Þriðjudagur 11.02.2014 - 16:50 - FB ummæli ()

Sjálfstæðismenn eiga Ísland

Bjarni Benediktsson segir eftirfarandi í viðtali við blaðið Austurfréttir:

“Það var eitthvað rangt þegar við vorum ekki í ríkisstjórn. Eitthvað öfugt við það sem ætti að vera.”

Einmitt!

Við sáum þetta á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðismönnum var gróflega misboðið að vera ekki í stjórn.

Þeir litu á vinstri stjórnina sem eins konar “valdarán”!

Kosningar eru líka tilraun til valdaráns í huga þeirra. Þetta er auðvitað sérkennilegur skilningur á lýðræði.

Sjálfstæðismönnum finnst að þeir eigi alltaf að stjórna landinu og það byggir á þeirri hugsun, að þeir eigi landið allt – og miðin líka. Öðrum kemur þetta ekki við.

„Ég á ‘etta – ég má ‘etta“, sögðu útrásarvíkingar og braskararnir sem settu þjóðina á hausinn. Það er í sama stíl.

Sólarkonungurinn í Frakklandi sagði: “Ríkið – það er ég”!

Á Íslandi segja Sjálfstæðismenn: “Ríkið – það eigum við”!

Svo vilja þeir auðvitað nota ríkið til eigin ábata.

 

Síðasti pistill: Auður heimsins vex – en hvað með þinn auð?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar