Í gær skrifaði ég pistil um afnám verðmerkinga á unninni matvöru hér á landi. Þar kvartaði ég yfir sinnuleysi Neytendasamtaka, Neytendastofu, Talsmanns neytenda og launþegafélaga gagnvart því að ekki sé farið að lögum um að verðmerkingar söluvöru skuli vera skýrar og aðgengilegar fyrir neytendur.
Þuríður Hjartardóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna sendi mér eftirfarandi athugasemd við skrif mín:
„Sæll Stefán
Þó ég hafi lítið skipt mér af bloggfærslum á vefmiðlum hingað til, þá er
ég knúin til að svara þeirri gagnrýni í nýjustu bloggfærslu þinni á mig og
samtökin sem ég starfa fyrir.Eins og þú kannski sjálfur veist þá er óhjákvæmlegt að fréttaviðtal sé
klippt í búta og ég saknaði þess í fréttaviðtalinu sem þú vísar í að klippt
var út þar sem ég ítrekaði að vissulega er ekkert sem bannar verslunum að
verðmerkja þessar vörur með endanlegu verði og Neytendasamtökin teldu það
ávalt vera besta kostinn. En það er eitthvað sem ekki kom fram og þú gast
ekki vitað það.En í blogginu þínu segir: Hún sagðist hafa óljósar hugmyndir um að
samkeppni milli framleiðenda hefði aukist eftir að verðmerkingar voru
aflagðar og verðkannanir ASÍ virtust einnig benda til þess. Kemur það í
staðinn fyrir verðmerkingar?
Þarna er fréttamaður að fjalla um viðbrögð Samkeppniseftirlitsins við því
að Hagar og nokkar kjötvinnslur voru dæmdar fyrir verðsamráð með
forverðmerkingum á kjötvörum. Samkeppniseftirlit setti blátt bann við að
framleiðendur myndu ákveða verð og merkja vöruna, heldur ættu smásalar að
ákveða verð og merkja þær sjálfir. Eina sem ég sagði var að
Neytendasamtökin hefðu ekki kannað það sérstaklega hvort samkeppnin væri
virkari eftir þessar aðgerðir en við sæjum ekki ástæðu til að rengja
greiningu Samkepniseftirlitsins úr verðkönnunum ASÍ og þeir hafa komist að
þeirri niðurstöðu að samkeppnin á kjötmarkaði er orðin virkari
(http://www.samkeppni.is/utgafa/pistlar/nr/1988). Það var nú allt og sumt
sem ég sagði um það og ég skil ekki spurningu þína um hvort virk samkeppni
komi í staðinn fyrir verðmerkingar? Ég bara veit ekki hvað þú ert að
meina. Skýrar verðmerkingar eru forsendur fyrir virkri samkeppni.Svo segir þú: Framkvæmdastjórinn segir að fólk sé að venjast verðskönnum
og gefur sér augljóslega að þetta sé komið til að vera – og bara í fínu
lagi. En ég sé nær aldrei nokkurn mann nota skannana í þeim búðum sem ég
versla við!
Ég sagði hvorki að þetta sé í fínu lagi né að það sé komið til að vera. Ég
sagði að holskefla kvartanna barst til Neytendasamtakanna í upphaf þessara
breytinga en hefur fækkað (jú fólk er kannski að venjast þessu, hvað veit
ég?). Sjálf leita ég frekar eftir kílóverði en stykkjaverði á þessum vörum
og það er í reglum að einingaverð á að sjást við alla vörur. Það getur vel
verið að þú sjáir aldrei neinn nota þessa skanna, en þá vil ég vita sást þú
einhvern tímann neytendur burðast við að draga frá í huganum auglýstan
afslátt af verðmiðanum sem kjötvinnslan setti á vöruna fyrir smásalann, hér
áður? En hlutirnir voru ekki í lagi og ég er ekki endilega að segja að
hlutirnir séu komnir í lag þó það fækki kvörtunum til okkar.Að lokum segir þú: Stefnan er sem sagt sú, að festa þessa ófremd í sessi
og auka vinnu og óþægindi neytenda við innkaupin. Neytendasamtökunum er
greinilega alveg sama þó matvæli séu óverðmerkt.Fleiri kjötvörur eru nú orðnar staðlarar í þyngd þar sem eininga og
stykkjaverð eiga að vera merkt við vöruna en það er vissulega vandamál
varðandi kjötvörur í mismunandi þyngd. Kílóverð verður samt að sjást við
vöruna og rétt eins og þegar keypt er kjöt yfir borðið, þá eru kílóverð þær
upplýsingar sem neytandinn fær og hann sér ekki endanlegt verð fyrr en
kjötkaupmaðurinn hefur vigtað vöruna. Það var leitað leiða til að koma til
móts við seljendur án þess að kostnaður yrði það mikill að það bitnaði á
verði til neytenda og ég tel að það hafi verið rétt að gera þessa tilraun.Neytendasamtökin eru á vaktinni og fylgjast með hvernig málin þróast. Við
leggjum ekki blessun okkar á lélegar eða engar verðmerkingar og höfum
aldrei gert. Það er og hefur alltaf verið krafa samtakanna að verslanir
fari eftir reglum og hafi verðmerkingar í lagi. Sjá m.a.
http://www.ns.is/ns/ns/frettir/frettir_2011/?ew_news_onlyarea=Content&ew_news_onlyposition=4&cat_id=81332&ew_4_a_id=379381
og það eru ótal fleiri fréttir á ns.is sem sýna það.Þannig að mér finnst þetta ósanngjörn skrif og endurspegla ekki það sem
kom fram í fréttinni.kveðja
Þuríður Hjartardóttir
Framkvæmdarstjóri Neytendasamtakanna“
„Það er og hefur alltaf verið krafa samtakanna að verslanir
fari eftir reglum og hafi verðmerkingar í lagi“, segir Þuríður. Ég rengi þetta ekki og tek fram að ég met starf Neytendasamtakanna mikils.
En spurningin er þó áfram þessi: Á að gera eitthvað til að fá fram verðmerkingar sem eru í samræmi við lög og reglur?
Fyrri pistlar