Færslur fyrir janúar, 2014

Miðvikudagur 29.01 2014 - 00:13

Hvers vegna varð risahrunið á Íslandi?

Í framhaldi af umræðunni um hina mikilvægu bók Guðrúnar Johnsen um hrunið er fróðlegt að velta nánar fyrir sér, hvers vegna þetta gríðarlega klúður varð á Íslandi? Það gerðist ekki af sjálfu sér. Guðrún lýsir því vel í bók sinni hvernig ofurvöxtur bankakerfisins, sem byggður var á óhóflegri skuldasöfnun, jók áhættu og gerði bankakerfið á […]

Þriðjudagur 28.01 2014 - 10:52

Dagur er með helmingsfylgi

Í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið fær Dagur B. Eggertsson um helmingsfylgi sem næsti borgarstjóri. Stuðningur við Dag sem borgarstjóra hefur því aukist verulega frá nóvember sl. er hann með um 30%. Ég hef áður vakið athygli á því að Dagur hefur unnið í kyrrþey að mörgum góðum málum. Hann leggur ríka áherslu á meiri […]

Sunnudagur 26.01 2014 - 22:17

Oxfam veldur usla í veislunni í Davos

Skýrsla Oxfam um mikinn og sívaxandi ójöfnuð í heiminum var til umræðu á árlegu þingi helstu áhrifamanna heimsins í Davos í Sviss. Á börum, í veislum, skíðabrekkum og fundarsölum auðmannasamkomunnar í Davos þetta árið var sem sagt talað um ójöfnuð. Heitasta umræðuefnið, sagði skondinn fjármálafréttamaður CNN. Oxfam hafði sent samkomunni áskoranir um úrbætur. Frétt Oxfam […]

Laugardagur 25.01 2014 - 18:28

Víkingur í Hörpu

Föstudagur 24.01 2014 - 12:46

Ónýtar tillögur – verðtrygging blífur

Tillögur “nefndar um afnám verðtryggingar” gera ekki ráð fyrir afnámi verðtryggingar, heldur þrengja þær notkun hennar lítillega. Þetta eru að mestu gagnlausar tillögur og takmarka einungis val fólks. Þjóna litlum tilgangi. Markmið þessa starfs átti að vera að létta áþján húsnæðisskuldara vegna verðtryggingarinnar. Um það voru kosningaloforðin. Ekkert slíkt kemur út úr tillögum meirihluta nefndarinnar, […]

Fimmtudagur 23.01 2014 - 12:22

Forstjórarnir – 98% samþykktu draumasamning

Á meðan rúmur helmingur meðlima ASÍ félaga felldi kjarasamninginn þá var annað uppi hjá atvinnurekendum. Um 98% þeirra samþykktu samninginn. Þetta var þeirra draumasamningur. VR er fjölmennasta félagið sem samþykkti samninginn. Þar eru hins vegar um eða innan við 5% meðlima sem taka laun samkvæmt töxtum kjarasamninga. Langflestir þeirra eru yfirborgaðir, því taxtarnir eru svo […]

Miðvikudagur 22.01 2014 - 12:49

Ríkustu 85 einstaklingarnir

Oxfam, bresk hjálparsamtök, birtu nýlega skorinorða áskorun til samkomu helstu valdsmanna heimsins, sem nú hittast á árlegum fundi í Davos í Sviss. Áskorunin er sú, að auðmenn heimsins – áhrifamiklir atvinnurekendur, fjármálamenn og stjórnmálamenn – standi við fagurgalann sem þeir viðhafa á tillidögum og hætti að vinna að forréttindum hinna fáu útvöldu í heiminum. Breyti […]

Þriðjudagur 21.01 2014 - 15:41

Hvað þarf til að kaupmáttur aukist á árinu?

Kjarasamningurinn fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 2,8% almennri kauphækkun. Hann er kallaður “kaupmáttarsamningur” og sagður vera að “skandinavískri fyrirmynd”. Hvað þarf til að samningurinn skili skandinavískri kaupmáttaraukningu á árinu sem framundan er? Jú, verðbólgan á árinu þarf að vera minni en kauphækkunin, þ.e. minni en 2,8%. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og hefur það einungis […]

Mánudagur 20.01 2014 - 21:50

Dagur vill meiri nýsköpun í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, hefur skýra framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Hann leggur áherslu á nýsköpun og þekkingarhagkerfið, bætt skipulag, velferðar- og húsnæðismál. Í dag var undirritað samkomulag milli Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Landsspítalans, Samtaka sveitarfélaga og Háskólans í Reykjavík um að þessir aðilar muni vinna saman að uppbyggingu nýsköpunar og þekkingarfyrirtækja á Vatnsmýrarsvæðinu. Hugmyndin er komin […]

Laugardagur 18.01 2014 - 13:02

Stórmerk bók Guðrúnar Johnsen um hrunið

Guðrún Johnsen, lektor í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands, sendi frá sér bókina Bringing Down the Banking System – Lessons from Iceland í síðustu viku. Það er hin virta útgáfa Palgrave-MacMillan sem gefur bókina út. Guðrún kynnti bókina á fjölmennum fyrirlestri í hátíðarsal HÍ á fimmtudag. Guðrún er sérstaklega vel til þess fallin að fjalla um […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar