Sunnudagur 26.01.2014 - 22:17 - FB ummæli ()

Oxfam veldur usla í veislunni í Davos

Skýrsla Oxfam um mikinn og sívaxandi ójöfnuð í heiminum var til umræðu á árlegu þingi helstu áhrifamanna heimsins í Davos í Sviss.

Á börum, í veislum, skíðabrekkum og fundarsölum auðmannasamkomunnar í Davos þetta árið var sem sagt talað um ójöfnuð. Heitasta umræðuefnið, sagði skondinn fjármálafréttamaður CNN.

Oxfam hafði sent samkomunni áskoranir um úrbætur.

Frétt Oxfam um að ríkustu 85 einstaklingarnir í heiminum eigi álíka miklar eignir og samanlagðar eignir helmings mannkyns (3.500.000.000 manna) er jú ansi mergjuð. Líka sú staðreynd að ójöfnuður er enn að aukast í kreppunni.

Oxfam-mönnum finnst að þeir hafi náð athygli, sem var markmið.

Aðrir segja að það sé hræsni að auðmenn í Davos ræði um ójöfnuð. Þeir séu sjálfir rót vandans.

Hins vegar hlýtur það að vera gott ef þessir auðmenn og tengdir áhrifamenn í pólitík gera eitthvað í málinu. Umræða í veislusölum þeirra yrði þá til góðs.

Auðvitað má efast um að auðmenn verði við þeim tilmælum Oxfam, að þeir hætti að fela auð sinn í skattaparadísum, styðji velferðarríkið, borgi starfsmönnum sínum hærri laun og greiði sjálfir meira í skatta – og hætti loks að kaupa sér áhrif í stjórnmálum til að auka auð sinn enn frekar. Sjáum til.

Bandaríski háðfuglinn Jon Stewart í The Daily Show gerir hins vegar grín að öllu saman, eins og sjá má hér:

 

Síðasti pistill: Víkingur í Hörpu

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar