Færslur fyrir mars, 2013

Laugardagur 16.03 2013 - 10:13

Opinberi geirinn – stærri eða minni en áður?

“Báknið burt” varð að kjörorði á hægri væng stjórnmálanna frá því um 1980. Það stóð fyrir þá ósk að minnka hlutverk ríkisins og stækka hlutverk einkageirans. Menn hafa stundum tengt vinstri menn við óskina um að hafa ríkisvaldið stærra og hægri menn við minna ríkisvald. Það er þó einföldun því reynsludómur sögunnar sýnir að hægri […]

Fimmtudagur 14.03 2013 - 12:21

Veruleikinn hafnar „lögmáli” frjálshyggjunnar

Frjálshyggjumenn eru eins og mormónar og marxistar. Þeir hafa uppgötvað “lögmálið”. Hina einu sönnu kenningu sem þeir trúa á – hvað sem á dynur. Kenningin gildir um flest og engin frávik eru umborin í trúarheimi þeirra. Hjá frjálshyggjumönnum er lögmálið óheft markaðshyggja. Hún er sögð besta leiðin til að haga skipan efnahagsmála, viðskipta og fjármála. […]

Þriðjudagur 12.03 2013 - 21:42

Veiðigjaldið fer í „Hús íslenskra fræða”

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að Húsi íslenskra fræða, sem rísa mun á lóð gamla Melavallarins við Þjóðarbókhlöðuna. Húsið verður vettvangur fyrir Árnastofnun, handritin og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Starfsemi á sviði íslenskra fræða eflist til muna og loks verður handritunum sýndur sómi með boðlegri sýningaraðstöðu fyrir erlenda sem […]

Mánudagur 11.03 2013 - 20:16

Ævintýraleg ríkisstjórn

Ekki verður annað sagt en að ferill vinstri stjórnar Jóhönnu og Steingríms hafi verið ævintýralegur. Ekki einasta tók hún við versta búi lýðveldissögunnar, í kjölfar frjálshyggjuhrunsins, heldur hefur hún verið athafnameiri og farsælli í störfum sínum en flestar aðrar ríkisstjórnir. Þetta segi ég þó ég hefði sjálfur gert sumt með öðrum hætti en stjórnin gerði. […]

Sunnudagur 10.03 2013 - 20:16

Kaupþingslánið – hver var tilgangurinn?

Leyndin yfir láni Seðlabankans til Kauþings 6. október 2008 er furðuleg. Þetta var daginn sem neyðarlögin voru sett og Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Landsbankinn hrundi daginn eftir og lánveitendur vissu það þegar þeir greiddu lánið út úr Seðlabankanum. Lánið var að upphæð 500 milljónir Evra, eða rúmlega 80 þúsund milljónir króna. Lánið var veitt […]

Laugardagur 09.03 2013 - 08:42

Davíð og Hannes Hólmsteinn stýra flokknum

Sjálfstæðisflokkurinn kemur höktandi út af nýlegum landsfundi sínum, með brotið mastur og lekan skrokk. Séra Halldór Gunnarsson sagði sig úr flokknum í kjölfar fundarins, með þessum eftirminnilegu orðum: “Sjálfstæðisflokkurinn, sem ég ungur hreifst af, er ekki lengur flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis á jafnréttisgrundvelli. Hann er orðinn tæki auðmanna og þeirra, sem þeir velja […]

Fimmtudagur 07.03 2013 - 09:54

Ójöfnuður – Ísland og Bandaríkin samanborin

Um daginn gekk á netinu skjal sem útskýrir hinn mikla ójöfnuð sem er í skiptingu tekna og eigna í Bandaríkjunum (sjá hér). Ójöfnuður tók að aukast þar eftir 1980, samhliða auknum frjálshyggjuáhrifum á sviði fjármála og skatta (sjá hér). Fróðlegt er að skoða hvernig þróunin var á Íslandi til samanburðar? Ég hef ásamt Arnaldi Sölva […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 10:12

Kosningar – býður einhver betra veður?

Kosningar eru framundan. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bjóða gull og græna skóga. Niðurfellingar skulda, afnám verðtryggingar mörg ár aftur í tímann, betri heilbrigisþjónustu og menntun, betri kjör fyrir lífeyrisþega og ýmislegt fleira gott fyrir alla. Það á líka að fjárfesta meira og greiða niður gríðarlegar skuldir ríkisins. Þetta á svo allt að fjármagna með skattalækkunum! Hmmmm… […]

Þriðjudagur 05.03 2013 - 09:36

Er meiri fátækt á Íslandi en í Skandinavíu?

Í nýrri rannsókn á fátækt á Íslandi, sem Guðný Björk Eydal og ég höfum unnið og birt er í bókinni Þróun velferðarinnar 1988 til 2008, kemur fram að umfang fátæktar á Íslandi telst mismunandi eftir því hvaða mælistiku er beitt. Ólíkar mælingar gefa ólíkar niðurstöður. Sumar mælistikur sýna heldur minni fátækt á Íslandi en í […]

Sunnudagur 03.03 2013 - 09:50

Svona varð skuldavandi heimilanna til

Skuldabyrði heimilanna hefur verið eitt af stóru málunum í kjölfar hrunsins. Menn tala um að skuldir hafi stökkbreyst og erfiðleikar hafa vissulega verið miklir hjá mörgum. Í reynd var það svo, að skuldir heimila jukust með ógnarhraða á árunum eftir 2002 og fram að hruni. Um 99% af skuldunum voru til komnar við lok árs […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar