Aukinn ójöfnuður í Bandaríkjunum felur í sér að yfirstéttin verður sífellt ríkari, en millistéttin dregst afturúr og lágstéttin sígur enn neðar. Þetta hefur gerst á síðustu tveimur til þremur áratugum og enn frekar nú í kreppunni.
Kannanir á tekjuskiptingu og eignum sýna þetta (sjá t.d. hér og hér).
Viðhorfakannanir sýna þetta líka. Þannig telja sífellt færri Bandaríkjamenn sig vera í millistétt og fleiri telja sig vera í lágstétt. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, sem kemur frá PEW stofnuninni.
Árið 2008 sögðu sem sagt um 53% Bandaríkjamanna að þeir væru í millistétt, en árið 2014 eru það 44% sem telja sig vera í millistétt.
Á sama tíma fór hlutfall þeirra sem segjast vera í lægri stétt frá 25% upp í 40%.
Þetta er afar mikil breyting á stuttum tíma.
Bandaríkin eru ekki lengur hið mikla millistéttarsamfélag sem áður var. Ekki lengur land tækifæranna.
Norðurlöndin standa betur undir þeirri lýsingu.
Fyrri pistlar