Þriðjudagur 23.4.2019 - 11:11 - FB ummæli ()

Jafnaðarsamningurinn 2019 greindur

Almennt um kjarasamninginn

Nýr kjarasamningur verkalýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur er um margt nýstálegur. Kjarabætur koma á óvenju fjölbreyttu formi og af því tilefni hafa margir kallað samninginn “lífskjarasamning” (sjá kynningu hér).

Ég tel hins vegar að megin einkenni samningsins og mesta nýmælið sé að hann er óvenju mikill jafnaðarsamningur. Kjarabætur eru mestar hjá þeim sem eru á lægri launum. Það gildir um launahækkanir, skattalækkanir, hækkun barnabóta og víðtækar umbætur í húsnæðismálum.

Í forsenduákvæði er þó einnig gert ráð fyrir að kaupmáttur meðallauna aukist.

Launahækkanir

Í fyrsta sinn koma launahækkanir á formi fastrar krónutölu er gengur upp launastigann, í stað hefðbundinna prósentuhækkana sem skila hærri launahópum fleiri krónum. Kauphækkunin verður því hlutfallslega mest í lægstu hópunum. Þeir sem eru á strípuðum taxtalaunum fá einnig meiri hækkanir en aðrir.

Þá er innleitt nýmæli sem felur í sér hagvaxtartengdar launahækkanir til viðbótar, fari hagvöxtur á mann yfir tiltekin mörk. Miðað við hagvaxtarreynslu frá 1990 til nútímans eru yfirgnæfandi líkur á að þetta skili umtalsverðum viðbótarhækkunum á samningstímanum.

Hættan á að kostnaður atvinnulífsins vegna umsamdra launahækkana verði sérstaklega íþyngjandi er lítil sem engin, vegna hóflegra hækkana í efstu tekjuhópum – en hálaunafólk hefur þegar fengið miklar hækkanir á síðustu árum.

Framlag ríkisins

Ríkið leggur að þessu sinni óvenju mikið af mörkum til að greiða fyrir gerð samningsins og vega 10.000 króna skattalækkanir til lágtekjufólks mest, en þær eru ígildi launahækkunar sem nemur 15.900 króna á mánuði (sjá kynningu hér).

Að auki hækkar ríkið barnabætur sem koma sérstaklega í hlut fjölskyldna með mjög lágar tekjur (ígildi 15.000 króna launahækkunar einstæðs foreldris tveggja barna sem er á lágmarkslaunum). Hjón á lágmarkslaunum fá 50% meira samanlagt. Fæðingarorlof er lengt úr 9 í 12 mánuði.

Öflugt átak til að auka byggingu nýrra íbúða fyrir láglaunafólk og úrræði innleidd til að styðja við fyrstu kaup og niðurgreiðslu lána miða að því að leiðrétta skekkju í framboði húsnæðis og ofurhækkanir sem óheftur markaður hefur innleitt á síðustu árum.

Stjórnvöld munu einnig beita sér fyrir lagasetningu um hömlur á óhófshækkanir húsaleigu (leigubremsu) og gera refsiverð svik atvinnurekenda er skirrast við að greiða starfsfólki sínu réttmæt umsamin laun. Margþætt önnur réttinda- og umbótaúrræði er að finna í aðgerðapakka stjórnvalda, ekki síst gegn félagslegum undirboðum. Allt er það mikilvægt.

Skilyrði til vaxtalækkana og hömlur á verðtryggingu lána

Hófleg hækkun launa á fyrsta ári samningsins skapar að mati samningsaðila góð skilyrði til lægra verðbólgustigs og vaxtalækkana, sem er mikið hagsmunamál fyrir bæði heimilin og fyrirtækin.

Þetta er sérstaklega mikilvægt hagsmunamál fyrir ungt fjölskyldufólk sem glímir við mikla skuldabyrði, vegna óhófshækkana á húsnæðisverði á síðustu árum. Ef slík lækkun skilar sér ekki, að óbreyttum skilyrðum, þá er samningurinn uppsegjanlegur í september 2020 eða 2021.

Þá lofa stjórnvöld að hamla notkun nýrra verðtryggðra neyslulána og taka húsnæðisliðinn út úr nýjum neyslulánum frá og með næstu áramótum.

Sveigjanleiki til vinnustaðasamninga aukinn

Ýtt er undir aukinn sveigjanleika til samninga á vinnustöðum um breytta skipan vinnutíma, sem getur leitt til styttingar viðveru á vinnustað úr 40 í 36 stundir á viku, í ítrustu dæmum.

Hverjar eru kjarabætur láglaunafólks í heild?

Ljóst er að ef meta á hverju samningurinn skila láglaunafólki til kjarabóta þá þarf að taka tillit til sem flestra þátta hans, ásamt beinum launahækkunum.

Í töflunni hér að neðan er þetta gert, með samanburði á þróun lágmarkslauna á samningstímabilinu 2015 til 2018 við nýja samninginn sem gildir frá 2019 til 1. nóvember 2022.

Launahækkanir þóttu góðar í síðasta kjarasamningi en hins vegar skemmdi aukin skattbyrði og rýrnun barnabóta ávinning láglaunafólks af samningnum þá. Tryggt er að ekkert slíkt gerist núna, heldur þvert á móti bæta fyrirhugaðar skattalækkanir og auknar barnabætur kjör þeirra lægst launuðu svo um munar.

Sýnd er heildarhækkun lágmarkslaunatryggingar á báðum tímabilum (2015-2018 og 2019-2022) og bætt við hagvaxtartengdum launahækkunum og ígildi launahækkana sem skattalækkunin og hækkun barnabóta nú skila láglaunafólki á samningstímabilinu í heild.

Lágmarkslaunatryggingin hækkaði um samtals 86.000 krónur á síðasta samningstímabili, úr 218.000 í 300.000 kr. á mánuði. Nú hækkar hún minna, eða um 68.000 krónur samtals og endar í 368.000 á síðasta ári samningsins. Hækkanir á strípaða taxta eru hærri, eða um 90.000 kr. á tímabilinu.

Hins vegar skila skattalækkunin og hækkun barnabóta láglaunafólki samtals ígildi launahækkunar um 30.900 krónur til viðbótar og að auki koma hagvaxtartengdar launahækkanir. Miðað við reynslu síðustu þriggja áratuga er líklegast að sviðsmynd II (Hagvaxtarauki II í töflunni) verði niðurstaðan, með 19.000 króna viðbótar launahækkun.

Ef það verður niðurstaðan munu kjörin hafa batnað um ígildi 117.900 króna launahækkunar. Krafa verkalýðsfélaganna var að ná fram 120.000 króna launahækkun á þremur árum.

Eins og taflan sýnir er kjarabati þeirra sem hafa laun nærri lágmarkslaunatryggingunni (sem er 300.000 krónur áður en nýi kjarasamningurinn tekur gildi) frá 21.900 til 36.900 krónum meiri en var á síðasta samningstíma. Framlag stjórnvalda á stóran þátt í að tryggja þessa hagstæðu útkomu.

Ekki eru meðtaldar í töflunni kjarabætur heimilanna vegna hugsanlegrar vaxtalækkunar.

Ég tel að þessi útkoma sýni gjörla hversu mikil tímamót eru falin í þessum kjarasamningi.

Ný forysta með nýjar leiðir nær árangri

Nú er sýnt að ný forysta í verkalýðshreyfingunni hefur náð góðum árangri. Grundvöllur þess var lagður með frumlegri og snjallri kröfugerð, sem í senn beindist að atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Órofa samstaða meðal verslunarfólks og verkafólks, undir nýrri forystu, gerði gæfumuninn. Staðföst þrautseigja og snjöll beiting verkfallsvopnsins sköpuðu þrýstinginn sem til dugði.

Samningurinn felur í sér víðtækar umbætur í samfélagsmálum og leggur að auki sitt af mörkum til að draga úr landlægu tillitsleysi fjármálageirans gagnvart hagsmunum heimila og smærri fyrirtækja.

Jafnaðarsamningurinn er lífskjarasamningur – og lífskjarasamningurinn er jafnaðarsamningur.

Á hvorn veginn sem það er skilgreint er ljóst að hér hafa orðið tímamót í kjaraþróun landsmanna.

———————-

Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu – stéttarfélagi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 7.4.2019 - 20:23 - FB ummæli ()

Jafnaðarsamningurinn 2019 – Greining

Almennt um kjarasamninginn

Nýr kjarasamningur verkalýðshreyfingarinnar við atvinnurekendur er um margt nýstálegur. Kjarabætur koma á óvenju fjölbreyttu formi og af því tilefni hafa margir kallað samninginn “lífskjarasamning” (sjá kynningu hér).

Ég tel hins vegar að megin einkenni samningsins og mesta nýmælið sé að hann er óvenju mikill jafnaðarsamningur. Kjarabætur eru mestar hjá þeim sem eru á lægri launum. Það gildir um launahækkanir, skattalækkanir, hækkun barnabóta og víðtækar umbætur í húsnæðismálum.

Í forsenduákvæði er þó einnig gert ráð fyrir að kaupmáttur meðallauna aukist.

Launahækkanir

Í fyrsta sinn koma launahækkanir á formi fastrar krónutölu er gengur upp launastigann, í stað hefðbundinna prósentuhækkana sem skila hærri launahópum fleiri krónum. Kauphækkunin verður því hlutfallslega mest í lægstu hópunum. Þeir sem eru á strípuðum taxtalaunum fá einnig meiri hækkanir en aðrir.

Þá er innleitt nýmæli sem felur í sér hagvaxtartengdar launahækkanir til viðbótar, fari hagvöxtur á mann yfir tiltekin mörk. Miðað við hagvaxtarreynslu frá 1990 til nútímans eru yfirgnæfandi líkur á að þetta skili umtalsverðum viðbótarhækkunum á samningstímanum.

Hættan á að kostnaður atvinnulífsins vegna umsamdra launahækkana verði sérstaklega íþyngjandi er lítil sem engin, vegna hóflegra hækkana í efstu tekjuhópum – en hálaunafólk hefur þegar fengið miklar hækkanir á síðustu árum.

Framlag ríkisins

Ríkið leggur að þessu sinni óvenju mikið af mörkum til að greiða fyrir gerð samningsins og vega 10.000 króna skattalækkanir til lágtekjufólks mest, en þær eru ígildi launahækkunar sem nemur 15.900 króna á mánuði (sjá kynningu hér).

Að auki hækkar ríkið barnabætur sem koma sérstaklega í hlut fjölskyldna með mjög lágar tekjur (ígildi 15.000 króna launahækkunar einstæðs foreldris tveggja barna sem er á lágmarkslaunum). Hjón á lágmarkslaunum fá 50% meira samanlagt. Fæðingarorlof er lengt úr 9 í 12 mánuði.

Öflugt átak til að auka byggingu nýrra íbúða fyrir láglaunafólk og úrræði innleidd til að styðja við fyrstu kaup og niðurgreiðslu lána miða að því að leiðrétta skekkju í framboði húsnæðis og ofurhækkanir sem óheftur markaður hefur innleitt á síðustu árum.

Stjórnvöld munu einnig beita sér fyrir lagasetningu um hömlur á óhófshækkanir húsaleigu (leigubremsu) og gera refsiverð svik atvinnurekenda er skirrast við að greiða starfsfólki sínu réttmæt umsamin laun. Margþætt önnur réttinda- og umbótaúrræði er að finna í aðgerðapakka stjórnvalda, ekki síst gegn félagslegum undirboðum. Allt er það mikilvægt.

Skilyrði til vaxtalækkana og hömlur á verðtryggingu lána

Hófleg hækkun launa á fyrsta ári samningsins skapar að mati samningsaðila góð skilyrði til lægra verðbólgustigs og vaxtalækkana, sem er mikið hagsmunamál fyrir bæði heimilin og fyrirtækin.

Þetta er sérstaklega mikilvægt hagsmunamál fyrir ungt fjölskyldufólk sem glímir við mikla skuldabyrði, vegna óhófshækkana á húsnæðisverði á síðustu árum. Ef slík lækkun skilar sér ekki, að óbreyttum skilyrðum, þá er samningurinn uppsegjanlegur í september 2020 eða 2021.

Þá lofa stjórnvöld að hamla notkun nýrra verðtryggðra neyslulána og taka húsnæðisliðinn út úr nýjum neyslulánum frá og með næstu áramótum.

Sveigjanleiki til vinnustaðasamninga aukinn

Ýtt er undir aukinn sveigjanleika til samninga á vinnustöðum um breytta skipan vinnutíma, sem getur leitt til styttingar viðveru á vinnustað úr 40 í 36 stundir á viku, í ítrustu dæmum.

Hverjar eru kjarabætur láglaunafólks í heild?

Ljóst er að ef meta á hverju samningurinn skila láglaunafólki til kjarabóta þá þarf að taka tillit til sem flestra þátta hans, ásamt beinum launahækkunum.

Í töflunni hér að neðan er þetta gert, með samanburði á þróun lágmarkslauna á samningstímabilinu 2015 til 2018 við nýja samninginn sem gildir frá 2019 til 1. nóvember 2022.

Launahækkanir þóttu góðar í síðasta kjarasamningi en hins vegar skemmdi aukin skattbyrði og rýrnun barnabóta ávinning láglaunafólks af samningnum þá. Tryggt er að ekkert slíkt gerist núna, heldur þvert á móti bæta fyrirhugaðar skattalækkanir og auknar barnabætur kjör þeirra lægst launuðu svo um munar.

Sýnd er heildarhækkun lágmarkslaunatryggingar á báðum tímabilum (2015-2018 og 2019-2022) og bætt við hagvaxtartengdum launahækkunum og ígildi launahækkana sem skattalækkunin og hækkun barnabóta nú skila láglaunafólki á samningstímabilinu í heild.

Lágmarkslaunatryggingin hækkaði um samtals 86.000 krónur á síðasta samningstímabili, úr 218.000 í 300.000 kr. á mánuði. Nú hækkar hún minna, eða um 68.000 krónur samtals og endar í 368.000 á síðasta ári samningsins. Hækkanir á strípaða taxta eru hærri, eða um 90.000 kr. á tímabilinu.

Hins vegar skila skattalækkunin og hækkun barnabóta láglaunafólki samtals ígildi launahækkunar um 30.900 krónur til viðbótar og að auki koma hagvaxtartengdar launahækkanir. Miðað við reynslu síðustu þriggja áratuga er líklegast að sviðsmynd II (Hagvaxtarauki II í töflunni) verði niðurstaðan, með 19.000 króna viðbótar launahækkun.

Ef það verður niðurstaðan munu kjörin hafa batnað um ígildi 117.900 króna launahækkunar. Krafa verkalýðsfélaganna var að ná fram 120.000 króna launahækkun á þremur árum.

Eins og taflan sýnir er kjarabati þeirra sem hafa laun nærri lágmarkslaunatryggingunni (sem er 300.000 krónur áður en nýi kjarasamningurinn tekur gildi) frá 21.900 til 36.900 krónum meiri en var á síðasta samningstíma. Framlag stjórnvalda á stóran þátt í að tryggja þessa hagstæðu útkomu.

Ekki eru meðtaldar í töflunni kjarabætur heimilanna vegna hugsanlegrar vaxtalækkunar.

Ég tel að þessi útkoma sýni gjörla hversu mikil tímamót eru falin í þessum kjarasamningi.

Ný forysta með nýjar leiðir nær árangri

Nú er sýnt að ný forysta í verkalýðshreyfingunni hefur náð góðum árangri. Grundvöllur þess var lagður með frumlegri og snjallri kröfugerð, sem í senn beindist að atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Órofa samstaða meðal verslunarfólks og verkafólks, undir nýrri forystu, gerði gæfumuninn. Staðföst þrautseigja og snjöll beiting verkfallsvopnsins sköpuðu þrýstinginn sem til dugði.

Samningurinn felur í sér víðtækar umbætur í samfélagsmálum og leggur að auki sitt af mörkum til að draga úr landlægu tillitsleysi fjármálageirans gagnvart hagsmunum heimila og smærri fyrirtækja.

Jafnaðarsamningurinn er lífskjarasamningur – og lífskjarasamningurinn er jafnaðarsamningur.

Á hvorn veginn sem það er skilgreint er ljóst að hér hafa orðið tímamót í kjaraþróun landsmanna.

———————-

Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hlutastarfi hjá Eflingu – stéttarfélagi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 19.3.2019 - 13:43 - FB ummæli ()

83% styðja skattatillögur verkalýðshreyfingarinnar

Í nýrri könnun kemur fram að um 83% svarenda vilji að fólk sem er með lægstu tekjur (500 þúsund kr. eða minna á mánuði) fái meiri skattalækkun en aðrir (sjá hér).

Um 9% eru hlutlaus en einungis 8% eru þessu andvíg.

Þetta er í takti við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og einnig í takti við loforð sem ríkisstjórnin sjálf gaf við upphaf samráðsviðræðna við aðila vinnumarkaðarins á síðasta ári (sjá hér).

Í skýrslunni Sanngjörn dreifing skattbyrðar eru útfærðar nokkrar leiðir í þessum anda.

 

Stjórnvöld virðast vilja verðlauna ofurlaunafólkið enn frekar

Stjórnvöld lögðu hins vegar fram tillögur sínar um skattalækkun sem fela í sér sömu krónutölu lækkun til allra, frá láglaunafólki sem ekki nær endum saman og upp til forstjóra, bankastjóra og ráðherra.

Allir fá sömu krónutöluna í lækkun, alls 6.750 kr. á mánuði – háir jafnt sem lágir.

Stjórnvöld vilja þannig verðlauna ofurlaunafólkið sem fékk ofurlaunahækkanir á síðustu árum með þessari skattalækkun í ofanálag – í trássi við eigin loforð!

 

Þjóðin er á annarri leið

Flestir líta hins vegar þannig á, að þessar ofurlaunahækkanir toppanna séu stór orsök þeirrar miklu óánægju sem er nú á almennum vinnumarkaði.

Það eina eðlilega hefði verið að stjórnvöld notuðu til fulls það svigrúm sem þau eru tilbúin að veita í skattalækkun til að lækka eingöngu skatta á tekjulægri hópana.

Með því væri t.d. hægt að koma skattalækkun til þeirra sem eru með undir 500 þúsund króna tekjum á mánuði upp í eða vel yfir 10.000 krónur á mánuði.

Þá færi framlag ríkisins að skipta alvöru máli.

Vonandi verður það niðurstaðan.

Allur þorri almennings vill það – eins og könnunin sýnir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagur 7.3.2019 - 19:45 - FB ummæli ()

Ætla stjórnvöld að svíkja loforð sitt um skattalækkanir?

 

Í upphafi samráðs við aðila vinnumarkaðarins, sem stjórnvöld blésu til vegna yfirstandandi kjarasamninga, var markmið þeirra í skattamálum skilgreint svona:

“Hafin verður endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi persónuafsláttar og samspili við bótakerfið sem ætlað er að styðja við tekjulægri hópa (lágtekjur og lægri millitekjur)”.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar um opinber fjármál fyrir árin 2019-2023 kemur fram að “heildarendurskoðun á tekjuskattskerfinu samhliða endurskoðun bótakerfa verði gerð með það að leiðarljósi að auka sérstaklega ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa og þeirra sem eru með lægri millitekjur”.[1]

Þetta virðist allt saman skýrt og klárt.

Þetta er það sem verkalýðshreyfingin hélt að væri markmiðið með skattabreytingunni.

Ekki var rætt um það á samráðsfundunum að ofurlaunahópar sem hafa fengið ofurlaunahækkanir á síðustu árum fengju líka skattalækkanir.

Nei!

Ekkert var sagt um það – enda hefðu fulltrúar launafólks þá væntanlega gengið á dyr snemma í þessu samráðsferli.

Það eru einmitt þessar ofurlaunahækkanir forstjóra, bankastjóra, annarra stjórnenda, ráðherra og þingmanna sem meðal annars hafa valdið mikilli ólgu á vinnumarkaði.

 

Tillögurnar eru ekki sérstaklega fyrir lægri tekjuhópa

En þegar fjármálaráðherra kynnti áform stjórnvalda um skattalækkanir fyrir rúmri viku kom í ljós að allir fá sömu skattalækkunina, um 6.750 krónur á mánuði – háir jafnt sem lágir!

Hver er þörfin á því? Hver er skynsemin í því?

Skúringarkonan sem ekki nær endum saman fær jafn mikið og forstjórar stórfyrirtækja, bankastjórar og ráðherrar.

Tillaga stjórnvalda var vissulega langt undir væntingum verkalýðshreyfingarinnar.

En kynning fjármálaráðherra á tillögunum var einnig mjög villandi (sjá t.d. glæru nr. 5 í kynningu hans), svo fæstir áttuðu sig á því að skattalækkunin gengur í sömu krónutölu upp allan tekjustigann.

Útfærsluna á þessu má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir samanburð á skattatillögu stjórnvalda og tillögu verkalýðsfélaganna (þ.e. ódýrustu tillögunni í skýrslunni Sanngjörn dreifing skattbyrðar).

Súlurnar sýna breytingu á staðgreiðslu tekjuskatts, í krónum á mánuði. Þegar súlurnar fara niður fyrir 0-línuna þá lækkar staðgreiðslan, en hækkar þegar þær fara yfir 0-línuna.

Tillaga verkalýðsfélaganna er um lækkun skatta fyrir alla sem eru með mánaðartekjur allt að 900 þúsund kr. – mest um 20 þúsund kr. lækkun á mánuði. Um 90% framteljenda fá umtalsverða skattalækkun samkvæmt þessari tillögu – þeir tekjulægstu fá mest.

Þeir sem eru með tekjur frá 900 til 1.300 þús. fá litla breytingu á skattbyrði sinni en skattahækkanir koma á þá sem eru með yfir 1.300 þúsund króna mánaðartekjur.

Tillaga fjármálaráðherra er hins vegar sú sama fyrir alla – 6.750 þús., nema hvað þeir sem eru með tekjur frá 200 til 300 þúsund kr. á mánuði fá minna en aðrir (t.d. margir lífeyrisþegar).

Þetta er sem sagt ekki tillaga um “að auka sérstaklega ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa og þeirra sem eru með lægri millitekjur”. Alls ekki.

Fjármálaráðherra sló ryki í augu fólks í kynningu sinni og blandaði við þetta áhrifum fyrirhugaðrar breytingar á heimild til samsköttunar hjóna. Það er hins vegar einskiptis aðgerð. Þegar hún er gengin yfir fá þeir sem samsköttun missa lægri skattbyrði sem nemur 6.750 kr. á mánuði, þ.e. lægri en þeir hefðu ella fengið.

Hjón sem bæði eru með tekjur yfir um 900 þúsund krónum fá þessa skattalækkun fjármálaráðherra til fulls – hvort um sig.

 

Fjármálaráðherra sóar svigrúminu á ofurlaunafólk

Fjármálaráðherra segir ekki svigrúm til meiri skattalækkunar en sem nemur 14,7 milljörðum (svigrúmið er að vísu miklu meira, sbr. hér).

Með því að sólunda hluta þessa svigrúms á hátekjufólk, sem hvorki þarf á þessari skattalækkun að halda né mun yfir höfuð taka eftir henni í buddu sinni, þá færir ráðherrann lágtekju- og millitekjufólki minni kjarabót en þetta svigrúm ella leyfir.

Þessi framgangsmáti felur í sér augljós svik á loforðinu sem gefið var í samráðsferlinum sem staðið hefur í meira en ár í ráðherrabústaðnum.

Hvers lags framkoma er þetta eiginlega?

 

Stjórnvöld geta auðveldlega gert mun betur – ef þau bara vilja

Ef stjórnvöld standa við loforðin sem þau gáfu og láta skattalækkunina einungis koma til þeirra sem eru með tekjur að 900 þúsund krónum á mánuði þá geta þau fært lágtekju- og millitekjufólki mun meiri kjarabót en þau hafa nú boðið.

Þetta gætu þau einnig gert án þess að hækka tekjuskattinn hjá þeim sem eru fyrir ofan 900 þúsund króna tekjumarkið.

Hitt er auðvitað annað mál, að stjórnvöld gætu gert enn betur við lægri og milli tekjuhópana ef þau hækka skattinn á hæstu tekjurnar hóflega.

Ef þau ganga enn lengra og hækka fjármagnstekjuskattinn nær því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum og ráðast í þær umbætur sem við Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri leggjum til í skýrslunni Sanngjörn dreifing skattbyrðar, þá geta þau almennt gert mun betur við allan þorra launafólks og lífeyrisþega – og lagað innviðina að auki.

Eins og staðan er í dag þá stefnir hins vegar í að stjórnvöld muni svíkja þau loforð sem þau gáfu aðilum vinnumarkaðarins, um að láta lágtekju- og lægra millitekjufólk fyrst og fremst njóta breytinga á tekjuskattskerfinu.

Er ofurlaunaþjóðin svo illa haldin að hún þurfi á 6.750 króna skattalækkun að halda – eftir að hafa fengið launahækkanir sem telja í hundruðum þúsunda og jafnvel milljónum króna á mánuði? Hækkanir sem stjórnvöld hafa samþykkt.

Sjá menn virkilega ekki að það fé sem til taks er ætti að fara eingöngu til þeirra hópa sem lofað var að yrðu í forgangi?

———————–

Höfundur er prófessor við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi í hálfu starfi.

 

[1] Ívitnanir í nýlega skattaskýrslu Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins, bls. 1.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 3.3.2019 - 09:07 - FB ummæli ()

SA bjóða þorra launafólks kaupmáttarrýrnun – þrjú ár í röð

Samtök atvinnurekenda (SA) buðu verkalýðsfélögunum kaupmáttarrýrnun fyrir alla sem eru með 400 þúsund krónur á mánuði og yfir.

Það var heldur snautlegt tilboð, svo ekki sé meira sagt – enda viðræðum slitið að hálfu VR, Eflingar, VLFA og VLFG.

Þetta má sjá í grein minni á Kjarnanum sem ber saman kröfu verkalýðsfélaganna og tilboð SA (sjá hér).

SA menn segja tilboð sitt vera grundvallað á mati á „svigrúmi“ til kauphækkana sem er þannig reiknað, að nær útilokað er að hagvöxtur skili sér í kaupmáttaraukningu fyrir þorra almennings.

Pælið í því!

Með öðrum orðum, þó hagvöxtur í ár og næstu tvö árin verði nálægt 2% á ári að meðaltali þá telja SA-menn að nauðsynlegt sé að bjóða öllum þorra launafólks kaupmáttarrýrnun – þrátt fyrir slíkan hagvöxt, sem er ágætur á alþjóðamælikvarða.

Slíkt tilboð SA er auðvitað út í hött og fjarri lagi að verkalýðshreyfingin geti sætt sig við það – hvað þá að það yrði endurtekið þrjú ár í röð.

 

Krafa verkalýðsfélaganna er raunsæ og réttlát

Samkvæmt kröfum verkalýðsfélaganna fá lægstu launahóparnir mesta kaupmáttaraukningu og í reynd fá um 95% launafólks aukinn kaupmátt samkvæmt kröfunni.

Einungis launahæstu 5 prósentin gætu fengið smá rýrnun kaupmáttar með flatri krónutöluhækkun – en það er einmitt fólkið sem hefur fengið langmestu kauphækkanirnar á síðustu árum. Ofurlaunafólkið.

Hagvöxtur á auðvitað að skila sér í bættri afkomu alls þorra launafólks og nú er komið að því að lægstu hóparnir fái mest.

Þess vegna verða verkalýðsfélögin að standa fast á kröfum sínum.

Markmiðið er að hægt sé að ná endum saman á lægstu dagvinnulaunum.

Það er bæði raunsætt og réttlátt.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 26.2.2019 - 12:04 - FB ummæli ()

Ráðstöfunartekjur hæstu og lægstu hópa

Rangfærslur fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur sagt undanfarið að ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópa hafi hækkað meira en ráðstöfunartekjur þeirr tekjuhæstu.

Þetta er líka fullyrt í nýrri skýrslu sérfræðingahóps fjármálaráðherra um skattamál.

Þetta er hins vegar mjög rangt ef menn horfa til allra skattskyldra tekna, það er að meðtöldum öllum fjármagnstekjum hátekjuhópanna.

Menn eiga auðvitað að byggja allan slíkan samanburð á öllum skattskyldum tekjum, en ekki sleppa stórum hluta tekna hátekjuhópanna (fjármagnstekjum).

Í töflunni hér að neðan má sjá tölurnar fyrir fjölskyldur (hjón og sambúðarfólk), annars vegar fyrir 1993 og hins vegar fyrir 2017, ásamt breytingu á tímabilinu í prósentum.

Gögnin koma úr gagnabanka stjórnvalda (tekjusaga.is). Allar skattskyldar tekjur eru meðtaldar.

 

Niðurstaðan: Hæstu hóparnir fóru langt fram úr öllum öðrum

Þeir sem voru í tekjuhæsta hópnum (efstu tíund) voru að meðaltali með 940 þúsund krónur á mánuði 1993 en ríflega tvöfölduðu tekjur sínar til 2017, upp í 1.986 þúsund (á föstu verðlagi).

Það er hækkun um 111,3% á tímabilinu öllu, eða hækkun að meðaltali um 4,6% á ári hverju.

Lágtekjuhópurinn (lægsta tíund) fór hins vegar úr rúmlega 309 þúsund kr. á mánuði í 443 þúsund. Engin tvöföldun þar.

Það er hækkun um 43,2% á tímabilinu öllu, eða hækkun að meðaltali um 1,8% á ári hverju.

Hæstu tekjurnar hækkuðu mun meira en tvöfalt það sem lægstu tekjur hækkuðu. Það er mjög mikill munur á alla mælikvarða.

 

Tafla 1: Þróun ráðstöfunartekna fjölskyldna frá 1993 til 2017: hátekjuhópur og lágtekjuhópur samanbornir

 

Ofangreindar fullyrðingar um að ráðstöfunartekjur lægstu hópa hafi hækkað meira en hjá hátekjuhópum fá því engan vegið staðist.

Þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn: þær tekjuhæstu hækkuðu mest.

Þetta á við um tímabilið allt frá 1993 til 2017, en einnig ef miðað er við tímabilið frá 2000 til 2017, sem notað er í skattaskýrslu stjórnvalda.

Tölurnar þar eru fullkomlega á skjön við tölurnar úr Tekjusögu-gagnabankanum, sem stjórnvöld létu búa til og opnuðu fyrr á árinu (sjá tekjusaga.is).

Nýgerðir kjarasamningar eru hins vegar til þess fallnir að snúa þessari þróun við, með meiri hækkunum til tekjulægri hópa en þeirra hærri (sjá hér).

 

Síðasti pistill:  Ríkið skuldar launafólki miklu meira

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 19.2.2019 - 23:34 - FB ummæli ()

Ríkið skuldar launafólki miklu meira

Lítilmótleg skattalækkun

Fjármálaráðherra kynnti í dag áform sín um skattalækkun, sem sagt hefur verið að yrði framlag stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði.

Lækkunin er mest 6.760 krónur á mánuði.

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja að ríkið hafi ekki meira svigrúm.

 

Miklu meira svigrúm er til staðar

Kostnaðurinn af þessu framlagi er sagður 14,7 milljarðar.

En ríkið hefur þegar sparað sér 14,1 milljarða útgjöld með niðurskurði vaxtabóta einna frá 2011 til 2017 (á föstu verðlagi)!

Frá 2012 til 2017 lækkaði ríkið útgjöld til barnabóta um 1,2 milljarða (á föstu verðlagi).

Samtals tók ríkið 15,3 milljarða út úr þessum bótaflokkum eftir 2011.

Að auki hefur ríkið fært um 12 milljarða skattbyrði af tekjuhæstu 20 prósentunum yfir á þau 80 prósent sem lægstar tekjur hafa á árunum 2012 til 2016 (sjá hér).

Þetta ætti auðvitað að færa til baka, með hærri álögum á hátekjur og fjármagnstekjur.

Alls eru þetta 27,3 milljarðar – og þá er ekki allt talið.

Því til viðbótar er ríkið með 29 milljarða afgang á fjárlögum.

Svigrúmið er því miklu meira en 14,7 milljarðar – eða að minnsta kosti 56,3 milljarðar.

 

Spöruðu 19,7 milljarða í húsnæðisstuðning á 6 árum

Ef einungis er litið á hve mikið ríkið hefur tekið út úr húsnæðisbótum (vaxtabótum og húsaleigubótum samanlagt) þá voru það tæpir 20 milljarðar frá 2011 til 2017.

Ríkið tók tæpa 20 milljarða út úr húsnæðisstuðningi við heimilin
Breyting frá 2011 til 2017
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Opinber útgjöld til húsnæðisaðstoðar 30,6 23,9 16,1 16,2 13,7 12,2 10,9 -19,7
(milljarðar á föstu verðlagi) Heimild: Hagstofa Íslands

Ríkið er ekki einu sinni að skila því til baka sem það hefur tekið aukalega af lægri og milli tekjuhópunum á síðustu árum.

Er það framlag til kjarasamninga og félagslegs stöðugleika?

 

Síðasti pistill: Skattbyrði lágtekjufólks í Evrópu

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 12.2.2019 - 17:50 - FB ummæli ()

Skattbyrði lágtekjufólks í Evrópu

Í skýrslu okkar Indriða H. Þorlákssonar, Sanngjörn dreifing skattbyrðar, sem kom út í síðustu viku, er útfærð víðtæk umbótaáætlun í skattamálum, sem miðar að því að gera skattkerfið bæði sanngjarnara og skilvirkara.

Þar eru meðal annars útfærðar tillögur um að vinda ofanaf þeirri miklu skattatilfærslu sem orðið hefur á Íslandi á síðustu tveimur áratugum eða svo, þar sem skattbyrði var færð af tekjuhæstu og eignamestu hópunum yfir á milli og lægri tekjuhópa, hlutfallslega mest á tekjulægsta hópinn.

Tillögurnar gera ráð fyrir að allir sem eru með tekjur undir um 900 þúsund krónum á mánuði fái lækkaða staðgreiðslu, mest um 20 þúsund krónur á mánuði fyrir fullvinnandi lágtekjufólk og lífeyrisþega. Um 90% framteljenda fá skattalækkun samkvæmt útfærslum okkar. Þeir sem eru með tekjur frá 900 til 1300 þúsund fá litlar sem engar breytingar á skattbyrði sinni.

Skattar hækka hins vegar fyrst og fremst hjá þeim sem eru með 1.300 þúsund krónur í tekjur á mánuði og yfir, en það eru tekjuhæstu 5% framteljenda.

Sýnt er í skýrslunni hvernig þetta má framkvæma á einfaldan hátt (sjá skýrsluna hér).

 

Raunveruleg skattbyrði Evrópuþjóða

Í viðauka skýrslunnar eru birtar ýmsar mikilvægar upplýsingar um skattbyrði og samanburð á skattbyrði á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum.

Þar má meðal annars sjá að skattbyrði lágtekju- og meðaltekjufólks á Íslandi er nú ein sú hæsta í Evrópu – einmitt fyrir tilstilli Stóru skattatilfærslunnar.

Ísland er með 3.-4. hæstu skattbyrðina í tekjutíundarhópum II til VIII.

Í allra lægstu tekjutíundinni (þar sem eru einkum námsmenn á aldrinum 16-20 ára sem einungis vinna hlutastörf og eru að mestu undir skattleysismörkum) er Ísland ekki eins ofarlega.

En þegar tekjur fólks eru komnar upp fyrir skattleysismörkin (nú um 150.000 kr. á mánuði) þá tekur við þriðja til fjórða hæsta skattbyrði í Evrópu.

Sú útkoma helst upp að tekjuhæstu tíundinni en þar er skattbyrðin á Íslandi ekki nærri eins ofarlega í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hátekjufólki er sérstaklega hlíft á Íslandi.

Á myndinni hér að neðan má sjá skattbyrði í annarri tekjutíund (þegar komið er upp fyrir námsmenn og fleiri sem einkum vinna hlutastörf eða hluta úr árinu).

Myndin er dæmigerð fyrir skattbyrði bæði lágtekju- og miðtekjufólks í Evrópu og sýnir stöðu Íslands í þeim hópum.

Fyrir tveimur áratugum var skattbyrði á Íslandi umtalsvert lægri en á öllum hinum Norðurlöndunum.

Norrænu þjóðirnar voru með hærri skattbyrði en Ísland vegna þess að þær vörðu meiri útgjöldum til velferðarmála en Íslendingar.

En eru Íslendingar þá að fá meiri bætur og þjónustu frá opinberu velferðarkerfunum en hinar norrænu þjóðirnar í dag (að Dönum undanskildum)?

Nei, það er því miður ekki reyndin. Opinber velferðarútgjöld á Íslandi eru langt fyrir neðan meðallag OECD-ríkjanna (sjá hér).

 

Sú tíð að skattbyrði sé lág á Íslandi er semsagt liðin, eftir að Stóra skattatilfærslan breytti stöðu alls þorra almennings hér til hins verra.

En við erum nú með háa skattbyrði án þess að velferðarútgjöldin séu sérstaklega rausnarleg hér á landi.

 

Tekjuhæstu- og eignamestu hóparnir voru hins vegar þeir sem fengu verulega bætt stöðu með minni skattbyrði en áður hafði verið, eins og sýnt er í skýrslunni.

Tillögur okkar Indriða miða að því að lagfæra þessa stöðu, öllum þorra almennings til hagsbóta – og við sýnum hversu auðvelt er að framkvæma þær umbætur.


Gögnin á myndinni koma úr lífskjarakönnun evrópsku hagstofunnar (Eurostat) og liggja opinber skattagögn yfirleitt til grundvallar. Tölurnar sýna greidda beina skatta sem hlutfall heildartekna fyrir skatta, að teknu tilliti til álagningar og allra löglegra frádráttarliða. Þó vantar hluta fjármagnstekna í efsta tekjuhópinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 20.1.2019 - 11:12 - FB ummæli ()

Minni yfirvinna með betri afkomu

Hér er viðtal sem Baldur Arnarson, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við mig fyrir helgarblað Morgunblaðsins 19.-20. janúar.
 

Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og starfsmaður Eflingar, segir almennt litið svo á að með batnandi afkomu styttist vinnutími launafólks.

Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins á þriðjudaginn var um meðalvinnutíma á Íslandi, í ESB og á öðrum Norðurlöndum. Umfjöllunin byggðist á tölum Eurostat, hagstofu ESB, og benti til að vinnuvikan á Íslandi hefði verið að styttast – þó hún sé enn umtalsvert lengri á Íslandi. Þær tölur eru endurbirtar í grafi hér fyrir ofan. Grafið hefur verið leiðrétt en tölur um vinnutíma í ESB árið 2017 voru rangar í fyrri útgáfu. Þá víxluðust tölur um samdrátt á tímabilinu.

Færri muni vilja yfirvinnu

»Almennt má ætla að með batnandi afkomu styttist vinnutíminn, a.m.k. hjá þeim hópum sem eru að sækja í yfirvinnu til þess að bæta afkomuna fyrir venjulega neyslu og fjölskyldurekstur. Það má ætla að öðru óbreyttu og ef við höldum þokkalegum hagvexti á næstu árum, og erum ekki að fara í nein stór áföll, að batnandi afkoma heimila muni skila sér í styttri vinnuviku, ef markmið kjarasamninga sem fyrir liggja nást að einhverju leyti.

Þá myndi ég telja nokkuð ljóst að vinnuvikan myndi styttast að jafnaði í kjölfarið,« segir hann.

Má geta þess að Efling hefur hafnað tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær hafi gengið út á að víkka ramma dagvinnutímans úr 10 klst. í 13, að taka kaffitíma út úr launuðum vinnutíma og að lengja uppgjörstímabil yfirvinnu.

Gæti átt við yngra fólkið

Spurður hvort ekki megi ætla að fólk nýti tækifærið og vinni meira þegar framboð af störfum er gott og launin há segir Stefán þá ályktun ganga gegn algengustu kenningum í þessu efni. Þó megi heimfæra þetta upp á ungt fólk og innflytjendur sem eru að koma undir sig fótunum – og þá tímabundið.

Hann rifjar upp að skattfrjálsa árið 1987, sem svo var kallað, hafi yngra fólk nýtt sér umframeftirspurn eftir vinnuafli.

»Skattfrjálsa árið fólst í því að árið 1988 var tekin upp staðgreiðsla skatta, sem þýddi að árið 1988 voru greiddir skattar af tekjum þess árs. Árið á undan, 1987, voru hins vegar greiddir skattar af tekjum ársins 1986, sem þýddi að í reynd var aldrei greiddur skattur af tekjum ársins 1987. Sumir hættu í skóla og nýttu sér að árið 1987 kom vel út skattalega séð gagnvart aukatekjum umfram tekjur ársins 1986. Það þýddi hins vegar náttúrulega ekki að árið væri skattlaust.

Stefán telur aðspurður að Ísland sé að færast frá þeirri yfirvinnumenningu sem hafi tíðkast hér.

»Já, ég held að viðhorfin séu að breytast í þá áttina að ef fólki er gert það kleift kjaralega, með viðunandi dagvinnulaunum, vilji það vinna minni yfirvinnu. Það á sérstaklega við um yngri kynslóðina sem er komin út á vinnumarkaðinn. Ef fólki verður gert þetta auðveldara munum við sjá markverða styttingu vinnutíma í framhaldinu. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er á bak við kröfur í núverandi kjarasamningum. Sem er að gera þetta kleift með því að bæta sérstaklega hag fólks sem er á lægri tekjum og hag unga fólksins sem er að byrja á vinnumarkaði og er á lægri tekjum en þeir eldri,« segir Stefán og bendir á að kröfur um skattalækkanir á lægri tekjur og millitekjur hjálpi einnig til í þessu efni.

Lifað af yfirvinnu og í fleiri en einu starfi

Yfirvinna hefur gegn lykilhlutverki í afkomu launafólks.

»Til dæmis má nefna Eflingarfólkið, verkafólk á höfuðborgarsvæðinu, en þar eru menn að bæta við sig á annað hundrað þúsund krónum í mánaðarlaun með yfirvinnu og starfi númer 2 og 3 ef svo ber undir. Það er reyndar kannski ekki svo algengt að menn séu í þremur störfum. Hlutfallslega margir í þessum hópum hafa þó tekjur úr tveimur störfum.

«Spurður um ástæður langs vinnutíma á Íslandi rifjar Stefán upp að á fyrri áratugum hafi kaup á Íslandi fyrir dagvinnu verið óvenjulágt miðað við hagsæld og nágrannalöndin.

»Íslendingar bættu sér það upp með mikilli vinnu … Rótin að þessu öllu var metnaður Íslendinga í lífsgæðakapphlaupinu. Við höfum verið heldur mikið efnishyggjufólk og með djarfa neyslu á köflum og helsta leiðin til þess að fullnægja því hefur í gegnum tíðina verið að vinna hrikalega mikið, leggja hart að sér.

«Spurður hvort ein skýringin á lengri vinnuviku sé að Ísland hafi verið komið skemmra á þróunarbrautinni en hin Norðurlöndin segir Stefán að um 1970 hafi þjóðarframleiðslan á mann verið komin á svipað ról og í þessum löndum. Hann hafi í bókinni Lífskjör og lífshættir á Norðurlöndum (1990) borið saman lífskjörin á Norðurlöndunum.

»Þá vorum við klárlega komin upp á sama hagsældarstig. Við vorum með svipaða þjóðarframleiðslu á mann og einkaneyslu og frændþjóðirnar á hinum Norðurlöndunum en með lægra grunnkaup, lengri vinnutíma og lægri skatta. Samhliða vorum við hins vegar með minni stuðning frá velferðarkerfinu en hinar Norðurlandaþjóðirnar, en með þessu aukna vinnuálagi náðum við að trekkja einkaneyslu hér upp á svipað stig og á hinum Norðurlöndum.

Fylgifiskur hnattvæðingar

Spurður um það fyrirkomulag sem er til dæmis í Noregi að borga út yfirvinnu með frítökurétti, í stað hærri launa, segir Stefán slíkt fyrirkomulag hafa orðið algengara á Vesturlöndum á síðustu tveimur áratugum, eftir því sem verkalýðshreyfingin hafi veikst og hnattvæðing markaðshátta aukist.

Þetta sé oft í raun rýrnun starfskjara.

Á Íslandi hafi yfirvinnutíminn til dæmis verið um 80% dýrari en dagvinnutíminn. Yfirvinnutekjur hafi gegnt stóru hlutverki í að gera láglaunafólki kleift að láta enda ná saman.

Getur grafið undan réttindum

»Ef þessi svokallaði sveigjanleiki gengur mjög langt getur hann gefið atvinnurekendum aukið svigrúm til þess að vera með fólk í vinnu langt fram á kvöld og um helgar en alltaf á dagvinnukaupi einu, sem taki það svo út í dagvinnufríi einhvern tímann miklu síðar.

Þá er í raun verið að misnota starfsfólkið og rýra kjörin.

Vinnuveitandinn er með slíku að fá aukið svigrúm til að vera með fólk í vinnu á ókristilegum tíma og jafnvel undir miklu álagi, sem kemur niður á fjölskyldulífi, en alltaf aðeins á dagvinnukaupi.

Þótt ég telji að skoða megi einhverjar útfærslur á sveigjanleika verða að vera mjög afgerandi og stíf mörk gagnvart því að ekki sé verið að auka álag og kröfur og rýra um leið kjör fyrir hverja vinnustund hjá vinnandi fólki með svona leiðum …

Þetta er vandmeðfarið og margt að varast.

Að auki mætti alls ekki færa atvinnurekendum sjálfdæmi í slíku.

Við þurfum að vernda það sem áunnist hefur í verkalýðsbaráttu síðustu aldar og byggja ofaná það, en ekki gefa réttindi og starfskjör frá okkur.

Annars verðum við komin niður á kjarastig þróunarlandanna fyrr en síðar. Slíka stefnu geta menn séð í framkvæmd víða í Bandaríkjunum, svo dæmi sé tekið,« segir Stefán.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 14.1.2019 - 22:26 - FB ummæli ()

Ævintýralegt rugl um einkavæðingu banka

Það var átakanlegt að hlusta á Brynjar Níelsson tala fyrir einkavæðingu ríkisbankanna í Kastljósi í kvöld.

Smári McCarthy beinlínis rúllaði Brynjari upp og pakkaði honum inn í notaðan jólapappír!

Að miklu leyti var Brynjar hálf kjaftstopp og vissi ekki hvað hann átti að segja – en að öðru leyti voru rökin sem hann kom með ævintýralegt rugl.

Hér eru nokkur dæmi:

 1. Brynjar sagði að selja bæri ríkisbankana af því að þetta væri svo mikill áhætturekstur fyrir ríkið! Þetta er hlægilegt vegna þess að…
  • Ríkið átti Landsbankann í 117 ár og gekk það ágætlega á sama tíma og Íslendingar urðu ein af ríkustu þjóðum heims.
  • Einkaaðilarnir sem tóku við bankanum árið 2003 ráku bankann í þrot (með græðgina að leiðarljósi) á einungis 5 árum – og það í risagjaldþrot á heimsvísu!
  • Þó bankarnir væru í einkaeign þá reyndist sá mikli og stórkostlegi einkarekstur fela í sér gríðarlega áhættu fyrir ríkið og þjóðina alla. Pælið í því!
  • Einkarekstur banka er miklu áhættusamari en ríkisrekstur banka – það er reynsla Íslendinga.
  • Á þeim tíma sem ríkið hefur átt Landsbankann á ný hefur hann skilað vel á annað hundrað milljörðum í arð til þjóðarinnar. Íslandsbanki hefur skilað um 60 milljörðum. Sjálfgræðismenn vilja nú koma slíkum ofurgróða í hendur auðmanna.
 1. Brynjar sagði að það þyrfti meiri samkeppni, rétt eins og einkavæðing myndi skila því. Þetta er líka rugl, því…
  • Samkeppni milli banka er engu minni nú en var á árunum frá 2003 til hruns.
  • Vextir eru nú talsvert lægri en var á árunum 2003-2008 þegar bankarnir voru í einkaeign (þó vextir séu enn of háir).
 1. Brynjar sagði loks að bankar væru alltaf reknir í þágu eigenda sinna. Það var sennilega það eina rétta sem hann sagði! Það er hins vegar besta ástæðan fyrir því að þeir eiga að vera áfram í sameign þjóðarinnar, eins og stór meirihluti þjóðarinna vill (sjá hér).

Bankar eru slæmir og þá þarf að hemja með reglum og virku aðhaldi svo þeir þjóni samfélaginu almennilega. Mikið vantar enn uppá það.

Það eina góða við Landsbankann og Íslandsbanka er að þeir eru í ríkiseigu – arðurinn fer til sameiginlegra þarfa þjóðarinnar.

Að fenginni reynslu á ekki að koma til greina að einkavæða bankana að neinu leyti fyrr en stjórnmálalífið er komið á miklu hærra þroska- og siðferðisstig en nú er. Langan tíma mun taka að komast á það stig.

Hagsmunir þjóðarinnar eiga að vera í fyrirrúmi – ekki hagsmunir fámennrar yfirstéttar sem vill fá að blóðmjólka þjóðina og auðlindir hennar í eigin þágu.

 

Síðasti pistill:  Endurnýjun verkalýðshreyfingarinnar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 31.12.2018 - 09:51 - FB ummæli ()

Endurnýjun verkalýðshreyfingarinnar

 

Verkalýðshreyfingin fer nú fram undir nýrri forystu.

Þess sér merki í breyttum málflutningi, nýrri tegund kröfugerðar og víðtækari lífskjarapólitík en oft áður. Þessu fylgir einnig mikil ákveðni að hálfu leiðtoga hreyfingarinnar um að ná árangri.

Allar eru kröfurnar viðbrögð við vandamálum og göllum í samfélagi okkar og miða að því að bæta úr og skapa betra samfélag. Þetta eru snjallar, tímabærar og vel framkvæmanlegar umbætur sem að er stefnt.

 

Ný orðræða

Hvað málflutning varðar er nú talað tæpitungulaust um laka afkomu láglaunafólks og rætur vandans – hvort sem þær liggja í of lágum launum, of háu verðlagi framfærslunnar, of háum sköttum á lágar tekjur eða rýrnun velferðarkerfisins.

Þetta er svo sett í rökrétt samhengi stéttabaráttunnar, sem áður var orðin að hálfgerðu feimnismáli.

Raunar hefur á síðustu áratugum farið meira fyrir stéttabaráttu að hálfu atvinnurekenda og fjáraflamanna (yfirstéttarinnar) en að hálfu launafólks.

Þeir hafa þó ekki kallað þetta stéttabaráttu heldur talað í staðinn um “skynsamlegar leiðir”, “einföldun” og “hagkvæmni”, eins og verið væri að vinna fyrir alla samfélagsþegna en ekki bara yfirstéttina. Yfirstéttin hefur siglt undir fölsku flaggi.

Yfirstéttin hefur rekið harða kröfupólitík gagnvart stjórnvöldum, í nafni nýfrjálshyggju, sem hefur öll miðað að því að bæta hag þeirra efnameiri og oft á kostnað almennings.

Sérhyggja og sjálfgræðisstefna þeirra betur settu hefur ráðið för.

Yfirstéttin hefur þrýst á um lækkun skatta á hæstu tekjur, fjármagnstekjur og miklar eignir. Hún hefur þrýst á um lækkun skatta á fyrirtæki sem eykur rými til arðgreiðslna eigenda út úr fyrirtækjum.

Yfirstéttin hefur þrýst á um alls konar fríðindi, frelsi og forréttindi fyrir fjármagnseigendur, til að auka tækifæri þeirra til að græða.

Atvinnurekendur hafa á skömmum tíma flutt inn tugi þúsunda af láglaunavinnuafli og oft freistað þess að halda þeim í fátæktaraðstæðum.

Fjárplógsmenn hafa jafnvel heimtað að ríkið afhendi þeim allar fasteignir sínar (frá skólum til sjúkrahúsa, frá orkuveitum til vega) og að hið opinbera verði í staðinn leiguliði hjá auðmönnum, sem geta þá makað krókinn í öruggu skjóli skattgreiðandi almennings og án samkeppni.

Stjórnvöld hafa látið undan mörgum af þessum kröfum yfirstéttarinnar.

Í staðinn hefur skattbyrði láglaunafólks og millitekjufólks verið aukin og bætur velferðarkerfisins rýrðar. Verst hefur þetta bitnað á láglaunafólki og lífeyrisþegum (sjá hér og hér).

Þessi tími alþjóðavæddrar nýfrjálshyggju, sem ríkt hefur frá um 1980, snéri stéttabaráttunni á haus. Stéttabarátta var lengst af á 20. öldinni rekin af verkalýðshreyfingunni og skilaði öllum þorra almennings bættum kjörum, auknum réttindum og meira öryggi.

Atvinnurekendur og fjármagnseigendur voru þá í vörn – eða þangað til þeir fóru að sækja fram undir merkjum nýfrjálshyggjunnar.

Afleiðing þessa umsnúnings stéttabaráttunnar kemur víðast á Vesturlöndum fram sem aukinn ójöfnuður, veiking velferðarríkja og rýrnun ráðningarkjara vinnandi fólks. Auður hinna ofurríku hefur vaxið á sama tíma með ógnarhraða. Pólitísk ólga eykst samhliða þessari öfugþróun.

 

Ný kröfugerð

Með nýrri forystu í verkalýðshreyfingunni hafa nú verið stigin stór skref til að snúa stéttasamskiptunum úr varnarleik í sóknarleik fyrir hönd almennings.

Þetta kemur glögglega fram í frumlegri og metnaðarfullri kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga.

Sótt er fram í nafni víðtækrar kjarastefnu. Lært er að þeirri reynslu að ekki duga launahækkanir einar ef stjórnvöld koma í bakið á launafólki og klípa af umsömdum kjarabótum með skattahækkunum, rýrnun bóta og græðgisvæðingu húsnæðismarkaðarins.

Kröfur beinast því bæði að atvinnurekendum og stjórnvöldum, með markvissari hætti en áður.

Svigrúm til launahækkana er nýtt hlutfallslega betur fyrir lægri launahópana, með flatri krónutölu-hækkun launa, sem sparar atvinnurekendum stigvaxandi hækkun heildarlaunakostnaðar.

Að stjórnvöldum beinast kröfur um tilfærslu á skattbyrðinni frá lægri tekjuhópum til hærri hópa, samhliða eflingu þess bótakerfis sem hefur stórlega rýrnað á undanförnum árum.

Að mörgu leyti beinast kröfur í húsnæðismálum að því að knýja stjórnvöld til að efna eigin loforð um úrbætur, sem á hefur staðið. Til viðbótar þarf að stórefla félagsleg úrræði í húsnæðismálum, reglubinda leigumarkað og auka verulega húsnæðisstuðning, ekki síst við ungt fólk.

Fjármálakerfið þarf að sveigja til hlýðni við samfélagið svo það skili mun lægri vaxtakostnaði fyrir heimilin og smærri fyrirtæki og reisa þarf örugga varnarmúra gegn því að auðmenn braski með gengi krónunnar gegn hagsmunum alls almennings.

Úrtölumenn og hagsmunaþjónar yfirstéttarinnar kalla þetta “óraunhæfar kröfur” og hafa jafnvel líkt þeim við “sturlun”.

En það er einkenni á allri kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar nú, að hún er raunsæ og vel framkvæmanleg án nokkurar kollsteypu efnahagslífsins.

Hættan af kollsteypum liggur nú á dögum miklu frekar hjá fjármagnseigendum og bröskurum en hreyfingu launafólks, eins og reynslan af bólunni og hruninu sýndi svo glögglega.

 

Ný lífskjarapólitík

Meðalhækkun launa samkvæmt kröfugerðinni er um 6,5% á ári og atvinnurekendur hafa það í hendi sér að hækka laun þeirra hæst launuðu minna ef þeim finnst þung byrði af því að hækka lægstu laun um 42 þúsund krónur, þrjú ár í röð.

Stjórnvöld hafa ágætt svigrúm til að færa öllum þorra þeirra sem hafa lægstu og lægri millitekjur umtalsverðar skattalækkanir. Þau þurfa ekki að tapa heildarskatttekjum ef þau einfaldlega hækka álagningu á hæstu laun og fjármagnstekjur í átt til þess sem tíðkast hjá slíkum hópum á hinum Norðurlöndunum.

Auk þess hafa stjórnvöld mikið svigrúm til skattalækkana með því einfaldlega að nýta drjúgan hluta af fyrirliggjandi tekjuafgangi fjárlaga (29 milljarðar) og þegar eyrnamerkta 14 milljarða til skattalækkana (þarna er samanlagt svigrúm um 40-42 milljarðar). Það svigrúm eitt dugir til að lækka skattbyrði láglaunafólks um í kringum 20 þúsund krónur á mánuði.

Það er líka auðvelt að koma böndum á húsnæðismarkaðinn og fjármálageirann sem leika lausum hala á kostnað samfélagsins.

Slíkar hækkanir lægstu launa, skattalækkanir og húsnæðisumbætur geta farið langleiðina með að gera þeim lægst launuðu kleift að lifa af dagvinnulaunum. Lífeyrisþegar myndu njóta sambærilegra kjarabóta.

Að koma vel til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar er ekki aðeins mögulegt heldur væri það mikið þjóðþrifaverk sem gerði samfélagið allt betra, stöðugra og samkeppnishæfara gagnvart grannríkjunum.

Lífskjarapólitík verkalýðshreyfingarinnar er því í senn raunhæf og auðveldlega framkvæmanleg, bæði það sem snýr að atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Vilji er allt sem þarf.

—————————–

Stefán Ólafsson er prófessor við HÍ og starfar í hlutastarfi sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Tölvur og tækni

Mánudagur 17.12.2018 - 20:12 - FB ummæli ()

Stéttagreining Gylfa Zoega sýnir forréttindi auðmanna

 

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, skrifar um stéttir og stéttabaráttu í nýjasta hefti Vísbendingar (sjá samantekt í Kjarnanum).

Megin boðskapur Gylfa er sá, að klassísk stéttagreining eigi ekki lengur við á Íslandi og að kjarabarátta launafólks sé dæmd til að misheppnast.

Hvoru tveggja er kolrangt. Gylfi sýnir raunar sjálfur að fyrri staðhæfingin er röng og ég mun sýna hér á eftir að sú seinni á ekki heldur við rök að styðjast.

Samt er margt gagnlegt í grein Gylfa Zoega.

 

Höfuðstéttirnar endurskýrðar að óþörfu

Í stéttagreiningu sinni segir Gylfi, að í stað þess að íslenska þjóðin skiptist í fjármagnseigendur og arðrænt launafólk (eins og Marx útlistaði á 19. öld), þá sé önnur stéttaskipting komin til sögunnar.

Þjóðin skiptist nú í þá sem geta farið inn og út úr íslenska gjaldmiðlinum og hina sem eru fastir.

Hér er stóra gatið á greiningu Gylfa. Þetta eru nefnilega sömu hóparnir og Marx talaði um!

Gylfi hefur einungis breytt um nafn eða skilgreiningu á höfuðstéttunum.

Það eru einmitt fjármagnseigendur sem geta farið inn og út úr krónuhagkerfinu en almennt launafólk er fast í viðjum þess og tapar bæði á uppsveiflu og niðurdýfum.

Gylfi lýsir ágætlega fyrirkomulagi fjármálakerfisins, þar sem yfirstétt fjármagnseigenda býr við algera forréttindastöðu, geta braskað með krónuna og grætt bæði á niður- og uppsveiflum gengisins. En almennt launafólk er fast í krónuhagkerfinu og borgar brúsann – lætur braskarana arðræna sig (t.d. með gengisfellingum og alltof háum vöxtum).

Það er ríkisvaldið sem hefur komið þessu kerfi á og Seðlabankinn hefur stærsta hlutverkið við að stýra því frá degi til dags.

En þessi forréttindi sem Gylfi lýsir eru bara hluti af því hvernig yfirstéttin hefur með aðstoð stjórnmála nýfrjálshyggjunnar gengið erinda yfirstéttar fjármagnseigenda (atvinnurekenda og stóreignafólks) en fórnað hagsmunum almenns launafólks.

Og það er ekki bara á fjármálamarkaði sem búið er að byggja forréttindakerfi fyrir fjármagnseigendur. Skoðum skattkerfið líka.

 

Skattkerfi yfirstéttarinnar og skattkerfi almenns launafólks

Hið sama á við í skattamálunum. Yfirstéttin, sem hefur stóran og jafnvel stærstan hluta tekna sinna í formi fjármagnstekna, býr við forréttindaskattkerfi með mun lægri álagningu en vinnandi launafólk og lífeyrisþegar.

Fjármagnstekjuskatturinn er skattkerfi yfirstéttarinnar (22% álagning núna) en almennt launafólk greiðir mun meira af launatekjum sínum í almennan tekjuskatt.

Láglaunamaður sem bætir við sig 100 þúsund krónum á mánuði með stritandi aukavinnu greiðir 36,9% í tekjuskatt af þessum aukatekjum sínum þegar fjármagnseigandi greiðir einungis 22% skatt á viðbótar fjármagnstekjur sínar (óháð upphæð).

Fyrir árið 1996 var hins vegar sama álagning á fjármagnstekjur og launatekjur vinnandi fólks. Samkvæmt hugmyndum nýfrjálshyggjumanna var talin þörf á að lækka skattlagningu fjármagnstekna og var sú lækkun greidd með hækkuðum álögum á lægri og milli launatekjur (sjá hér).

Lægri álagning á fjármagnstekjur en aðrar tekjur jafngildir styrk stjórnvalda til fjármagnseigenda sem hafa miklar fjármagnstekjur. Það er styrkur sem er miklu meiri í milljörðum talið en t.d. sú upphæð sem stjórnvöld láta af hendi rakna í barna- og vaxtabætur til ungs fólks, sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði. Slíkar bætur hafa raunar rýrnar stórum á síðustu árum.

Forréttindi yfirstéttarinnar í fjármálakerfinu eiga sér sem sagt samsvörun í skattkerfinu.

 

Er kjarabarátta til einskis?

Seinni hluti greinar Gylfa snýst um að það sé til einskis fyrir almennt launafólk að leggjast í kjarabaráttu, því fjármagnseigendur geti þá spilað á gengið (með frjálsu flæði fjár til og frá landinu).

Þeir geti fellt gengið jafnvel strax og þeir heyra af launakröfum og stýrt útkomum kjarasamninga (kaupmáttarbreytingum) – þ.e. gert launahækkanir að engu.

Vissulega geta fjármagnseigendur, bankarnir og braskfyrirtækin (Gamma, Kvika o.fl.) haft slík áhrif á algerlega frjásum fjármálamarkaði – og falið fjármuni stóreignafólks í skattaskjólum að auki.

Það er hins vegar ekki hægt þegar gjaldeyrishöft eru við lýði, eins og var á Íslandi allt til 1995 og einnig á árunum eftir hrun (2009 til 2016). Stífar varúðarreglur Seðlabanka geta þó unnið gegn braski með gjaldmiðilinn.

Slíkar aðstæður voru þegar síðasti kjarasamningur var gerður, árið 2015. Hann skilaði miklum kauphækkunum og gerði útslagið um að launafólk náði að vinna upp kjaraskerðinguna miklu eftir hrun (um 20% kaupmáttarrýrnum að meðaltali).

Án kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar væri staða almennings mun verri.

Hinn hnattvæddi kapítalismi vinnur sífellt í átt til launalækkunar og rýrnunar ráðningarkjara launafólks um allan hinn vestræna heim. Störf flytjast til láglaunalanda og almennt verkafólk í ríku löndunum situr eftir.

Þar sem verkalýðshreyfing er veik fyrir fer launafólk illa út úr þessari þróun. Sums staðar mjög illa. Menn geta t.d. hoft til Bandaríkjanna, þar sem slík þróun hefur verið afgerandi á sl. 30 árum og hefur nú miklar pólitískar afleiðingar – sem og í Evrópu.

Íslendingar eru með sterka verkalýðshreyfingu sem getur veitt alvöru viðnám og tryggt að launafólk njóti áfram hagvaxtarins í bættum kjörum. Ekkert er mikilvægara fyrir almenning.

 

Lærdómurinn af grein Gylfa Zoega

Þó Gylfi hafi rangt fyrir sér um gildi kjarabaráttu og endurskýri höfuðstéttirnar í þjóðfélaginu að óþörfu, þá má margt læra af greiningu hans.

Sérstaklega mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því hvernig forréttindi eru byggð inn í fjármálakerfið, til hagsbóta fyrir yfirstéttina en á kostnað almenns launafólks. Hið sama á við um skattkerfið, eins og ég hef sýnt (sbr. Stóra skattatilfærslan).

Þetta felur í sér að kröfur verkalýðshreyfingarinnar þurfa ekki síður að beinast að stjórnvöldum en atvinnurekendum.

Verkalýðshreyfingin hefur raunar þegar dregið þann lærdóm, eins og fram kemur í sérstakri kröfugerð sem beinist að stjórnvöldum, m.a. um breytingar á skatta- og bótakerfum.

Því til viðbótar er nú ljóst, meðal annars af umfjöllun Gylfa Zoega, að launafólk þarf einnig að skipta sér af fjármálakerfinu, svo því verði ekki beitt með braski eða fjandsamlegum stjórnvaldsákvörðunum til að hafa kjarabætur af launafólki (t.d. með tilefnislausum gengisfellingum).

Seðlabankinn hefur að undanförnu létt af varúðarreglum um gjaldeyrisflæði svo ógnin af braski fjármagnseigenda með gengið er nú vaxandi.

Kröfur verkalýðshreyfingarinnar þurfa því líka að ná til varúðarreglna fyrir fjármálamarkaðinn til að stöðva brask með gjaldmiðilinn. Sömuleiðis þarf að lækka vexti og breyta verðtryggingakerfinu launafólki í hag.

Allt undirstrikar þetta mikilvægi verkalýðshreyfingar og að hún beiti sér af krafti fyrir víðtækri kjarapólitík í þágu alls þorra almennings.

Stéttabarátta yfirstéttarinnar um forréttindi á kostnað almennings lætur aldrei á sér standa – og hefur skilað þeim allt of miklum árangri í seinni tíð.

———————-

Höfundur er prófessor við HÍ og starfar í hlutastarfi sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.

 

Síðasti pistill: Launakröfur verkalýðshreyfingarinnar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Mánudagur 10.12.2018 - 17:33 - FB ummæli ()

Þjóðin vill ríkiseign banka

Í skýrslu nefndar fjármálaráðherra um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er ein sérstaklega athyglisverð niðurstaða, sem kom úr Gallup könnun meðal almennings (frá október 2018).

Spurt var: „Hversu jákvæður eða neikvæður ertu gagnvart ríkinu sem eiganda banka?“

Um 61% sögðu jákvæð, 25% voru hlutlaus og einungis 14% voru andvíg ríkiseign banka.

Ef einungis er litið til þeirra sem taka afstöðu eru það 81% sem eru jákvæð gagnvart ríkiseign en tæp 19% eru neikvæð.

Það er því stór meirihluti almennings sem styður ríkiseign banka.

Nefndin er þó augljóslega að reka það erindi í skýrslunni að ríkið selji Íslandsbanka í heilu lagi og tvo þriðju af Landsbankanum (ríkið verði minnihlutaeigandi Landsbankans).

Sett er fram alls konar kjaftæði til að réttlæta það (erlendir aðilar komi þar að, samkeppni aukist, hagræðing aukist, vextir lækki…).

Svona var líka talað þegar bankarnir voru seldir á árunum 2000-2003.

Menn muna hvernig aðkomu erlendra aðila var háttað þá (sbr. Hauck & Aufhäuser)!

Þetta er líklega það sem fjármálaráðherra lagði fyrir nefndina að gera. Allir vita um áhuga hans á að bankarnir verðir seldir einkaaðilum.

 

Ríkið er betri eigandi – segir almenningur

Þær ástæður sem svarendur í könnuninni nefna helstar fyrir afstöðu sinni eru að ríkið sé betri eigandi banka, það sé meira traustvekjandi, arðurinn fari til okkar, minni líkur séu á spillingu og græðgi og að illa fari.

Menn muna auðvitað að ríkið átti Landsbankann í 117 ár án þess að hann færi á hausinn en eftir einkavæðingu 2003 liðu einungis um 5 ár áður en einkaaðilarnir voru búnir að reka hann og aðra banka í þrot, sem var svo stórt að nærri heimsmeti gekk.

Reynslan af einkaeign banka er sem sagt arfaslæm á Íslandi – beinlínis baneitruð.

Menn hafa líka séð hversu miklum arði ríkisbankarnir skila til sameiginlegra þarfa þjóðarinnar (207 milljarðar á sl. 5 árum – sjá hér).

Pælið í því!

Hrægamma í Valhöllu fýsir nú að fá þennan góða arð í einkavasa.

Þjóðin þarf að vera á varðbergi svo gammarnir hirði ekki þennan væna bita af almenningi.

 

Síðasti pistill:  Ójöfnuður eykst á ný

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 27.11.2018 - 09:29 - FB ummæli ()

Ójöfnuður eykst á ný

Tekjuójöfnuður jókst gríðarlega mikið á Íslandi á áratugnum fram að hruni – meira en dæmi eru um í öðrum vestrænum samfélögum. Sú aukning var frá stöðu eins allra mesta jafnaðar sem var að finna á Vesturlöndum fyrir árið 1995. Hámarki náði ójöfnuðurinn árið 2007.

Eftir hrun jafnaðist tekjuskiptingin mikið á ný, vegna samdráttar fjármagnstekna og aukinna jöfnunaráhrifa í skatta- og bótakerfunum.

