Sunnudagur 06.04.2014 - 20:23 - FB ummæli ()

Íhald eða öfgar?

Það er skemmtilegt að fylgjast með Sjálfstæðismönnum þessa dagana.

Í gær skrifaði Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra flokksins grein um ESB málin. Þar sagði hann ESB-aðildarsinna í Sjálfstæðisflokki vera öfgamenn. Þar á hann við fólk eins og hinn Engeyjarættaða Benedikt Jóhannesson og Þorstein Pálsson, fyrrverandi formann flokksins.

Benedikt og Þorsteinn kalla hins vegar Björn og Davíð róttæka einangrunarsinna og svikara.

Björn vekur einnig athygli á því, að í grannríkjunum eru það oftar andstæðingar ESB-aðildar sem teljast öfgafullir eða róttækir.

Björn er eins konar aðalsmaður í flokknum, sonur leiðtogans Bjarna Benediktssonar (eldri). Honum lætur vel að tala um að aðrir en hann sjálfur séu öfgamenn. Hann ætti náttúrulega að vera  “íhald”, af gömlu gerðinni.

Það er Benedikt raunar líka. Þarna takast því á ólík ættarveldi aðalsmanna í Sjálfstæðisflokknum.

Samt horfir Björn framhjá því, að hann er sjálfur í hópi róttækustu stjórnmálamanna landsins, frjálshyggjuhirðar Hannesar Hólmsteins og Davíðs Oddssonar.

Frjálshyggjan sem Hannes flutti til landsins frá Texas í Bandaríkjunum er róttækasta pólitíkin sem hefur verið stunduð hér á landi um langt árabil. Það er pólitíkin sem færði okkur bóluhagkerfið, hrunið og vúdú-hagfræðina.

Og róttæklingar frjálshyggjunnar vilja ekkert læra af þeim mistökum sem leiddu Ísland svo herfilega afvega. Þeir fylgja frjálshyggjukreddunni af mikilli róttækni og halda fast í rétttrúnaðinn.

Kanski þeim sé best lýst sem róttækum íhaldsmönnum – eða íhaldssömum róttæklingum!

Þeir eru í öllu falli mótsagnakenndir.

Það ríkir því ótrygg stilla í Sjálfstæðisflokknum. Sannkallað svikalogn.

 

Síðasti pistill: Snjall samningur hjá kennurum

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar