Mánudagur 24.02.2014 - 14:50 - FB ummæli ()

Nú er ég sammála atvinnurekendum

Ég hef oft gagnrýnt atvinnurekendur fyrir hlut þeirra í hruninu og óbilgjarna og ósvífna hagsmunabaráttu á síðustu árum. Einnig fyrir það að greiða of lág laun til íslenskra launamanna.

Ég hef stundum vegið mjög harkalega að þeim, til dæmis fyrir kröfur þeirra um gegndarlaus fríðindi í skattamálum handa fyrirtækjum og fjárfestum. Slík fríðindi juku mjög ójöfnuð í íslensku samfélagi á árunum fram að hruni.

Gagnrýni mín hefur verið efnisleg og málefnaleg.

Nú er ég hins vegar sammála atvinnurkendum varðandi það, að skynsamlegt sé að klára samningaviðræður við ESB, til að hámarka tækifæri Íslands.

Ég verð eiginlega að hamra á þessu, fyrst ég hef svo oft gagnrýnt þá.

Atvinnurekendur benda á að slit samningaviðræðna og afturköllun umsóknarinnar takmarki valkosti Íslands í mikilvægum málum til framtíðar, t.d. í gjaldmiðilsmálum. Ég hef bent á fleiri hagsmunamál Íslands sem stefnt er í hættu með fyrirhugaðri afturköllun umsóknar, sem skilur allt eftir í óvissu.

Ég ítreka líka að ég er enginn sérstakur aðildarsinni. Vil einungis að aðildarsamningar séu kláraðir svo við getum byggt stefnu okkar á staðreyndum – en ekki á bulli, eins og nú er boðið uppá.

Rökréttast hefði því verið að setja aðildarviðræður í bið og halda mikilvægum valkostum áfram opnum.

 

Síðasti pistill: Tækifærum Íslands fækkað

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar