Föstudagur 19.10.2012 - 09:50 - FB ummæli ()

Nýja Ísland segir já!

Fulltrúar gamla Íslands ætla að mæta á kjörstað á laugardag og segja nei við umbótum á stjórnarskránni.

Bjarni Benediktsson hefur sent út tilskipun, að hætti Pútíns, um að allir Sjálfstæðismenn kjósi eins, lúti alræðisvaldi Flokksins og afsali sér sjálfstæði sínu!

Segi nei við öllu sem um verður spurt! Allir sem einn. Það segir ansi mikið.

Sjálfur hugmyndafræðingur hrunsins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur einnig opinberað neikvæðni sína gagnvart nýju stjórnarskránni. Hún þrengir að þeim sem hann fyrir hrun kallaði “Auðmennirnir okkar!” – rétt eins og þeir væru handboltalandsliðið.

Þá veit áhugafólk um nýtt Ísland hvað skal kjósa. Ég ætla að setja við allar spurningarnar.

Hvers vegna?

Nýja stjórnarskráin miðar að því að verja almannahag gegn ásókn sérhagsmunaafla og styrkja lýðræðislegt aðhald. Sérhagsmunaseggirnir sem settu þjóðina á hausinn eru allir andvígir nýju stjórnarskránni.

Þeir vilja hvorki efla lýðræðið, siðferðið né mannréttindin.

Ástæða er þó til að skora á sómakært Sjálfstæðisfólk að fylgja ekki hinum alræðislega formanni og klíkubræðrum hans. Verið frekar sjálfstæð og setjið já við einhverjar spurninganna – takið þátt í mótun nýs Íslands.

Góð kjörsókn og góður meirihluti já-atkvæða tryggir að sjónarmið stjórnlagaráðs verða höfð til hliðsjónar við lokafrágang nýrrar stjórnarskrár. Það styður við uppbyggingu nýs Íslands.

Alþingi mun þó óhjákvæmilega vera íhaldssamt við lokafráganginn og þynna út tillögur um persónukjör, vægi atkvæða og fleira.

Skýr niðurstaða á laugardag stuðlar að stærra framfaraskrefi. Allir ættu að segja já við þjóðareign náttúruauðlinda og að tillaga stjórnlagaráðs verði höfð til grundvallar endurbættri stjórnarskrá. Það er mikilvægast.

Segið einfaldlega já við flestar spurninganna. Þá verða meiri framfarir.

Verum já-kvæð.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar