Sunnudagur 25.05.2014 - 23:12 - FB ummæli ()

Andstæðingar ESB í stórsókn

Kosningum til Evrópuþingsins, sem lauk í kvöld, er lýst sem pólitískum jarðskjálfta í fjölmiðlum í Evrópulöndum. Forsætisráðherra Frakka, Manuel Valls, notar sömu lýsinguna, eftir að Front National (Þjóðarfylking Le Pen) hefur fengið mest fylgi þar í landi.

Andstæðingar eða gagnrýnendur Evrópusambandsins eru víðast í stórsókn, ekki síst í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og Grikklandi. Kannanir höfðu reyndar bent til slíkrar sveiflu.

Sumir munu kalla þetta kosningar þar sem “kynþáttahatarar” vinna mikla sigra í sumum Evrópulöndum.

Ég held þó að villandi sé að tala um kynþáttahatur í þessu sambandi. Það sem er að gerast í Evrópu er að sívaxandi hluti almennings er með efasemdir um fjórfrelsi Evrópusambandsins, ekki síst fullt frelsi til búferlaflutninga milli aðildarríkjanna.

Einnig eru vaxandi efasemdir um valdaframsal til ESB og ekki síður er víða mikil óánægja með viðbrögð ESB við kreppunni.

Þetta er líka kosning gegn kjaraskerðingu kreppunnar og niðurskurðarstefnu Þjóðverja og Evrópska seðlabankans (austerity policies).

Andstæðingar ESB fá víða hlutfallslega mikinn stuðning frá fólki í lægri starfsstéttum, fólki með minni menntun. Það er einmitt fólkið sem verður fyrir mestri samkeppni um störf frá innflytjendum. UKIP er sennilega orðinn mesti verkalýðsflokkurinn í Bretlandi.

Andstaða við innflytjendur er því í mörgum tilvikum viðbrögð við samkeppni um störf og ótti um að innflytjendur stuðli að lækkun launa, ásamt því að þeir leggi aukna byrði á aðþrengt velferðarríkið.

Slík andstaða við samkeppni frá innflytjendum þarf alls ekki að fela í sér kynþáttahatur.

Það sem virðist blasa við er að niðurstöður þessara kosninga munu geta haft umtalsverðar afleiðingar fyrir Evrópusambandið. Íhaldsmenn í Bretlandi munu þurfa að fá leikreglum ESB breytt, t.d. til að takmarka flæði innflytjenda til Bretlands. Sami þrýstingur kemur með meiri þunga frá Frakklandi en áður.

Aukið fylgi gagnrýnenda ESB á Evrópuþinginu mun einnig geta haft áhrif á framvindu Evrópusamstarfsins, þó aðildarsinnar verði áfram í meirihluta á Evrópuþinginu.

Kanski komið sé að því að grundvöllur fjórfrelsisins í Evrópusambandinu verði endurskoðaður.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar