Kosningar eru framundan. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bjóða gull og græna skóga. Niðurfellingar skulda, afnám verðtryggingar mörg ár aftur í tímann, betri heilbrigisþjónustu og menntun, betri kjör fyrir lífeyrisþega og ýmislegt fleira gott fyrir alla.
Það á líka að fjárfesta meira og greiða niður gríðarlegar skuldir ríkisins.
Þetta á svo allt að fjármagna með skattalækkunum!
Hmmmm… Við erum sem sagt stödd í landi vúdú-hagfræða og sjónhverfinga.
Ég velti því fyrir mér í morgun hvort enginn ætlaði að bjóða upp á betra verður á þessari sundurtættu eyju.
Það væri verðugt viðfangsefni fyrir vúdú-menn stjórnmálanna…
Fyrri pistlar