Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra Sjálfstæðismanna, segist vilja skoða aðkomu einkaaðila að rekstri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Þetta er það sem áður var kallað “einkavæðing” – eða “einkavinavæðing” (þegar svo bar undir).
Innanríkisráðherra segir að þetta sé ekki einkavæðing – heldur eitthvað annað!
Jónas Kristjánsson segir að ráðherrann tali “Newspeak” – í anda Orwells. Hún segir svart vera hvítt!
Það er rétt hjá Jónasi.
Hér áður fyrr mátti jafnvel vænta þess að sumir Sjálfstæðismenn hefðu skilning á því, að ekki væri gott að einkavæða einokunarfyrirtæki. Kostir samkeppnismarkaðar koma þar hvergi við sögu.
Einkaaðili með einokun hefur opið veiðileyfi á viðskiptavini sína. Þeir geta ekkert annað farið.
Nú þykir sjálfsagt í Sjálfstæðisflokknum að einkavæða einokunarfyrirtæki eins og orkuveituna á Suðurnesjum (HS Orku og HS Veitur) og nú Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Einkavinavæðing hlýtur að búa að baki.
Fyrri pistlar