Þriðjudagur 18.09.2012 - 08:51 - FB ummæli ()

Súrir frjálshyggjumenn

Pistill minn um lækkun frjálshyggju-vísitölunnar hefur hreyft við frjálshyggjumönnum – sem vonlegt er. Ég sagði það jafnvel fagnaðarefni að vísitala þessi lækkaði aðeins!

Hins vegar eiga menn ekki að fjárfesta mikið í þessari vísitölu. Hún er órökrétt grautargerð með hagsmunaívafi og áróðursmarkmiði, eins konar naglasúpa í heimi vísitalna.

Ef hún mælir eitthvað sem hönd er á festandi þá er það hversu hagstæð skilyrði eru fyrir auðmenn og fjárfesta til að ávaxta auð sinn – óháð hag almennings.

Að hluta mælir vísitalan þannig áhrif frjálshyggju á skipan þjóðmála. Að vísu eru til tvær slíkar vísitölur sem skila nokkuð ólíkum niðurstöðum. Fraser stofnunin og Heritage Foundation, hvoru tveggja róttækar frjálshyggjuveitur, settu þessar vísitölur saman til að hafa áhrif á stjórnvöld í heiminum, í þeim tilgangi að sveigja heiminn meira inn á braut frjálshyggjunnar.

Vísitalan fór almennt að hækka um 1980, samhliða auknum frjálshyggjuáhrifum á stjórnvöld, bæði á Vesturlöndum og annars staðar. Hver er arfleifð þeirra breytinga?

  • Hagvöxtur rann í sífellt meiri mæli til fámennrar yfirstéttar auðmanna, en kjör milli og lægri stétta bötnuðu mun hægar en áður, eða stöðnuðu.
  • Frelsi á fjármálamörkuðum jókst með aukinni áhættu á óstöðugleika og fjármálakreppum.
  • Spákaupmennska og skuldasöfnun jókst stórlega
  • Ójöfnuður jókst

Hagvöxtur og lífskjarabati almennings var mun meiri á árunum 1950 til 1975, þegar blandaða hagkerfið og velferðarríkið voru ríkjandi stefnumið. Sveigjan í átt til aukinnar frjálshyggju var þannig ekki til góðs – nema fyrir auðmenn eina.

Ég skil vel æsingu og reiði frjálshyggjumanna, eins og Skafta Harðarsonar, Björns Bjarnasonar og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Þeir horfa nú upp á minnkandi áhrif fyrir trúarbrögð sín. Rétt rúmlega 20 manns mættu á mikið auglýstan fund þeirra í gær og frummælandinn sjálfur kom ekki, heldur ræddi við fundarmenn í síma.

Í staðinn ausa þeir úr skálum reiði sinnar yfir mig. Hannes rifjar upp ósannindaóhróður um meintar reiknivillur mínar, sem hann hefur birt 50-60 sinnum áður. Þær ákúrur eru jafn ósannar í hvert sinn sem hann endurtekur þær.

Skafti segir mig vilja eymd og volæði fyrir alla frekar en hagvöxt frjálshyggjunnar.

En ég vil bættan hag fyrir alla – konur og kalla.

Það dugir ekki að auðmenn einir hagnist , eins og þeir frjálshyggjumenn virðast stefna að.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar