Mánudagur 10.02.2014 - 22:28 - FB ummæli ()

Auður heimsins vex – en hvað með þinn auð?

Alþjóðleg kýrsla um skiptingu auðsins í heiminum (Global Wealth Report) fyrir árið 2012 var fyrir skömmu birt. Þar má fá mynd af því hvernig auður heimsins skiptist og hvernig auðurinn hefur verið að þróast á síðustu árum.

Auður heimsins hefur vaxið í kreppunni, en flestir íbúar vestrænna þjóða hafa upplifað minnkandi eignir á sama tíma. Hvar er þá vöxturinn?

Jú, auðurinn í Kína og Indlandi vex, sem og í nokkrum öðrum þróunarlöndum. En einnig á Vesturlöndum, þar sem flestir hafa séð eignir sínar og tekjur dragast saman eða standa í stað.

Það er hins vegar ríkasta fólkið sem er víðast að bæta við auð sinn.

Hér á myndinni að neðan ma sjá hvernig auður heimsins skiptist árið 2012.

Auður heimsins

Ríkasta 0,7% jarðarbúa á 41% auðsins á jörðinni.

Næstu 7,7% eiga 42%.

Samtals eiga þá ríkustu 8,4% jarðarbúa um 83% auðsins.

Fátækustu 69% eiga hins vegar aðeins um 3% auðsins á jörðinni.

Auðnum er því mjög misskipt – og munurinn virðist vera að aukast.

Í vaxandi mæli virðist sem að tækifærin í heiminum komi fyrst og fremst í hlut þeirra allra ríkustu.

Hófleg skattlagning á þá súperríku gæti hins vegar leyst nær öll fátæktarvandamál heimsins – og líka skuldavandamál ríkisstjórna á Vesturlöndum.

Það sagði Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (AGS)  í nýlegri skýrslu (sjá hana hér).

 

Síðasti pistill: Ör hnignun millistéttarinnar í USA

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar