Ritdeila okkar Benedikts Jóhannessonar náði hámarki í gærkveldi með afsökunarbeiðni hans, vegna rangfærslu um meðferð mína á gögnum Hagstofu Íslands um tekjuójöfnuð. Hann dróg af rangfærslu sinni miklar ályktanir sem voru bæði rangar og meiðandi. Amx-ófrægingavefurinn stökk til og fullyrti að ég hefði falsað línurit! Þeir munu nú væntanlega draga það til baka og líka biðjast afsökunar. Spurning með Björn Bjarnason, sem einnig stökk á vagninn?
Málið er nú að baki og ég meðtek afsökunarbeiðni Benedikts.
Ritdeilunni er þar með lokið.
Ég verð í sólinni um helgina en Benedikt segist farinn á húkkaraballið. Vona að hann skemmti sér vel.
Góða helgi, góðir hálsar.
Fyrri pistlar