Miðvikudagur 26.02.2014 - 11:02 - FB ummæli ()

ESB: Sátt um hlé er skynsamleg

Ef stjórnvöld vilja tryggja sem best hagsmuni Íslands til lengri tíma þá setja þau aðildarviðræður formlega í bið, en slíta þeim ekki endanlega. Það eru fordæmi fyrir slíku, m.a. svissneska leiðin.

Slíkt hlé gæti staðið um langt árabil og á meðan er fleiri valkostum Íslands haldið opnum.

Þetta er skynsamleg leið vegna þess að við eigum svo mikilla hagsmuna að gæta í samskiptum við ESB. Á fjölmörgum sviðum.

Þetta er líka skynsamlegt vegna mikillar óvissu um framþróun á alþjóðavettvangi almennt og sérstaklega um framtíð Evrópska efnahagssvæðisins (EES), sem opnaði okkur tollfrjálsa leið inn á okkar mikilvægasta markað.

Það er líka mikil óvissa um framtíð krónuhagkerfisins íslenska.

Hluti af slíkri sáttaleið gæti einmitt verið það sem þingflokkur VG leggur til, að upptaka samningaviðræðna á ný gerðist ekki án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Það væri líka í samræmi við skýr loforð stjórnarflokkanna beggja fyrir kosningar – sem ella stefnir í að verði svikin.

Biðleiðin kemur líka til móts við skilaboðin sem koma frá forystumönnum atvinnulífsins – öðrum en útvegsmönnum.

Ef stjórnvöld vilja virkilega ná málamiðlun og gæta sem best hagsmuna Íslands til framtíðar þá fara þau þessa sáttaleið.

Eigum við ekki að gefa skynseminni meira vægi?

Stjórnarflokkarnir sem heild myndu stækka við þá niðurstöðu – en ofsamenn í röðum þeirra smækka.

Getur virkilega verið að einstrengingur og ofsi ráði för í þessu máli?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar