Föstudagur 22.06.2012 - 15:10 - FB ummæli ()

Íslendingar ánægðir á ný

Eftir miklar þrengingar og umrót í kjölfar hrunsins virðist nú margt vera á uppleið á Íslandi og landinn að taka gleði sína á ný.

Einhverjir gætu haldið að það væri vegna sumarkomunnar – en svo er ekki.

Nýbirt könnun Eurobarometer, sem framkvæmd var í nóvember síðastliðnum í öllum Evrópuríkjunum, sýnir að Íslendingar voru þá þegar komnir í næstefsta sæti á lista yfir ánægðustu þjóðirnar, næst á eftir Dönum.

Um 56% Íslendinga sögðust vera mjög ánægðir með lífið og önnur 40% voru frekar ánægðir. Þannig voru 96% Íslendinga ánægðir með lífið í nóvember. Kannski hefur það hækkað í 97% með sumarkomunni!

Við erum sem sagt komin á þann stað sem við vorum á fyrir hrun, með ánægðustu þjóðum heims. Það er góðs viti.

Þetta er auðvitað í hrópandi mótsögn við þá síbylju bölmóðs og þrugls sem ríður húsum í íslenskum fjölmiðlum, ekki síst á netinu. Kanski fer því brátt að linna…

Flokkar: Óflokkað

»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar