Föstudagur 28.02.2014 - 12:23 - FB ummæli ()

Ríkisstjórnin getur unnið – en tapar samt!

Það er dapurlegt að sjá ráðherra og þingmenn reyna að tala sig frá skýrum loforðum sínum um þjóðaratkvæði frá því í kosningabaráttunni í fyrra.

Það er hins vegar ekki að virka. Um 80% kjósenda vilja þjóðaratkvæði um framhald viðræðna og sá stuðningur virðist vaxandi.

Fólk sér í gegnum froðuna og skilur að ekki er verið að gæta lengri tíma hagsmuna Íslands með slitum viðræðna án niðurstöðu.

Afgerandi slit skilja eftir mikið tómarúm gagnvart forystu atvinnulífs og vinnumarkaðar og takmarkar tækifæri þjóðarinnar.

Niðurstaða ríkisstjórnarinnar virðist tilkomin vegna harðdrægrar sérhagsmunagæslu LÍÚ-manna annars vegar og frussandi fávitaháttar í anda Heimssýnar hins vegar.

Það er engin skynsemi sem kallar á tafarlaus slit viðræðna án niðurstöðu.

Ríkisstjórnin getur unnið atkvæðagreiðslu á Alþingi um tafarlaus slit. Ég held að hún myndi þó tapa á því og standa veikari eftir.

Ef stjórnin fer sáttaleiðina um hlé og þjóðaratkvæði síðar styrkir hún stöðu sína en veikir stöðu þeirra einstrengingslegu og ofsafullu í sínum röðum.

Væri það ekki farsælla – bæði fyrir stjórnina og þjóðina?

 

Síðasti pistill: Tekjur innflytjenda og Íslendinga

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar