launa­trygg­ing­una, sem hækkar minna en lægstu taxt­arn­ir, enda telja álög, yfir­borg­anir og bónusar inn í hana.

Líf­eyr­is­þegar sem litlar aðrar tekjur hafa en frá almanna­trygg­ingum búa ekki við yfir­borg­an­ir, álög eða bónusa. Ef líf­eyr­is­þegar hafa aðrar tekjur en frá almanna­trygg­ingum þá er líf­eyrir þeirra skert­ur.

Það er hin nei­kvæða sér­staða lág­tekju­líf­eyr­is­þega – sem er oft öllu verri en staða lág­launa­fólks á vinnu­mark­aði.

Við­miðið fyrir líf­eyr­is­þega er klárt

Það er því aug­ljóst að við­miðið fyrir hækk­anir líf­eyris almanna­trygg­inga eru þær taxta­hækk­anir sem koma á lægstu taxt­ana í lífs­kjara­samn­ingn­um, sam­tals um 90.000 krónur á samn­ings­tíma­bil­inu – auk hag­vaxt­ará­batans.

Stjórn­völd fá auknar skatt­tekjur af þeim launa­hækk­unum sem nú taka gildi á vinnu­mark­aði og það dugar þeim til að fjár­magna sam­svar­andi hækkun á líf­eyri almanna­trygg­inga.

Í hópi líf­eyr­is­þega er sumt af tekju­lægsta fólk­inu í okkar sam­fé­lagi, ekki síst örorku­líf­eyr­is­þegar sem eru í sam­búð og án ann­arra tekna. Þeir fá frá TR ein­ungis 247.183 krónur á mán­uði fyrir skatt og 206.086 krónur eftir skatt. Það eru mun lak­ari kjör en þeir búa við sem eru á lág­mark­s­töxtum á vinnu­mark­aði – þó þau laun dugi ekki fyrir fram­færslu.

Öll frá­vik frá því að hækka líf­eyri almanna­trygg­inga til fulls í sam­ræmi við hækk­anir lægstu taxta, sem og tafir á gild­is­töku þeirra hækk­ana, myndu þýða að líf­eyr­is­þegar almanna­trygg­inga væru skildir eftir – einn þjóð­fé­lags­hópa í íslenska vel­ferð­ar­rík­inu.

Það hefur að vísu gerst áður að líf­eyr­is­þegar hafi verið skildir eft­ir.

En rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur skil­aði góðu fram­lagi til lífs­kjara­samn­ings­ins; í formi skatta­lækk­ana, hækk­unar barna­bóta, umbóta í hús­næð­is­málum og með leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs, auk lof­orða um aðrar umbæt­ur.

Allt það nýt­ist líf­eyr­is­þegum einnig, eins og við á.

Það væri alvar­legt stíl­brot á frammi­stöðu rík­is­stjórn­ar­innar ef hún myndi nú bregð­ast líf­eyr­is­þegum og ekki veita þeim ávinn­ing lífs­kjara­samn­ings­ins til fulls.

Ef hún skildi sumt af fátæk­asta fólk­inu eftir á flæðiskeri.

For­sæt­is­ráð­herr­ann hlýtur að sjá til þess að engin van­höld verði á því að skila ávinn­ingi lífs­kjara­samn­ings­ins til fulls til lægst laun­uðu líf­eyr­is­þeg­anna, þ.e. þeirra sem mest stóla á almanna­trygg­ing­ar.

Það væri einmitt gert með því að hækka líf­eyri almanna­trygg­inga til jafns við lægstu taxt­ana.

Þingið þarf að afgreiða það fyrir sum­ar­frí og láta hækk­un­ina gilda frá 1. apr­íl.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 30.4.2019 - 16:17 - FB ummæli ()

ASÍ gegn orkupökkum

Það sætir tíðindum að ASÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekin er eindregin afstaða gegn frekari markaðsvæðingu orkugeirans, en það er yfirlýst markmið ESB með innleiðingu orkupakanna.

Kjarninn í röksemdum ASÍ er eftirfarandi:

Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.

Forysta ASÍ var áður eindregið fylgjandi fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það hefði auðvitað þýtt fulla innleiðingu allra orkupakka sem frá ESB hafa komið og munu koma í framtíðinni.

Þessi nýja yfirlýsing ASÍ gegn orkupökkunum endurspeglar þannig augljóslega stefnubreytingu í forystu ASÍ í málefnum er tengjast Evrópusambandinu.

Ég tel að rökin sem standa að baki þessari afstöðu ASÍ séu bæði sterk og mikilvæg.

Þessi yfirlýsing er því mikið fagnaðarefni.

 

Síðasti pistill: Jafnaðarsamningurinn 2019 greindur

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 23.4.2019 - 11:11 - FB ummæli ()

Jafnaðarsamningurinn 2019 greindur

Almennt um kjarasamninginn

Nýr kjarasamningur verkalýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur er um margt nýstálegur. Kjarabætur koma á óvenju fjölbreyttu formi og af því tilefni hafa margir kallað samninginn “lífskjarasamning” (sjá kynningu hér).

Ég tel hins vegar að megin einkenni samningsins og mesta nýmælið sé að hann er óvenju mikill jafnaðarsamningur. Kjarabætur eru mestar hjá þeim sem eru á lægri launum. Það gildir um launahækkanir, skattalækkanir, hækkun barnabóta og víðtækar umbætur í húsnæðismálum.

Í forsenduákvæði er þó einnig gert ráð fyrir að kaupmáttur meðallauna aukist.

Launahækkanir

Í fyrsta sinn koma launahækkanir á formi fastrar krónutölu er gengur upp launastigann, í stað hefðbundinna prósentuhækkana sem skila hærri launahópum fleiri krónum. Kauphækkunin verður því hlutfallslega mest í lægstu hópunum. Þeir sem eru á strípuðum taxtalaunum fá einnig meiri hækkanir en aðrir.

Þá er innleitt nýmæli sem felur í sér hagvaxtartengdar launahækkanir til viðbótar, fari hagvöxtur á mann yfir tiltekin mörk. Miðað við hagvaxtarreynslu frá 1990 til nútímans eru yfirgnæfandi líkur á að þetta skili umtalsverðum viðbótarhækkunum á samningstímanum.

Hættan á að kostnaður atvinnulífsins vegna umsamdra launahækkana verði sérstaklega íþyngjandi er lítil sem engin, vegna hóflegra hækkana í efstu tekjuhópum – en hálaunafólk hefur þegar fengið miklar hækkanir á síðustu árum.

Framlag ríkisins

Ríkið leggur að þessu sinni óvenju mikið af mörkum til að greiða fyrir gerð samningsins og vega 10.000 króna skattalækkanir til lágtekjufólks mest, en þær eru ígildi launahækkunar sem nemur 15.900 króna á mánuði (sjá kynningu hér).

Að auki hækkar ríkið barnabætur sem koma sérstaklega í hlut fjölskyldna með mjög lágar tekjur (ígildi 15.000 króna launahækkunar einstæðs foreldris tveggja barna sem er á lágmarkslaunum). Hjón á lágmarkslaunum fá 50% meira samanlagt. Fæðingarorlof er lengt úr 9 í 12 mánuði.

Öflugt átak til að auka byggingu nýrra íbúða fyrir láglaunafólk og úrræði innleidd til að styðja við fyrstu kaup og niðurgreiðslu lána miða að því að leiðrétta skekkju í framboði húsnæðis og ofurhækkanir sem óheftur markaður hefur innleitt á síðustu árum.

Stjórnvöld munu einnig beita sér fyrir lagasetningu um hömlur á óhófshækkanir húsaleigu (leigubremsu) og gera refsiverð svik atvinnurekenda er skirrast við að greiða starfsfólki sínu réttmæt umsamin laun. Margþætt önnur réttinda- og umbótaúrræði er að finna í aðgerðapakka stjórnvalda, ekki síst gegn félagslegum undirboðum. Allt er það mikilvægt.

Skilyrði til vaxtalækkana og hömlur á verðtryggingu lána

Hófleg hækkun launa á fyrsta ári samningsins skapar að mati samningsaðila góð skilyrði til lægra verðbólgustigs og vaxtalækkana, sem er mikið hagsmunamál fyrir bæði heimilin og fyrirtækin.

Þetta er sérstaklega mikilvægt hagsmunamál fyrir ungt fjölskyldufólk sem glímir við mikla skuldabyrði, vegna óhófshækkana á húsnæðisverði á síðustu árum. Ef slík lækkun skilar sér ekki, að óbreyttum skilyrðum, þá er samningurinn uppsegjanlegur í september 2020 eða 2021.

Þá lofa stjórnvöld að hamla notkun nýrra verðtryggðra neyslulána og taka húsnæðisliðinn út úr nýjum neyslulánum frá og með næstu áramótum.

Sveigjanleiki til vinnustaðasamninga aukinn

Ýtt er undir aukinn sveigjanleika til samninga á vinnustöðum um breytta skipan vinnutíma, sem getur leitt til styttingar viðveru á vinnustað úr 40 í 36 stundir á viku, í ítrustu dæmum.

Hverjar eru kjarabætur láglaunafólks í heild?

Ljóst er að ef meta á hverju samningurinn skila láglaunafólki til kjarabóta þá þarf að taka tillit til sem flestra þátta hans, ásamt beinum launahækkunum.

Í töflunni hér að neðan er þetta gert, með samanburði á þróun lágmarkslauna á samningstímabilinu 2015 til 2018 við nýja samninginn sem gildir frá 2019 til 1. nóvember 2022.

Launahækkanir þóttu góðar í síðasta kjarasamningi en hins vegar skemmdi aukin skattbyrði og rýrnun barnabóta ávinning láglaunafólks af samningnum þá. Tryggt er að ekkert slíkt gerist núna, heldur þvert á móti bæta fyrirhugaðar skattalækkanir og auknar barnabætur kjör þeirra lægst launuðu svo um munar.

Sýnd er heildarhækkun lágmarkslaunatryggingar á báðum tímabilum (2015-2018 og 2019-2022) og bætt við hagvaxtartengdum launahækkunum og ígildi launahækkana sem skattalækkunin og hækkun barnabóta nú skila láglaunafólki á samningstímabilinu í heild.

Lágmarkslaunatryggingin hækkaði um samtals 86.000 krónur á síðasta samningstímabili, úr 218.000 í 300.000 kr. á mánuði. Nú hækkar hún minna, eða um 68.000 krónur samtals og endar í 368.000 á síðasta ári samningsins. Hækkanir á strípaða taxta eru hærri, eða um 90.000 kr. á tímabilinu.

Hins vegar skila skattalækkunin og hækkun barnabóta láglaunafólki samtals ígildi launahækkunar um 30.900 krónur til viðbótar og að auki koma hagvaxtartengdar launahækkanir. Miðað við reynslu síðustu þriggja áratuga er líklegast að sviðsmynd II (Hagvaxtarauki II í töflunni) verði niðurstaðan, með 19.000 króna viðbótar launahækkun.

Ef það verður niðurstaðan munu kjörin hafa batnað um ígildi 117.900 króna launahækkunar. Krafa verkalýðsfélaganna var að ná fram 120.000 króna launahækkun á þremur árum.

Eins og taflan sýnir er kjarabati þeirra sem hafa laun nærri lágmarkslaunatryggingunni (sem er 300.000 krónur áður en nýi kjarasamningurinn tekur gildi) frá 21.900 til 36.900 krónum meiri en var á síðasta samningstíma. Framlag stjórnvalda á stóran þátt í að tryggja þessa hagstæðu útkomu.

Ekki eru meðtaldar í töflunni kjarabætur heimilanna vegna hugsanlegrar vaxtalækkunar.

Ég tel að þessi útkoma sýni gjörla hversu mikil tímamót eru falin í þessum kjarasamningi.

Ný forysta með nýjar leiðir nær árangri

Nú er sýnt að ný forysta í verkalýðshreyfingunni hefur náð góðum árangri. Grundvöllur þess var lagður með frumlegri og snjallri kröfugerð, sem í senn beindist að atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Órofa samstaða meðal verslunarfólks og verkafólks, undir nýrri forystu, gerði gæfumuninn. Staðföst þrautseigja og snjöll beiting verkfallsvopnsins sköpuðu þrýstinginn sem til dugði.

Samningurinn felur í sér víðtækar umbætur í samfélagsmálum og leggur að auki sitt af mörkum til að draga úr landlægu tillitsleysi fjármálageirans gagnvart hagsmunum heimila og smærri fyrirtækja.

Jafnaðarsamningurinn er lífskjarasamningur – og lífskjarasamningurinn er jafnaðarsamningur.

Á hvorn veginn sem það er skilgreint er ljóst að hér hafa orðið tímamót í kjaraþróun landsmanna.

———————-

Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu – stéttarfélagi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 7.4.2019 - 20:23 - FB ummæli ()

Jafnaðarsamningurinn 2019 – Greining

Almennt um kjarasamninginn

Nýr kjarasamningur verkalýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur er um margt nýstálegur. Kjarabætur koma á óvenju fjölbreyttu formi og af því tilefni hafa margir kallað samninginn “lífskjarasamning” (sjá kynningu hér).

Ég tel hins vegar að megin einkenni samningsins og mesta nýmælið sé að hann er óvenju mikill jafnaðarsamningur. Kjarabætur eru mestar hjá þeim sem eru á lægri launum. Það gildir um launahækkanir, skattalækkanir, hækkun barnabóta og víðtækar umbætur í húsnæðismálum.

Í forsenduákvæði er þó einnig gert ráð fyrir að kaupmáttur meðallauna aukist.

Launahækkanir

Í fyrsta sinn koma launahækkanir á formi fastrar krónutölu er gengur upp launastigann, í stað hefðbundinna prósentuhækkana sem skila hærri launahópum fleiri krónum. Kauphækkunin verður því hlutfallslega mest í lægstu hópunum. Þeir sem eru á strípuðum taxtalaunum fá einnig meiri hækkanir en aðrir.

Þá er innleitt nýmæli sem felur í sér hagvaxtartengdar launahækkanir til viðbótar, fari hagvöxtur á mann yfir tiltekin mörk. Miðað við hagvaxtarreynslu frá 1990 til nútímans eru yfirgnæfandi líkur á að þetta skili umtalsverðum viðbótarhækkunum á samningstímanum.

Hættan á að kostnaður atvinnulífsins vegna umsamdra launahækkana verði sérstaklega íþyngjandi er lítil sem engin, vegna hóflegra hækkana í efstu tekjuhópum – en hálaunafólk hefur þegar fengið miklar hækkanir á síðustu árum.

Framlag ríkisins

Ríkið leggur að þessu sinni óvenju mikið af mörkum til að greiða fyrir gerð samningsins og vega 10.000 króna skattalækkanir til lágtekjufólks mest, en þær eru ígildi launahækkunar sem nemur 15.900 króna á mánuði (sjá kynningu hér).

Að auki hækkar ríkið barnabætur sem koma sérstaklega í hlut fjölskyldna með mjög lágar tekjur (ígildi 15.000 króna launahækkunar einstæðs foreldris tveggja barna sem er á lágmarkslaunum). Hjón á lágmarkslaunum fá 50% meira samanlagt. Fæðingarorlof er lengt úr 9 í 12 mánuði.

Öflugt átak til að auka byggingu nýrra íbúða fyrir láglaunafólk og úrræði innleidd til að styðja við fyrstu kaup og niðurgreiðslu lána miða að því að leiðrétta skekkju í framboði húsnæðis og ofurhækkanir sem óheftur markaður hefur innleitt á síðustu árum.

Stjórnvöld munu einnig beita sér fyrir lagasetningu um hömlur á óhófshækkanir húsaleigu (leigubremsu) og gera refsiverð svik atvinnurekenda er skirrast við að greiða starfsfólki sínu réttmæt umsamin laun. Margþætt önnur réttinda- og umbótaúrræði er að finna í aðgerðapakka stjórnvalda, ekki síst gegn félagslegum undirboðum. Allt er það mikilvægt.

Skilyrði til vaxtalækkana og hömlur á verðtryggingu lána

Hófleg hækkun launa á fyrsta ári samningsins skapar að mati samningsaðila góð skilyrði til lægra verðbólgustigs og vaxtalækkana, sem er mikið hagsmunamál fyrir bæði heimilin og fyrirtækin.

Þetta er sérstaklega mikilvægt hagsmunamál fyrir ungt fjölskyldufólk sem glímir við mikla skuldabyrði, vegna óhófshækkana á húsnæðisverði á síðustu árum. Ef slík lækkun skilar sér ekki, að óbreyttum skilyrðum, þá er samningurinn uppsegjanlegur í september 2020 eða 2021.

Þá lofa stjórnvöld að hamla notkun nýrra verðtryggðra neyslulána og taka húsnæðisliðinn út úr nýjum neyslulánum frá og með næstu áramótum.

Sveigjanleiki til vinnustaðasamninga aukinn

Ýtt er undir aukinn sveigjanleika til samninga á vinnustöðum um breytta skipan vinnutíma, sem getur leitt til styttingar viðveru á vinnustað úr 40 í 36 stundir á viku, í ítrustu dæmum.

Hverjar eru kjarabætur láglaunafólks í heild?

Ljóst er að ef meta á hverju samningurinn skila láglaunafólki til kjarabóta þá þarf að taka tillit til sem flestra þátta hans, ásamt beinum launahækkunum.

Í töflunni hér að neðan er þetta gert, með samanburði á þróun lágmarkslauna á samningstímabilinu 2015 til 2018 við nýja samninginn sem gildir frá 2019 til 1. nóvember 2022.

Launahækkanir þóttu góðar í síðasta kjarasamningi en hins vegar skemmdi aukin skattbyrði og rýrnun barnabóta ávinning láglaunafólks af samningnum þá. Tryggt er að ekkert slíkt gerist núna, heldur þvert á móti bæta fyrirhugaðar skattalækkanir og auknar barnabætur kjör þeirra lægst launuðu svo um munar.

Sýnd er heildarhækkun lágmarkslaunatryggingar á báðum tímabilum (2015-2018 og 2019-2022) og bætt við hagvaxtartengdum launahækkunum og ígildi launahækkana sem skattalækkunin og hækkun barnabóta nú skila láglaunafólki á samningstímabilinu í heild.

Lágmarkslaunatryggingin hækkaði um samtals 86.000 krónur á síðasta samningstímabili, úr 218.000 í 300.000 kr. á mánuði. Nú hækkar hún minna, eða um 68.000 krónur samtals og endar í 368.000 á síðasta ári samningsins. Hækkanir á strípaða taxta eru hærri, eða um 90.000 kr. á tímabilinu.

Hins vegar skila skattalækkunin og hækkun barnabóta láglaunafólki samtals ígildi launahækkunar um 30.900 krónur til viðbótar og að auki koma hagvaxtartengdar launahækkanir. Miðað við reynslu síðustu þriggja áratuga er líklegast að sviðsmynd II (Hagvaxtarauki II í töflunni) verði niðurstaðan, með 19.000 króna viðbótar launahækkun.

Ef það verður niðurstaðan munu kjörin hafa batnað um ígildi 117.900 króna launahækkunar. Krafa verkalýðsfélaganna var að ná fram 120.000 króna launahækkun á þremur árum.

Eins og taflan sýnir er kjarabati þeirra sem hafa laun nærri lágmarkslaunatryggingunni (sem er 300.000 krónur áður en nýi kjarasamningurinn tekur gildi) frá 21.900 til 36.900 krónum meiri en var á síðasta samningstíma. Framlag stjórnvalda á stóran þátt í að tryggja þessa hagstæðu útkomu.

Ekki eru meðtaldar í töflunni kjarabætur heimilanna vegna hugsanlegrar vaxtalækkunar.

Ég tel að þessi útkoma sýni gjörla hversu mikil tímamót eru falin í þessum kjarasamningi.

Ný forysta með nýjar leiðir nær árangri

Nú er sýnt að ný forysta í verkalýðshreyfingunni hefur náð góðum árangri. Grundvöllur þess var lagður með frumlegri og snjallri kröfugerð, sem í senn beindist að atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Órofa samstaða meðal verslunarfólks og verkafólks, undir nýrri forystu, gerði gæfumuninn. Staðföst þrautseigja og snjöll beiting verkfallsvopnsins sköpuðu þrýstinginn sem til dugði.

Samningurinn felur í sér víðtækar umbætur í samfélagsmálum og leggur að auki sitt af mörkum til að draga úr landlægu tillitsleysi fjármálageirans gagnvart hagsmunum heimila og smærri fyrirtækja.

Jafnaðarsamningurinn er lífskjarasamningur – og lífskjarasamningurinn er jafnaðarsamningur.

Á hvorn veginn sem það er skilgreint er ljóst að hér hafa orðið tímamót í kjaraþróun landsmanna.

———————-

Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu – stéttarfélagi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 19.3.2019 - 13:43 - FB ummæli ()

83% styðja skattatillögur verkalýðshreyfingarinnar

Í nýrri könnun kemur fram að um 83% svarenda vilji að fólk sem er með lægstu tekjur (500 þúsund kr. eða minna á mánuði) fái meiri skattalækkun en aðrir (sjá hér).

Um 9% eru hlutlaus en einungis 8% eru þessu andvíg.

Þetta er í takti við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og einnig í takti við loforð sem ríkisstjórnin sjálf gaf við upphaf samráðsviðræðna við aðila vinnumarkaðarins á síðasta ári (sjá hér).

Í skýrslunni Sanngjörn dreifing skattbyrðar eru útfærðar nokkrar leiðir í þessum anda.

 

Stjórnvöld virðast vilja verðlauna ofurlaunafólkið enn frekar

Stjórnvöld lögðu hins vegar fram tillögur sínar um skattalækkun sem fela í sér sömu krónutölu lækkun til allra, frá láglaunafólki sem ekki nær endum saman og upp til forstjóra, bankastjóra og ráðherra.

Allir fá sömu krónutöluna í lækkun, alls 6.750 kr. á mánuði – háir jafnt sem lágir.

Stjórnvöld vilja þannig verðlauna ofurlaunafólkið sem fékk ofurlaunahækkanir á síðustu árum með þessari skattalækkun í ofanálag – í trássi við eigin loforð!

 

Þjóðin er á annarri leið

Flestir líta hins vegar þannig á, að þessar ofurlaunahækkanir toppanna séu stór orsök þeirrar miklu óánægju sem er nú á almennum vinnumarkaði.

Það eina eðlilega hefði verið að stjórnvöld notuðu til fulls það svigrúm sem þau eru tilbúin að veita í skattalækkun til að lækka eingöngu skatta á tekjulægri hópana.

Með því væri t.d. hægt að koma skattalækkun til þeirra sem eru með undir 500 þúsund króna tekjum á mánuði upp í eða vel yfir 10.000 krónur á mánuði.

Þá færi framlag ríkisins að skipta alvöru máli.

Vonandi verður það niðurstaðan.

Allur þorri almennings vill það – eins og könnunin sýnir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 7.3.2019 - 19:45 - FB ummæli ()

Ætla stjórnvöld að svíkja loforð sitt um skattalækkanir?

 

Í upphafi samráðs við aðila vinnumarkaðarins, sem stjórnvöld blésu til vegna yfirstandandi kjarasamninga, var markmið þeirra í skattamálum skilgreint svona:

“Hafin verður endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfið sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa (lágtekjur og lægri millitekjur)”.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar um opinber fjármál fyrir árin 2019-2023 kemur fram að “heildarendurskoðun á tekjuskattskerfinu samhliða endurskoðun bótakerfa verði gerð með það að leiðarljósi að auka sérstaklega ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa og þeirra sem eru með lægri millitekjur”.[1]

Þetta virðist allt saman skýrt og klárt.

Þetta er það sem verkalýðshreyfingin hélt að væri markmiðið með skattabreytingunni.

Ekki var rætt um það á samráðsfundunum að ofurlaunahópar sem hafa fengið ofurlaunahækkanir á síðustu árum fengju líka skattalækkanir.

Nei!

Ekkert var sagt um það – enda hefðu fulltrúar launafólks þá væntanlega gengið á dyr snemma í þessu samráðsferli.

Það eru einmitt þessar ofurlaunahækkanir forstjóra, bankastjóra, annarra stjórnenda, ráðherra og þingmanna sem meðal annars hafa valdið mikilli ólgu á vinnumarkaði.

 

Tillögurnar eru ekki sérstaklega fyrir lægri tekjuhópa

En þegar fjármálaráðherra kynnti áform stjórnvalda um skattalækkanir fyrir rúmri viku kom í ljós að allir fá sömu skattalækkunina, um 6.750 krónur á mánuði – háir jafnt sem lágir!

Hver er þörfin á því? Hver er skynsemin í því?

Skúringarkonan sem ekki nær endum saman fær jafn mikið og forstjórar stórfyrirtækja, bankastjórar og ráðherrar.

Tillaga stjórnvalda var vissulega langt undir væntingum verkalýðshreyfingarinnar.

En kynning fjármálaráðherra á tillögunum var einnig mjög villandi (sjá t.d. glæru nr. 5 í kynningu hans), svo fæstir áttuðu sig á því að skattalækkunin gengur í sömu krónutölu upp allan tekjustigann.

Útfærsluna á þessu má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir samanburð á skattatillögu stjórnvalda og tillögu verkalýðsfélaganna (þ.e. ódýrustu tillögunni í skýrslunni Sanngjörn dreifing skattbyrðar).

Súlurnar sýna breytingu á staðgreiðslu tekjuskatts, í krónum á mánuði. Þegar súlurnar fara niður fyrir 0-línuna þá lækkar staðgreiðslan, en hækkar þegar þær fara yfir 0-línuna.

Tillaga verkalýðsfélaganna er um lækkun skatta fyrir alla sem eru með mánaðartekjur allt að 900 þúsund kr. – mest um 20 þúsund kr. lækkun á mánuði. Um 90% framteljenda fá umtalsverða skattalækkun samkvæmt þessari tillögu – þeir tekjulægstu fá mest.

Þeir sem eru með tekjur frá 900 til 1.300 þús. fá litla breytingu á skattbyrði sinni en skattahækkanir koma á þá sem eru með yfir 1.300 þúsund króna mánaðartekjur.

Tillaga fjármálaráðherra er hins vegar sú sama fyrir alla – 6.750 þús., nema hvað þeir sem eru með tekjur frá 200 til 300 þúsund kr. á mánuði fá minna en aðrir (t.d. margir lífeyrisþegar).

Þetta er sem sagt ekki tillaga um “að auka sérstaklega ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa og þeirra sem eru með lægri millitekjur”. Alls ekki.

Fjármálaráðherra sló ryki í augu fólks í kynningu sinni og blandaði við þetta áhrifum fyrirhugaðrar breytingar á heimild til samsköttunar hjóna. Það er hins vegar einskiptis aðgerð. Þegar hún er gengin yfir fá þeir sem samsköttun missa lægri skattbyrði sem nemur 6.750 kr. á mánuði, þ.e. lægri en þeir hefðu ella fengið.

Hjón sem bæði eru með tekjur yfir um 900 þúsund krónum fá þessa skattalækkun fjármálaráðherra til fulls – hvort um sig.

 

Fjármálaráðherra sóar svigrúminu á ofurlaunafólk

Fjármálaráðherra segir ekki svigrúm til meiri skattalækkunar en sem nemur 14,7 milljörðum (svigrúmið er að vísu miklu meira, sbr. hér).

Með því að sólunda hluta þessa svigrúms á hátekjufólk, sem hvorki þarf á þessari skattalækkun að halda né mun yfir höfuð taka eftir henni í buddu sinni, þá færir ráðherrann lágtekju- og millitekjufólki minni kjarabót en þetta svigrúm ella leyfir.

Þessi framgangsmáti felur í sér augljós svik á loforðinu sem gefið var í samráðsferlinum sem staðið hefur í meira en ár í ráðherrabústaðnum.

Hvers lags framkoma er þetta eiginlega?

 

Stjórnvöld geta auðveldlega gert mun betur – ef þau bara vilja

Ef stjórnvöld standa við loforðin sem þau gáfu og láta skattalækkunina einungis koma til þeirra sem eru með tekjur að 900 þúsund krónum á mánuði þá geta þau fært lágtekju- og millitekjufólki mun meiri kjarabót en þau hafa nú boðið.

Þetta gætu þau einnig gert án þess að hækka tekjuskattinn hjá þeim sem eru fyrir ofan 900 þúsund króna tekjumarkið.

Hitt er auðvitað annað mál, að stjórnvöld gætu gert enn betur við lægri og milli tekjuhópana ef þau hækka skattinn á hæstu tekjurnar hóflega.

Ef þau ganga enn lengra og hækka fjármagnstekjuskattinn nær því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum og ráðast í þær umbætur sem við Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri leggjum til í skýrslunni Sanngjörn dreifing skattbyrðar, þá geta þau almennt gert mun betur við allan þorra launafólks og lífeyrisþega – og lagað innviðina að auki.

Eins og staðan er í dag þá stefnir hins vegar í að stjórnvöld muni svíkja þau loforð sem þau gáfu aðilum vinnumarkaðarins, um að láta lágtekju- og lægra millitekjufólk fyrst og fremst njóta breytinga á tekjuskattskerfinu.

Er ofurlaunaþjóðin svo illa haldin að hún þurfi á 6.750 króna skattalækkun að halda – eftir að hafa fengið launahækkanir sem telja í hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum króna á mánuði? Hækkanir sem stjórnvöld hafa samþykkt.

Sjá menn virkilega ekki að það fé sem til taks er ætti að fara eingöngu til þeirra hópa sem lofað var að yrðu í forgangi?

———————–

Höfundur er prófessor við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi í hálfu starfi.

 

[1] Ívitnanir í nýlega skattaskýrslu Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins, bls. 1.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 3.3.2019 - 09:07 - FB ummæli ()

SA bjóða þorra launafólks kaupmáttarrýrnun – þrjú ár í röð

Samtök atvinnurekenda (SA) buðu verkalýðsfélögunum kaupmáttarrýrnun fyrir alla sem eru með 400 þúsund krónur á mánuði og yfir.

Það var heldur snautlegt tilboð, svo ekki sé meira sagt – enda viðræðum slitið að hálfu VR, Eflingar, VLFA og VLFG.

Þetta má sjá í grein minni á Kjarnanum sem ber saman kröfu verkalýðsfélaganna og tilboð SA (sjá hér).

SA menn segja tilboð sitt vera grundvallað á mati á „svigrúmi“ til kauphækkana sem er þannig reiknað, að nær útilokað er að hagvöxtur skili sér í kaupmáttaraukningu fyrir þorra almennings.

Pælið í því!

Með öðrum orðum, þó hagvöxtur í ár og næstu tvö árin verði nálægt 2% á ári að meðaltali þá telja SA-menn að nauðsynlegt sé að bjóða öllum þorra launafólks kaupmáttarrýrnun – þrátt fyrir slíkan hagvöxt, sem er ágætur á alþjóðamælikvarða.

Slíkt tilboð SA er auðvitað út í hött og fjarri lagi að verkalýðshreyfingin geti sætt sig við það – hvað þá að það yrði endurtekið þrjú ár í röð.

 

Krafa verkalýðsfélaganna er raunsæ og réttlát

Samkvæmt kröfum verkalýðsfélaganna fá lægstu launahóparnir mesta kaupmáttaraukningu og í reynd fá um 95% launafólks aukinn kaupmátt samkvæmt kröfunni.

Einungis launahæstu 5 prósentin gætu fengið smá rýrnun kaupmáttar með flatri krónutöluhækkun – en það er einmitt fólkið sem hefur fengið langmestu kauphækkanirnar á síðustu árum. Ofurlaunafólkið.

Hagvöxtur á auðvitað að skila sér í bættri afkomu alls þorra launafólks og nú er komið að því að lægstu hóparnir fái mest.

Þess vegna verða verkalýðsfélögin að standa fast á kröfum sínum.

Markmiðið er að hægt sé að ná endum saman á lægstu dagvinnulaunum.

Það er bæði raunsætt og réttlátt.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 26.2.2019 - 12:04 - FB ummæli ()

Ráðstöfunartekjur hæstu og lægstu hópa

Rangfærslur fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur sagt undanfarið að ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópa hafi hækkað meira en ráðstöfunartekjur þeirr tekjuhæstu.

Þetta er líka fullyrt í nýrri skýrslu sérfræðingahóps fjármálaráðherra um skattamál.

Þetta er hins vegar mjög rangt ef menn horfa til allra skattskyldra tekna, það er að meðtöldum öllum fjármagnstekjum hátekjuhópanna.

Menn eiga auðvitað að byggja allan slíkan samanburð á öllum skattskyldum tekjum, en ekki sleppa stórum hluta tekna hátekjuhópanna (fjármagnstekjum).

Í töflunni hér að neðan má sjá tölurnar fyrir fjölskyldur (hjón og sambúðarfólk), annars vegar fyrir 1993 og hins vegar fyrir 2017, ásamt breytingu á tímabilinu í prósentum.

Gögnin koma úr gagnabanka stjórnvalda (tekjusaga.is). Allar skattskyldar tekjur eru meðtaldar.

 

Niðurstaðan: Hæstu hóparnir fóru langt fram úr öllum öðrum

Þeir sem voru í tekjuhæsta hópnum (efstu tíund) voru að meðaltali með 940 þúsund krónur á mánuði 1993 en ríflega tvöfölduðu tekjur sínar til 2017, upp í 1.986 þúsund (á föstu verðlagi).

Það er hækkun um 111,3% á tímabilinu öllu, eða hækkun að meðaltali um 4,6% á ári hverju.

Lágtekjuhópurinn (lægsta tíund) fór hins vegar úr rúmlega 309 þúsund kr. á mánuði í 443 þúsund. Engin tvöföldun þar.

Það er hækkun um 43,2% á tímabilinu öllu, eða hækkun að meðaltali um 1,8% á ári hverju.

Hæstu tekjurnar hækkuðu mun meira en tvöfalt það sem lægstu tekjur hækkuðu. Það er mjög mikill munur á alla mælikvarða.

 

Tafla 1: Þróun ráðstöfunartekna fjölskyldna frá 1993 til 2017: hátekjuhópur og lágtekjuhópur samanbornir

 

Ofangreindar fullyrðingar um að ráðstöfunartekjur lægstu hópa hafi hækkað meira en hjá hátekjuhópum fá því engan vegið staðist.

Þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn: þær tekjuhæstu hækkuðu mest.

Þetta á við um tímabilið allt frá 1993 til 2017, en einnig ef miðað er við tímabilið frá 2000 til 2017, sem notað er í skattaskýrslu stjórnvalda.

Tölurnar þar eru fullkomlega á skjön við tölurnar úr Tekjusögu-gagnabankanum, sem stjórnvöld létu búa til og opnuðu fyrr á árinu (sjá tekjusaga.is).

Nýgerðir kjarasamningar eru hins vegar til þess fallnir að snúa þessari þróun við, með meiri hækkunum til tekjulægri hópa en þeirra hærri (sjá hér).

 

Síðasti pistill:  Ríkið skuldar launafólki miklu meira

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar