Alþjóðleg kýrsla um skiptingu auðsins í heiminum (Global Wealth Report) fyrir árið 2012 var fyrir skömmu birt. Þar má fá mynd af því hvernig auður heimsins skiptist og hvernig auðurinn hefur verið að þróast á síðustu árum.
Auður heimsins hefur vaxið í kreppunni, en flestir íbúar vestrænna þjóða hafa upplifað minnkandi eignir á sama tíma. Hvar er þá vöxturinn?
Jú, auðurinn í Kína og Indlandi vex, sem og í nokkrum öðrum þróunarlöndum. En einnig á Vesturlöndum, þar sem flestir hafa séð eignir sínar og tekjur dragast saman eða standa í stað.
Það er hins vegar ríkasta fólkið sem er víðast að bæta við auð sinn.
Hér á myndinni að neðan ma sjá hvernig auður heimsins skiptist árið 2012.
Ríkasta 0,7% jarðarbúa á 41% auðsins á jörðinni.
Næstu 7,7% eiga 42%.
Samtals eiga þá ríkustu 8,4% jarðarbúa um 83% auðsins.
Fátækustu 69% eiga hins vegar aðeins um 3% auðsins á jörðinni.
Auðnum er því mjög misskipt – og munurinn virðist vera að aukast.
Í vaxandi mæli virðist sem að tækifærin í heiminum komi fyrst og fremst í hlut þeirra allra ríkustu.
Hófleg skattlagning á þá súperríku gæti hins vegar leyst nær öll fátæktarvandamál heimsins – og líka skuldavandamál ríkisstjórna á Vesturlöndum.
Það sagði Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (AGS) í nýlegri skýrslu (sjá hana hér).
Fyrri pistlar