Á uppsveiflunni frá 2011 til 2017 hefur ójöfnuður hins vegar tekið að aukast á ný. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, sem sýnir hlutdeild hátekjuhópanna af heildartekjum allra framteljenda (Heimild: Fjármálaráðuneytið).

Hlutur tekjuhæsta eina prósentsins fór úr um 7% árið 2011 upp í 9,4% á síðasta ári. Hlutur tekjuhæstu fimm prósentanna fór úr 20,7% upp í 22,6%. Þetta þýðir að tekjur hæstu hópanna hafa verið að aukast hraðar en tekjur lægri tekjuhópa.

Ójöfnuðurinn jókst á hverju ári eftir að uppsveiflan eftir hrun komst á skrið, nema á árinu 2015. Þetta er umtalsverð breyting á tekjuskiptingunni.

Megin ástæðan fyrir þessum aukna ójöfnuði er að fjármagnstekjur (sem einkum koma í hlut allra tekjuhæstu hópa) hafa verið að aukast meira en almennar launatekjur. Þar eð fjármagnstekjur eru skattlagðar mun minna en atvinnutekjur og lífeyristekjur og þar eð þeim sem fá barna- og vaxtabætur hefur snarfækkað (einkum fólk í lægri tekjuhópum) þá má búast við að ójöfnuður eftir skatta og bætur hafi aukist enn meira en myndin sýnir. Gríðarlegar verðhækkanir á húsnæðismarkaði, sem bitna hlutfallslega mest á lágtekjufólki, magna þessa þróun enn frekar.

 

Langtímaþróun ójafnaðarins

Þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast strax í kjölfar hrunsins þá fer því fjarri að hún hafi orðið álíka jöfn og hún hafði verið á árunum í kringum 1995 og fyrr. Nærri lagi er að tekjuskiptingin er nú svipuð og hún hafði verið milli áranna 2002 og 2003.

Tekjuskiptingin er því á hærra ójafnaðarstigi í dag en var fyrir árið 2002. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, sem sýnir nettó ójafnaðarsveiflu frá 1995 til 2017.

Hlutur tekjuhæstu fimm prósenta framteljenda var 17,3% árið 1995 en var orðinn 22,6% í fyrra, samkvæmt gögnum Ríkisskattstjóra. Hlutur tekjuhæsta eina prósentsins var 5,2% og er nú kominn í 9,4% – hefur hátt í tvöfaldast. Á sama tíma fór auðvitað hlutur hinna 95 prósentanna, alls þorra almennings, úr 82,7% niður í 77,4%.

Skipting þjóðarkökunnar er þannig umtalsvert ójafnari nú á dögum en var fyrir árið 2002.

Ójafnaðaraukningin skýrist almennt af mikilli aukningu fjármagnstekna sem einkum koma í hlut hæstu tekjuhópanna og þær tekjur eru skattlagðar með mun minna móti en atvinnutekjur stritandi almennings og lífeyristekjur eldri borgara og öryrkja.

En ójöfnuðurinn á Íslandi skýrist einnig af stóru skattatilfærslunni, sem fól í sér lækkun skattbyrðar í hæstu tekjuhópunum (einkum vegna þeirra fríðinda sem fjármagnstekjuskatturinn færir hátekjufólki) og aukinnar skattbyrðar lægstu og milli tekjuhópa (sjá hér). Lækkun eignaskatta og skatta á hagnað fyrirtækja átti einnig sinn þátt í þessari þróun allri. Skattbyrðin var færð af hæstu hópum og yfir á lægri tekjuhópa, hlutfallslega mest yfir á þá allra lægstu. Rýrnun velferðarbóta átti einnig hlut í þessari þróun, ekki síst á allra síðustu árum (sjá hér).

 

Þróun tekjuójafnaðarins frá ári til árs

Loks má einnig sjá á þriðju myndinni hvernig tekjuhlutdeild þessara hátekjuhópa þróaðist frá ári til árs, á aldarfjórðungnum milli 1992 og 2017.

Þarna má á skýran hátt sjá hina gríðarlegu aukningu ójafnaðarins á áratugnum fram að hruni, jöfnunina fyrst eftir hrunið og hvernig hún náði ekki að færa tekjuskiptinguna alla leið niður á jafnaðarstigið sem hér ríkti áður en nýfrjálshyggjan ruddi auknum ójöfnuði leið inn í samfélagið.

Síðan er augljós hin nýja aukning ójafnaðarins, sem tók við frá og með árunum 2011 til 2017.

Rétt er einnig að skoða þessa þróun í tekjuskiptingunni í samhengi við þróun ójafnaðar í eignaskiptingunni, sem Þórður Snær Júlíusson hefur sýnt á glöggan hátt í nýlegum greinum í Kjarnanum (sjá t.d. hér og hér).

——————

Skýringar: Gögnin koma frá Ríkisskattstjóra og ná til allra framteljenda. Tekjuhugtakið er heildartekjur fyrir skatt (allar skattskyldar tekjur, þ.m.t. allar fjármagnstekjur sem taldar eru fram hér á landi). Gögnin fyrir árin 1997 til 2017 voru nýlega lögð fram á Alþingi af fjármálaráðherra, en gögn fyrir árin 1992 til 1996 koma úr bók Stefáns Ólafssonar og Arnaldar Sölva Kristjánssonar, Ójöfnuður á Íslandi (sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 2017).

——————

Höfundur er prófessor við HÍ og starfar í hlutastarfi sem sérfræðingur hjá Eflingu – stéttarfélagi

 

Síðasti pistill: Villandi tal um vinnutíma

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Þriðjudagur 13.11.2018 - 16:07 - FB ummæli ()

Villandi tal um vinnutíma

Hagfræðingur Viðskiptaráðs fór geyst í gær og lagði út af nýrri tilraun Hagstofu Íslands til að meta framleiðni.

Fékk þessi ágæti maður þá niðurstöðu að Ísland væri nú með einna stystu vinnuvikuna meðal OECD-ríkjanna, í stað þess að vera með eina af þeim allra lengstu, eins og hagskýrslur hafa sýnt um áratuga skeið (sjá hér).

Þetta var heldur villandi upphlaup hjá þeim Viðskiptaráðs-mönnum.

Tölur Hagstofunnar um framleiðni byggja meðal annars á áætluðum tölum um heildarfjölda greiddra vinnustunda á ári hverju og deila þeir svo í það með áætluðum tölum um heildarfjölda þeirra sem vinnuna framkvæma. Bæði er mat á slíkum heildartölum nokkuð lauslegt og auk þess eru ekki allar unnar stundir greiddar.

Slíkum tölum (bæði hjá Hagstofu Íslands eða OECD) fylgir sá skýri fyrirvari að þær henti ekki til að bera saman fjölda vinnutíma milli landa (sjá hér).

Það eru því engar forsendur fyrir þeim ályktunum sem hagfræðingur Viðskiptaráðs dró af þessum nýju mælingum Hagstofunnar á þróun framleiðni milli ára.

Nokkur einkenni hafa fylgt íslenskum vinnumarkaði um langt skeið. Þessi eru helst:

 • Íslendingar hafa meiri atvinnuþátttöku en flestar vestrænar þjóðir
 • Íslendingar hafa lengri starfsævi (vinna til hærri aldurs) en flestar vestrænar þjóðir
 • Algengara er á Íslandi að tvær fyrirvinnur séu á heimilum, enda er atvinnuþátttaka íslenskra kvenna með allra mesta móti á Vesturlöndum
 • Vinnandi fólk á Íslandi hefur um langt skeið unnið lengri vinnuviku en flestar vestrænar þjóðir
 • Íslendingar hafa lengi varið afar stórum hluta af lífi sínu til vinnu

Þetta síðastnefnda er nú á dögum einkum byggt á mælingum vinnumarkaðskannana á vinnutíma, sem eru framkvæmdar á sama hátt í öllum Evrópuríkjunum. Hagstofa Íslands notar sömu aðferðir og spyr eins og hagstofur annarra Evrópulanda um lengd vinnutíma hjá svarendum.

Samkvæmt upplýsingum Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins, er matartími almennt ekki talinn til vinnutíma í þessum könnunum. En lykilatriði fyrir túlkun þessara talna um meðallengd vinnuvikunnar í aðalstarfi er, að það eru svarendur sjálfir sem lýsa lengd eigin vinnutíma í síðustu viku eða að jafnaði.

Þeir eru almennt að svara því, hversu löngum tíma þeir verja í vinnu eða á vinnustað – óháð því hvort þeir séu að strita að staðaldri. Síðan eru ýmsar hefðir í ólíkum löndum um hvíldartíma og neyslutíma, bæði fjölda og lengd, sem og um hversu kröftuglega unnið er frá einni stund til annarrar.

Hér að neðan má sjá nýjustu tölur Eurostat um meðallengd vinnuvikunnar í aðalstarfi hjá fullvinnandi launafólki, sem og hlutfall þeirra sem teljast hafa “langa vinnuviku”. Síðan vinna margir í aukastörfum til viðbótar, ekki síst á Íslandi.

Niðurstaðan er sú, að launafólk á Íslandi er með næstlengstu vinnuvikuna í aðalstarfi í Evrópu, á eftir Tyrklandi. Ísland er einnig með næsthæsta hlutfall þeirra sem Eurostat telur hafa langa vinnuviku (þríhyrningarnir á myndinni).

Hinar norrænu þjóðirnar eru á hinum enda stigans, bæði með einna stystu meðal vinnuvikuna og lægst hlutfall fólks sem er með langa vinnuviku (ljósbláu súlurnar).

Þetta eru bestu mælingarnar sem við höfum í dag til að svara því hve löng vinnuvikan er hjá vinnandi fólki á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum.

Í sérkönnun meðal verkafólks í ágúst á síðasta ári kom fram að fullvinnandi einstaklingar í hópi verkafólks voru að jafnaði með 46 stunda vinnuviku (Gallup könnun fyrir Flóabandalagið 2017).

Íslenskt verkafólk sem er á lágum launum hefur iðulega þurft að stóla á umtalsverða yfirvinnu og aukavinnu til að ná endum saman.

Þannig er það því miður enn.

 

Síðasti pistill: Launakröfur verkalýðshreyfingarinnar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar