Miðvikudagur 26.03.2014 - 09:56 - FB ummæli ()

Byr í seglum Dags

Ég er óflokksbundinn, styð góð mál og gott fólk óháð stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum.

Ég fagna því að Dagur B. Eggertsson skuli nú vera á góðri siglingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor.

Flokkur Dags er nú með mest fylgi í borginni og um helmingur borgarbúa segir í könnunum að þau vilji helst fá Dag sem nýjan borgarstjóra.

Ég hef fylgst með Degi um árabil og kann vel að meta störf hans. Dagur er vandaður maður og vinnusamur, úrræðagóður með afbrigðum og mannasættir hinn mesti.

Það hefur verið gaman að fylgjast með verkum Dags á síðasta kjörtímabili. Flest hefur hann unnið i kyrrþey, án bægslagangs og sjálfhóls. Hann hefur tengst mörgum góðum verkum sem hafa verið að koma upp á yfirborðið, skref fyrir skref.

Það er ánægjulegt að menn skuli uppskera vel eftir gott starf. Það á við um Dag B. Eggertsson og lið hans.

“Kóngur vill sigla, en byr ræður för”, segir málshátturinn.

Það er auðvitað byrinn frá borgarbúum sem ræður valinu í Reykjavík í vor.

Þetta gæti farið vel!

 

Síðasti pistill: Klassalaus ferðaþjónusta og herferð rukkaranna

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar