Miðvikudagur 03.07.2013 - 01:21 - FB ummæli ()

ÍLS – álíka tap og hjá Davíð í Seðlabankanum?

Rannsóknarnefnd Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs segir tap af rekstri sjóðsins nema alls um 270 milljörðum króna (þar af um 170 í beint tap og 103  vegna uppgreiðsluáhættu).

Ríkisendurskoðun mat það svo að að kostnaður ríkisins við gjaldþrot Seðlabankans hafi verið um 267 milljarðar króna (m.v. árið 2012 – sjá hér). Tap Seðlabankans féll til á mun styttri tíma.

Á yfirborðinu virðast þetta vera álíka stórir skellir, en ekki eru öll kurl komin til grafar.

Kostnaður vegna beggja er um 6,8 m.kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu (2 x 3,4 m.kr.).

Skýrslan um Íbúðalánasjóð er enn einn áfellisdómurinn um stórgallaða stjórnarhætti og eftirlit sem brást á áratugnum fram að hruni, þegar afskiptaleysisstefna frjálshyggjunnar var allsráðandi.

Rannsóknarnefndin nefnir m.a. pólitískar ráðningar, ófagleg vinnubrögð og mistök hjá ÍLS og í ráðuneyti húsnæðismála. Einnig eru Fjármálaeftirlit og Seðlabanki sögð hafa brugðist í eftirlitshlutverki sínu.

Þessi ákúra bætist nú við fyrri niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall íslensku bankanna, þar sem æðstu stjórnendur Fjármálaeftirlits og Seðlabanka voru allir sakaðir um alvarlega vanrækslu í starfi sínu, auk fjögurra ráðherra.

Þar voru stjórnendur einkabankanna einnig sakaðir um grafalvarlega misbresti í störfum sínum. Nú fær Íbúðalánasjóður svipaða umsögn, þó tap hans falli í skuggann af risagjaldþrotum einkabankanna íslensku. Tap ÍLS er þó geigvænlegt, rétt eins og tap lífeyrissjóðanna.

Stjórnvöld verða að taka þessa ítarlegu skýrslu til alvarlegrar umfjöllunar og draga af henni allan þann lærdóm sem forða mætti okkur frá öðrum eins hamförum í fjármálum þjóðarinnar.

Fjárhagstjónið sem tíðarandi frjálshyggjunnar olli hér á landi var stærra en áður hefur sést í sögunni. Hér fór flest í fjármálaheiminum úr böndunum.

Talsmenn afskiptaleysisstefnu og vúdú-hagfræða hafa hins vegar neitað allri ábyrgð og virðast reiðubúnir að hefja leikinn á ný.

Það er áhyggjuefni – svo ekki sé meira sagt!

 

Síðasti pistill: Skuldirnar – óvinir heimilanna opinbera sig

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar