Kjörsókn er mjög viðunandi og stuðningur við nýju stjórnarskrána mjög afgerandi – um tveir þriðju.
Nærri 80% vilja ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareigu.
Nýja Ísland vill hafa kirkjuna áfram sem þjóðkirkju.
Nú virðist ljóst að kjörsókn verður mjög viðunandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána. Meira en 51% kjörsókn í Reykjavík suður.
47% í Þingeyjarsveit og skútustaðahreppi. Mun meira en í kosningunni til stjórnlagaráðs.
Meira en að meðaltali í þjóðaratkvæðagreiðslum í Sviss (45%).
Landsmeðaltal gæti verið 45-50%.
Enginn gat búist við að kjörsókn yrði meira en 30-35% í svona atkvæðagreiðslu, þar sem almenningur þurfti að leggjast í lestur og pælingar til að vera reiðubúinn í atkvæðagreiðsluna.
Þetta er mjög spennandi…
Fyrri pistlar