Mánudagur 14.04.2014 - 15:00 - FB ummæli ()

Húsnæðiskostnaður – merk skýrsla Hagstofu

Í dag kom út ný skýrsla Hagstofu Íslands með upplýsingum um þróun húsnæðiskostnaðar í gegnum hrunið.

Þetta er mjög athyglisverð skýrsla.

Mótvægisaðgerðir stjórnvalda virðast hafa náð að halda aftur af aukningu húsnæðiskostnaðar eftir hrun, ekki síst með mikilli hækkun vaxtabóta. Raunar var byrði vegna húsnæðiskostnaðar þyngst á árunum 2004-6, en hlutfallslega minni eftir aðgerðirnar í kjölfar hrunsins.

Byrði vegna neyslulána (vegna bíla, yfirdráttar og annars) jókst hins vegar umtalsvert, ekki síst í lægri tekjuhópum (það má sjá hér). Loks hækkaði húsaleiga verulega um leið og nettó vaxtakostnaður eigenda í skuldsettu húsnæði minnkaði.

Eins og myndin hér að neðan sýnir fækkaði umtalsvert í þeim hópi sem var með verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað frá 2006 til 2013, eða úr rúmlega 14% heimila í tæplega 9% heimila. (Verulega íþyngjandi húsnæðiskostnaður þýðir að heimili varði meira en 40% ráðstöfunartekna í þann lið).

Auknar niðurgreiðslur vaxtakostnaðar húsnæðislána réðu miklu um þessa hagstæðu þróun.

Screen shot 2014-04-14 at 1.38.51 PM

Ef skoðað er nánar hvernig verulega íþyngjandi husnæðiskostnaður skiptist á ólíka hópa eigenda og leigjenda kemur í ljós hve þróunin var leigjendum óhagstæð, en í raun furðu hagstæð eigendum sem glímdu við skuldir. Þeir fengu umtalsverðan stuðning.

 

Screen shot 2014-04-14 at 1.39.05 PM

Þessar niðurstöður benda til að raunlækkun ráðstöfunartekna sem gengisfellingin á árinu 2008 orsakaði hafi verið helsta orsök vaxandi greiðsluerfiðleika hjá heimilum, frekar en raunhækkun húsnæðiskostnaðar. Þeir sem lentu í atvinnuleysi þurftu svo að glíma við verulega aukna erfiðleika, vegna sérstaklega mikils tekjutaps.

Kaumátturinn til að glíma við allar skuldir heimilanna (ekki síst neysluskuldir og yfirdrætti) var einfaldlega of lítill eftir hrun, þrátt fyrir að stjórnvöldum hafi tekist að lækka greiðslubyrði húsnæðislána með auknum vaxtabótum.

Svona skýrsla frá Hagstofu Íslands skýrir þannig betur hver var helsta rótin að erfiðleikum heimilanna í kjölfar hrunsins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar