Í Fréttablaðinu í gær var bent á það að bílaflotinn hefur elst um 2 ár frá hruni, vegna þess að almenningur kaupir ekki nógu marga nýja bíla.
Eðlileg endurnýjunarþörf er um 12 þúsund bílar á ári. Þrátt fyrir að við séum á leiðinni upp úr kreppunni núna verða ekki seldir fleiri en um 6 þúsund nýir bílar í ár, segir talsmaður Bílgreinasambandsins. Þetta er óviðunandi. Öryggi í umferðinni hrakar.
Hér er lausnin:
Forstjórarnir í Bílgreinasambandinu, sem eru samtök fyrirtækja í bílgreinum, eiga að beita sér fyrir því á vettvangi Samtaka atvinnulífsins, að kaupmáttur almennings verði aukinn mun hraðar.
Þá kaupum við fleiri bíla.
Þá kaupum við líka meira af öllu öðru. Atvinnurekendur græða á því þegar upp er staðið.
Fyrri pistlar