Mánudagur 31.03.2014 - 11:56 - FB ummæli ()

Gott framtak hjá Ögmundi

Undanfarið hefur gætt mikillar gagnrýni á fyrirhugaða gjaldtöku fyrir náttúruskoðun á helstu ferðamannastöðum landsins.

Ef fram fer sem horfir mun ásýnd Íslands sem ferðamannalands, bæði fyrir heimamenn og erlenda gesti, gjörbreytast. Aðrar leiðir eru betri.

Það var því afar gott framtak hjá Ögmundi Jónassyni og félögum að fara að Geysi og Kerinu í Grímsnesi um helgina og mótmæla sjálftöku landeigenda.

Vonandi verður þetta allt til að koma málinu í annan farveg. Boltinn er hjá stjórnvöldum.

Markmiðið á að vera að tryggja Íslendingum áfram óheft aðgengi að náttúru Íslands og halda geðþekkri ásýnd íslenskrar ferðaþjónustu gagnvart erlendum gestum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar