Sunnudagur 09.02.2014 - 10:16 - FB ummæli ()

Ör hnignun millistéttarinnar í USA

Aukinn ójöfnuður í Bandaríkjunum felur í sér að yfirstéttin verður sífellt ríkari, en millistéttin dregst afturúr og lágstéttin sígur enn neðar. Þetta hefur gerst á síðustu tveimur til þremur áratugum og enn frekar nú í kreppunni.

Kannanir á tekjuskiptingu og eignum sýna þetta (sjá t.d. hér og hér).

Viðhorfakannanir sýna þetta líka. Þannig telja sífellt færri Bandaríkjamenn sig vera í millistétt og fleiri telja sig vera í lágstétt. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, sem kemur frá PEW stofnuninni.

Decline of middleClass in USA

Árið 2008 sögðu sem sagt um 53% Bandaríkjamanna að þeir væru í millistétt, en árið 2014 eru það 44% sem telja sig vera í millistétt.

Á sama tíma fór hlutfall þeirra sem segjast vera í lægri stétt frá 25% upp í 40%.

Þetta er afar mikil breyting á stuttum tíma.

Bandaríkin eru ekki lengur hið mikla millistéttarsamfélag sem áður var. Ekki lengur land tækifæranna.

Norðurlöndin standa betur undir þeirri lýsingu.

 

Síðasti pistill: Launastefna Adams Smiths

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar