Miðvikudagur 22.01.2014 - 12:49 - FB ummæli ()

Ríkustu 85 einstaklingarnir

Oxfam, bresk hjálparsamtök, birtu nýlega skorinorða áskorun til samkomu helstu valdsmanna heimsins, sem nú hittast á árlegum fundi í Davos í Sviss.

Áskorunin er sú, að auðmenn heimsins – áhrifamiklir atvinnurekendur, fjármálamenn og stjórnmálamenn – standi við fagurgalann sem þeir viðhafa á tillidögum og hætti að vinna að forréttindum hinna fáu útvöldu í heiminum. Breyti stefnunni í þágu framfara fyrir alla.

Auka þarf jöfnuð og draga úr fátækt. Ójöfnuðurinn ógnar framförum, segja Oxfam-menn. Frans páfi í Róm tekur undir og sendir svipaðar áskoranir til fundarins í Davos.

Oxfam birtir athyglisverða skýrslu, Working for the few, að þessu tilefni.

Þar kemur meðal annars fram að 85 ríkustu einstaklingar jarðarinnar eiga jafn miklar eignir og fátækari helmingur mannkynsins (um 3,5 milljarðar einstaklinga – þ.e. 3.500.000.000 einstaklinga). Samþjöppun auðs hefur víða aukist enn frekar í kreppunni.

Áskoranir Oxfam til Davos ráðstefnunnar eru m.a. eftirfarandi:

> Auðmenn hætti að fela fé sitt og eignir í skattaskjólum

> Auðmenn hætti að nota auð sinn til að kaupa sér pólitísk áhrif

> Atvinnurekendur og fjárfestar tryggi að öll fyrirtæki þeirra greiði öllum starfsmönnum mannsæmandi laun

> Auðmenn styðji hærri skattlagningu á mikinn auð og hátekjur

> Auðmenn hvetji ríkisstjórnir til að nota skattfé til að veita öllum þegnum heilbrigðisþjónustu, menntun og félagsvernd (almannatryggingar)

Stjórnvöld eru hvött til að tryggja að leikreglurnar í samfélögunum styðji við hagsældaraukningu fyrir alla, en ekki bara þá fáu útvöldu á toppnum.

Loks er vitnað til frægra ummæla bandaríska hæstaréttardómarans, Louis Brandeis, sem sagði:

…val samfélaga stendur milli lýðræðis eða mikillar samþjöppunar auðs í höndum fárra – en við getum ekki haft hvoru tveggja.

Lýðræði og réttlæti eiga því að hafa forgang.

Það er orðið athyglisvert hversu skýrmæltir áhrifamenn á alþjóðavettvangi eru að verða um ójafnaðarmálin. Kanski eitthvað breytist í framhaldinu…

 

Síðustu pistlar:

Stórmerk bók Guðrúnar Johnsen um hrunið

Hvað þarf til að kaupmáttur aukist á árinu?

Dagur vill meiri nýsköpun í Reykjavík

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar