Fimmtudagur 22.05.2014 - 07:28 - FB ummæli ()

Dagur rís

Ég hef stutt Dag B. Eggertsson til forystu í Reykjavíkurborg.

Ástæðan er sú, að eftir að hafa fylgst með störfum Dags þá hef ég sannfærst um að hann vinnur vel, er góðgjarn og hæfur stjórnandi. Honum lætur vel að vinna með fólki og leita sátta og farsælla málamiðlana.

Í því ljósi er sérstaklega ánægjulegt að sjá að kjósendur í Reykjavík virðast í auknum mæli vera að sjá kosti Dags.

Á síðasta ári vildi um þriðjungur kjósenda helst fá Dag sem borgarstjóra. Í byrjun ársins var stuðningur við Dag um 50% og í mars um 55% . En nú vilja um 63% helst fá Dag B. Eggertson sem næsta borgarstjóra.

Þetta er stórsókn hjá Degi.

Öruggasta leiðin til að fá Dag sem borgarstjóra er sú að kjósa Samfylkinguna í Reykjavík, hvort sem menn eru sáttir við stöðu og stefnu flokksins í landsmálunum eða ekki. Fylgi Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur vaxið og möguleikar Dags eru að aukast.

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík er raunar vel skipaður fagfólki sem hefur skilað góðu verki, í bland við kröftuga nýliða (sjá hér). Stefnan er með sterkan velferðarfókus og svarar þörfum borgarinnar fyrir aukna nýsköpun.

Það virðist því alveg óhætt að kjósa Dag og félaga.

 

Síðasti pistill: Vill Bjarni endurtaka mistökin?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar