Miðvikudagur 12.02.2014 - 14:39 - FB ummæli ()

Vantar unga fólkið enn meiri skuldir?

Á árunum fyrir hrun voru Viðskiptaráð og frjálshyggjufólkið í Sjálfstæðisflokknum eins og samhljóða kór. Boðuðu bandaríska öfgafrjálshyggju og höfðu mikil áhrif á ríkisstjórnir Davíðs og Halldórs.

Hældu sér svo af því að hafa fengið um 93% af stefnumálum sínum framkvæmd af ríkisstjórnum bóluáranna!

Stefnan leiddi hins vegar til hrunsins og kreppunnar í kjölfarið. Lagði skuldabagga á þjóðarbúið sem við munum bera langt inn í framtíðina.

Þrátt fyrir hrunið hefur Viðskiptaráð ekkert lært og engu gleymt.

Þeir eru enn að þylja sömu þulurnar.

Nú vilja þeir aukin skólagjöld í ríkisháskólum og víðar. Gera hlutdræga könnun til að magna stuðning við málið. Sjálfstæðismaðurinn sem ritstýrir Fréttablaðinu tekur svo undir í leiðara.

Þeir telja alvöru skólagjöld, eins og í Bandaríkjunum, leysa allan vanda skólakerfisins.

Það hvarflar hins vegar ekki að þeim að skoða galla skólagjaldanna.

Reynslan frá Bandaríkjunum kennir okkur t.d. að há skólagjöld aftra fólki úr milli og lægri stéttum aðgengi að góðu háskólanámi. Aðrir drukkna í skuldum og fá svo ekki sjálfkrafa störf við hæfi að námi loknu.

Er það eftirsóknarverð staða fyrir ungt fólk – að byrja starfsferilinn með enn meiri skuldir en nú er?

Er skuldavandi ungs fólks og foreldra þeirra á Íslandi ekki nógu mikill fyrir?

Viljum við ekki sem jöfnust tækifæri allra til náms?

Hvernig væri að Viðskiptaráð og frjálshyggjukórinn reyndu nú einu sinni að sjá hlið stúdenta og almennings á málinu?

Best væri þó ef Viðskiptaráð myndi einbeita sér að því að bæta siðferði í viðskiptalífinu og auka framleiðslu og þjónustu – en léti öðrum eftir að móta stefnu í menntamálum.

 

Síðasti pistill: Sjálfstæðismenn telja sig eiga Ísland

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar