Sunnudagur 20.04.2014 - 13:53 - FB ummæli ()

Útrásin – myndir Sigurþórs Jakobssonar

Hrunið er einn stærsti viðburðurinn í lífi þjóðarinnar til þessa. Það á eftir að verða lengi til umfjöllunar, í þjóðmálaumræðu og á vettvangi fræða. En stórviðburðir þjóða rata líka inn í listina, stundum meira eftir því sem lengra frá líður.

Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jakobsson hefur gert athyglisverð myndverk um efnið. Myndmál Sigurþórs er skýrt og beinskeytt og vel til þess fallið að miðla upplifunum og vekja upp hugmyndir.

Hér eru tvær myndir Sigurþórs frá árinu 2008 sem hann hefur góðfúslega veitt mér leyfi til að birta hér á síðunni. Þær eru um útrásina í aðdraganda hrunsins og það sem henni fylgdi.

Útrásin

Kjötbitinn

 

Sigurþór birti nýlega  bók með skemmtilegum myndverkum sínum, meðal annars skondnum myndum af fótboltamönnum.

Gleðilega páska!

 

Síðasti pistill: Útvarpsstjóri slær í gegn

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar