Bjarni Benediktsson segir eftirfarandi í viðtali við blaðið Austurfréttir:
“Það var eitthvað rangt þegar við vorum ekki í ríkisstjórn. Eitthvað öfugt við það sem ætti að vera.”
Einmitt!
Við sáum þetta á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðismönnum var gróflega misboðið að vera ekki í stjórn.
Þeir litu á vinstri stjórnina sem eins konar “valdarán”!
Kosningar eru líka tilraun til valdaráns í huga þeirra. Þetta er auðvitað sérkennilegur skilningur á lýðræði.
Sjálfstæðismönnum finnst að þeir eigi alltaf að stjórna landinu og það byggir á þeirri hugsun, að þeir eigi landið allt – og miðin líka. Öðrum kemur þetta ekki við.
„Ég á ‘etta – ég má ‘etta“, sögðu útrásarvíkingar og braskararnir sem settu þjóðina á hausinn. Það er í sama stíl.
Sólarkonungurinn í Frakklandi sagði: “Ríkið – það er ég”!
Á Íslandi segja Sjálfstæðismenn: “Ríkið – það eigum við”!
Svo vilja þeir auðvitað nota ríkið til eigin ábata.
Fyrri pistlar