Hrunið er einn stærsti viðburðurinn í lífi þjóðarinnar til þessa. Það á eftir að verða lengi til umfjöllunar, í þjóðmálaumræðu og á vettvangi fræða. En stórviðburðir þjóða rata líka inn í listina, stundum meira eftir því sem lengra frá líður.
Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jakobsson hefur gert athyglisverð myndverk um efnið. Myndmál Sigurþórs er skýrt og beinskeytt og vel til þess fallið að miðla upplifunum og vekja upp hugmyndir.
Hér eru tvær myndir Sigurþórs frá árinu 2008 sem hann hefur góðfúslega veitt mér leyfi til að birta hér á síðunni. Þær eru um útrásina í aðdraganda hrunsins og það sem henni fylgdi.
Sigurþór birti nýlega bók með skemmtilegum myndverkum sínum, meðal annars skondnum myndum af fótboltamönnum.
Gleðilega páska!
Fyrri pistlar